Mun færri ávísanir á sýklalyf en fjölgun í ávísunum þunglyndislyfja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2020 11:35 Alma sagði eðlilegt að finna fyrir vanlíðan og óöryggi en benti á að nú færi að sjá fyrir endan á faraldrinum. Vísir/Vilhelm Ávísunum á sýklalyf hefur fækkað um 24% samkvæmt könnun Landlæknisembættisins á heilsu og líðan landsmanna í Covid-19 faraldrinum. Þetta má þakka persónulegum sóttvörnum sem hafa dregið úr öðrum sýkingum. Alma D. Möller landlæknir fór yfir niðurstöður nýjustu könnunarinnar á upplýsingafundi um stöðu Covid-19 faraldursins í morgun. Þeim hefur farið fækkandi sem meta andlega heilsu sína góða. Það voru 31% í september, 27% í október og 23% í nóvember. En þeim fer einnig fækkandi sem meta andlega heilsu sína slæma; 6% í september en 3% í október og nóvember. Þá fer þeim einnig fækkandi sem sofa lítið, það er að segja 6 tíma eða skemur, sem Alma sagði ánægjulegt þar sem svefn sé grunnurinn að heilsu og vellíðan. Þeim hefur einnig fækkað síðan í sumar sem þjást af einmanaleika en engar breytingar hafa orðið á streitu, samanborið við fyrstu bylgju og sama tímabil í fyrra. 8% aukning í ávísun þunglyndislyfja Um er að ræða meðaltölur en Alma segir þörf að skoða nánar ákveðna hópa. Áhrif Covid-19 faraldursins virðast til dæmis koma verr niður á konum en körlum og á aldurshópnum 18 til 34 ára. Alma sagði nokkra aukningu hafa orðið í ávísunum þunglyndislyfja en þeim hefði fjölgað um 8%. Verið væri að bregðast við með viðbótarfjárveitingu til eflingar geðheilbrigðisþjónustu og ljúka við skipun hópa sem eiga að vakta geðheilsu og lýðheilsu. Það er eðlilegt að finna fyrir vanlíðan og óöryggi í þessu ástandi, sagði Alma. Hins vegar væri útlit fyrir að nú færi að birta. Þróun og virkni bóluefna hefðu farið fram úr væntingum. Biðlaði hún til fólks um að sýna áfram samstöðu og umhyggju og aðstoða þá sem eiga erfitt. Samfélagið býr yfir seiglu; við bognum en brotnum ekki, sagði landlæknir. Þá hvatti hún fólk til að sækja sér áfram heilbrigðisþjónustu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni. 10. desember 2020 10:26 Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír af þeim sem greindust voru í sóttkví. 10. desember 2020 10:51 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Alma D. Möller landlæknir fór yfir niðurstöður nýjustu könnunarinnar á upplýsingafundi um stöðu Covid-19 faraldursins í morgun. Þeim hefur farið fækkandi sem meta andlega heilsu sína góða. Það voru 31% í september, 27% í október og 23% í nóvember. En þeim fer einnig fækkandi sem meta andlega heilsu sína slæma; 6% í september en 3% í október og nóvember. Þá fer þeim einnig fækkandi sem sofa lítið, það er að segja 6 tíma eða skemur, sem Alma sagði ánægjulegt þar sem svefn sé grunnurinn að heilsu og vellíðan. Þeim hefur einnig fækkað síðan í sumar sem þjást af einmanaleika en engar breytingar hafa orðið á streitu, samanborið við fyrstu bylgju og sama tímabil í fyrra. 8% aukning í ávísun þunglyndislyfja Um er að ræða meðaltölur en Alma segir þörf að skoða nánar ákveðna hópa. Áhrif Covid-19 faraldursins virðast til dæmis koma verr niður á konum en körlum og á aldurshópnum 18 til 34 ára. Alma sagði nokkra aukningu hafa orðið í ávísunum þunglyndislyfja en þeim hefði fjölgað um 8%. Verið væri að bregðast við með viðbótarfjárveitingu til eflingar geðheilbrigðisþjónustu og ljúka við skipun hópa sem eiga að vakta geðheilsu og lýðheilsu. Það er eðlilegt að finna fyrir vanlíðan og óöryggi í þessu ástandi, sagði Alma. Hins vegar væri útlit fyrir að nú færi að birta. Þróun og virkni bóluefna hefðu farið fram úr væntingum. Biðlaði hún til fólks um að sýna áfram samstöðu og umhyggju og aðstoða þá sem eiga erfitt. Samfélagið býr yfir seiglu; við bognum en brotnum ekki, sagði landlæknir. Þá hvatti hún fólk til að sækja sér áfram heilbrigðisþjónustu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni. 10. desember 2020 10:26 Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír af þeim sem greindust voru í sóttkví. 10. desember 2020 10:51 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni. 10. desember 2020 10:26
Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír af þeim sem greindust voru í sóttkví. 10. desember 2020 10:51