Yfirmenn hjá FBI sleppa við refsingar vegna ásakana um kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2020 14:56 Fyrrverandi starfsmaður Alríkislögreglunnar sem kölluð er Becky, segir yfirmann sinn hafa sleikt sig og káfað á sér í samkvæmi. AP/David Zalubowski Yfirmenn hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa ítrekað verið sakaðir um kynferðisbrot á undanförnum árum. Engum hefur þó verið refsað, jafnvel þó rannsóknir hafi stutt ásakanir gegn þeim. Í einu tilfelli settist aðstoðarframkvæmdastjóri í helgan stein eftir að hann var sakaður um að káfa á konu. Annar yfirmaður hætti eftir að hafa áreitt minnst átta starfsmenn sína kynferðislega. Einn til viðbótar settist einnig í helgan stein eftir að hann var sakaður um að hafa kúgað unga samstarfskonu sína til kynlífsathafna. Þetta er meðal dæma sem rannsókn AP fréttaveitunnar hefur leitt í ljós og í öllum þessum tilvikum héldu mennirnir fullum eftirlaunum sínum og öðrum kjörum og var ekkert refsað. Rannsókn AP sýndi fram á að minnst sex yfirmenn hafa verið sakaðir um kynferðisbrot á síðustu fimm árum. Þar á meðal eru tvær nýjar ásakanir sem litu dagsins ljós í þessari viku þar sem konur segja yfirmenn sína hafa brotið á sér kynferðislega. Þar eru ekki talin með tilfelli þar sem yfirmenn í FBI hafa ekki gefið upp að þeir hafi átt í sambandi við undirmenn sína. Þeim tilfellum hefur víst farið mjög fjölgandi á undanförnum árum. Svo mikið að rannsakendur hjá innri endurskoðenda FBI hafa lýst yfir áhyggjum af því og kallað eftir stefnubreytingu. Einn viðmælandi fréttaveitunnar kvartaði yfir því að yfirmaður hennar hefði sleikt hana í framan og káfað á henni í samkvæmi árið 2017. Hún segir kvörtunum sem þessum sópað undir teppið. Höfuðstöðvar Alríkislögreglu Bandaríkjanna í Washington DC.AP/J. David Ake Segir mönnum gert kleift að sleppa við refsingu Lögmaður konunnar sem hefur sakað yfirmann sinn um að kúga sig til kynferðisathafna segir það stefnu meðal yfirmanna FBI að gera stjórnendum sem hafa verið sakaðir um kynferðisbrot kleift að setjast hljóðlega í helgan stein og sleppa þannig við nokkurs konar refsingu. AP segir einnig að ásakanirnar hafi fangað athygli þingmanna og annarra sem hafa látið þessi mál sig varða. Kallað hefur verið eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að fara yfir innri rannsóknir FBI og að uppljóstrarar fái ákveðna vernd. Rúmlega 35 þúsund manns starfa hjá FBI og fréttaveitan segir embættið gefa lítið upp verðandi ásakanir um kynferðislegt ofbeldi. Bandaríkin Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Í einu tilfelli settist aðstoðarframkvæmdastjóri í helgan stein eftir að hann var sakaður um að káfa á konu. Annar yfirmaður hætti eftir að hafa áreitt minnst átta starfsmenn sína kynferðislega. Einn til viðbótar settist einnig í helgan stein eftir að hann var sakaður um að hafa kúgað unga samstarfskonu sína til kynlífsathafna. Þetta er meðal dæma sem rannsókn AP fréttaveitunnar hefur leitt í ljós og í öllum þessum tilvikum héldu mennirnir fullum eftirlaunum sínum og öðrum kjörum og var ekkert refsað. Rannsókn AP sýndi fram á að minnst sex yfirmenn hafa verið sakaðir um kynferðisbrot á síðustu fimm árum. Þar á meðal eru tvær nýjar ásakanir sem litu dagsins ljós í þessari viku þar sem konur segja yfirmenn sína hafa brotið á sér kynferðislega. Þar eru ekki talin með tilfelli þar sem yfirmenn í FBI hafa ekki gefið upp að þeir hafi átt í sambandi við undirmenn sína. Þeim tilfellum hefur víst farið mjög fjölgandi á undanförnum árum. Svo mikið að rannsakendur hjá innri endurskoðenda FBI hafa lýst yfir áhyggjum af því og kallað eftir stefnubreytingu. Einn viðmælandi fréttaveitunnar kvartaði yfir því að yfirmaður hennar hefði sleikt hana í framan og káfað á henni í samkvæmi árið 2017. Hún segir kvörtunum sem þessum sópað undir teppið. Höfuðstöðvar Alríkislögreglu Bandaríkjanna í Washington DC.AP/J. David Ake Segir mönnum gert kleift að sleppa við refsingu Lögmaður konunnar sem hefur sakað yfirmann sinn um að kúga sig til kynferðisathafna segir það stefnu meðal yfirmanna FBI að gera stjórnendum sem hafa verið sakaðir um kynferðisbrot kleift að setjast hljóðlega í helgan stein og sleppa þannig við nokkurs konar refsingu. AP segir einnig að ásakanirnar hafi fangað athygli þingmanna og annarra sem hafa látið þessi mál sig varða. Kallað hefur verið eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að fara yfir innri rannsóknir FBI og að uppljóstrarar fái ákveðna vernd. Rúmlega 35 þúsund manns starfa hjá FBI og fréttaveitan segir embættið gefa lítið upp verðandi ásakanir um kynferðislegt ofbeldi.
Bandaríkin Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira