Noregur fór með fullt hús stiga upp úr riðlinum og þær norsku lentu í engum vandræðum með Holland í milliriðlinum í dag. Lokatölur urðu 32-25 eftir að Noregur var 16-10 yfir í hálfleik.
Nora Mörk var markahæst í norska liðinu með áta mörk. Stine Oftedal skoraði fimm mörk og þær Henny Reistad, Kari Dale og Stine Skogrand skoruðu fjögur mörk hvor.
Noregur er þar af leiðandi á toppi milliriðils tvö, ásamt Króötum sem unnu 25-20 sigur á Rúmeníu í dag, en bæði lið eru með sex stig. Holland og Þýskaland eru með tvö stig en Ungverjaland og Rúmenía eru án stiga.
Noregur á tvo leiki eftir í milliriðlinum; gegn Króötum á laugardaginn og svo gegn Ungverjalandi 15. desember. Sigur í öðrum þessara leikja og sæti Noregs í undanúrslitunum er tryggt.
Í milliriðli eitt þá eru Frakkland og Rússland með fullt hús stiga eftir sigra í dag. Frakkarnir unnu Spán í hörkuleik og Svartfjallaland marði Rússland.
Úrslit dagsins á EM:
Króatía - Rúmenía 25-20
Svartfjallaland - Rússland 23-24
Frakkland - Spánn 26-25
Holland - Noregur 25-32