Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 10. desember 2020 22:57 Pfizer-bóluefnið er sagt veita öfluga vörn gegn veirunni. Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. AP-fréttaveitan greinir frá því að nefndin hafi komist að þessari niðurstöðu í kvöld með sautján atkvæðum gegn fjórum, en einn sat hjá við atkvæðagreiðslu. Ráðgjafanefndin telur bóluefnið vera öruggt og virki vel á fólk yfir sextán ára aldri. Lokaniðurstöðu er að vænta frá matvæla- og lyfjaeftirlitinu, en verði bóluefnið samþykkt er gert ráð fyrir því að ráðist verði í umfangsmikla bólusetningu á landsvísu. Heilbrigðisstarfsfólk og íbúar á hjúkrunarheimilum yrðu þar í fyrsta forgangshópi og almenningur myndi svo fylgja í vor. Hátt í 300 þúsund Bandaríkjamenn hafa látið lífið af völdum veirunnar og eru því miklar vonir bundnar við að bólusetning hefti útbreiðslu veirunnar svo um munar fljótlega eftir að hún hefst. Smitum hefur fjölgað verulega milli daga og greindust tæplega 220 þúsund Bandaríkjamenn í gær. Ráðgjafanefndinni er lýst sem nokkurskonar vísindadómstóli, þar sem bóluefnið er tekið fyrir og sérfræðingar rýna í fyrirliggjandi gögn. Dr. Dorian Fink hjá matvæla- og lyfjaeftirlitinu sagði nauðsynlegt að slík skoðun færi fram. „Almenningur krefst þess og á það skilið að umfangsmikil, heildstæð og sjálfstæð skoðun fari fram á gögnunum.“ Áætlað er að bóluefni Moderna verði tekið fyrir síðar í mánuðinum, en það var sagt veita allt að 95 prósenta vörn gegn veirunni. Bóluefni Johnson & Johnson eru einnig á áætlun, sem og bóluefni AstraZeneca. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Tölvuþrjótar stálu gögnum um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur orðið fyrir netaárás og hefur gögnum sem tengjast Covid-19 bóluefni verið stolið. 9. desember 2020 21:02 Stefnir á að bólusetja 100 milljónir á sínum fyrstu 100 dögum í embætti Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, stefnir á að 100 milljón Bandaríkjamenn verði bólusettir fyrir kórónuveirunni á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. 8. desember 2020 22:46 Virknin 70% en skammtastærðinni mögulega breytt Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur 70% virkni ef horft er til heildarniðurstaða prófana. Virknin reyndist 90% hjá litlum hluta þátttakenda sem fékk óvart ranga skammtastærð en hjá meirihlutanum reyndist virknin 62%. 8. desember 2020 16:59 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að nefndin hafi komist að þessari niðurstöðu í kvöld með sautján atkvæðum gegn fjórum, en einn sat hjá við atkvæðagreiðslu. Ráðgjafanefndin telur bóluefnið vera öruggt og virki vel á fólk yfir sextán ára aldri. Lokaniðurstöðu er að vænta frá matvæla- og lyfjaeftirlitinu, en verði bóluefnið samþykkt er gert ráð fyrir því að ráðist verði í umfangsmikla bólusetningu á landsvísu. Heilbrigðisstarfsfólk og íbúar á hjúkrunarheimilum yrðu þar í fyrsta forgangshópi og almenningur myndi svo fylgja í vor. Hátt í 300 þúsund Bandaríkjamenn hafa látið lífið af völdum veirunnar og eru því miklar vonir bundnar við að bólusetning hefti útbreiðslu veirunnar svo um munar fljótlega eftir að hún hefst. Smitum hefur fjölgað verulega milli daga og greindust tæplega 220 þúsund Bandaríkjamenn í gær. Ráðgjafanefndinni er lýst sem nokkurskonar vísindadómstóli, þar sem bóluefnið er tekið fyrir og sérfræðingar rýna í fyrirliggjandi gögn. Dr. Dorian Fink hjá matvæla- og lyfjaeftirlitinu sagði nauðsynlegt að slík skoðun færi fram. „Almenningur krefst þess og á það skilið að umfangsmikil, heildstæð og sjálfstæð skoðun fari fram á gögnunum.“ Áætlað er að bóluefni Moderna verði tekið fyrir síðar í mánuðinum, en það var sagt veita allt að 95 prósenta vörn gegn veirunni. Bóluefni Johnson & Johnson eru einnig á áætlun, sem og bóluefni AstraZeneca.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Tölvuþrjótar stálu gögnum um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur orðið fyrir netaárás og hefur gögnum sem tengjast Covid-19 bóluefni verið stolið. 9. desember 2020 21:02 Stefnir á að bólusetja 100 milljónir á sínum fyrstu 100 dögum í embætti Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, stefnir á að 100 milljón Bandaríkjamenn verði bólusettir fyrir kórónuveirunni á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. 8. desember 2020 22:46 Virknin 70% en skammtastærðinni mögulega breytt Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur 70% virkni ef horft er til heildarniðurstaða prófana. Virknin reyndist 90% hjá litlum hluta þátttakenda sem fékk óvart ranga skammtastærð en hjá meirihlutanum reyndist virknin 62%. 8. desember 2020 16:59 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Tölvuþrjótar stálu gögnum um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur orðið fyrir netaárás og hefur gögnum sem tengjast Covid-19 bóluefni verið stolið. 9. desember 2020 21:02
Stefnir á að bólusetja 100 milljónir á sínum fyrstu 100 dögum í embætti Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, stefnir á að 100 milljón Bandaríkjamenn verði bólusettir fyrir kórónuveirunni á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. 8. desember 2020 22:46
Virknin 70% en skammtastærðinni mögulega breytt Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur 70% virkni ef horft er til heildarniðurstaða prófana. Virknin reyndist 90% hjá litlum hluta þátttakenda sem fékk óvart ranga skammtastærð en hjá meirihlutanum reyndist virknin 62%. 8. desember 2020 16:59