Baðst afsökunar á aðkomu sinni að grimmilegum morðum fyrir aftöku Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2020 09:22 Brandon Bernard var 40 ára gamall þegar hann var tekinn af lífi í gærkvöldi. Hann var dæmdur til dauða árið 1999. Vísir/AP Brandon Bernard, sem dæmdur var til dauða árið 1999, var tekinn af lífi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Hann var fyrstur af fimm alríkisföngum í Bandaríkjunum sem ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi forseta, fyrirskipaði nýverið að ætti að taka af lífi áður en hann lætur af embætti í janúar. Bernard var sprautaður með eitri í fangelsi í Indiana í gærkvöldi. Hann var 40 ára gamall og yngsti fangi sem tekinn er af lífi í alríkiskerfi Bandaríkjanna í nærri því 70 ár, samkvæmt frétt BBC. Hann var einn úr hópi manna sem myrtu hjón á grimmilegan hátt í Texas árið 1999. Bernard og fjórir aðrir táningar rændu þau Todd og Stacie Bagley og þvinguðu þau í skott bíls þeirra. Þar skaut hinn nítján ára gamli Christopher Vialva þau til bana og Bernard kveikti í bílnum. Vialva var tekinn af lífi fyrr á árinu. Áður en hann var tekinn af lífi bað Bernard fjölskyldu Bagley hjónanna afsökunnar. Hann sagðist ekki geta sagt meira en það og sagðist hann hafa beðið eftir tækifæri til að biðjast afsökunar. Þá bæði á þeim sársauka sem hann olli fjölskyldumeðlimum hjónanna og eigin fjölskyldu. Áður en ríkisstjórn Trumps hóf aftökur alríkisfanga á nýjan leik fyrr á árinu höfðu einungis þrír menn verið teknir af lífi af alríkinu á síðustu 56 árum. Fyrsta aftakan fór fram í júlí en þá hafði alríkið ekki tekið fanga af lífi í sautján ár. Gangi eftir að taka alla fimm mennina af lífi fyrir 20. janúar verður Trump sá forseti Bandaríkjanna sem hefur fyrirskipað flestar aftökur á vegum alríkisins í heila öld eða alls þrettán, en í Bandaríkjunum er algengara að aftökur séu framkvæmdar af einstaka ríkjum frekar en á alríkisstiginu. Samkvæmt AP fréttaveitunni ræddi móðir Todd Bagley við fjölmiðla eftir aftökuna í gærkvöldi og færði hún Trump, William Barr dómsmálaráðherra, og öðrum starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins þakkir sínar. Hún sagði að án þessa ferlis hefði fjölskylda hennar aldrei fengið þá lokun sem þau þurftu. Þá sagði hún afsökunarbeiðni Bernard og Vialva hafa hjálpað henni mikið. Þar að auki sagðist hún fyrirgefa þeim. Næsta aftaka á að fara fram í dag. Þá á að taka hinn 56 ára gamla Alfred Bourgeois af lífi fyrir að hafa myrt tveggja ára dóttur sína. Bandaríkin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
Bernard var sprautaður með eitri í fangelsi í Indiana í gærkvöldi. Hann var 40 ára gamall og yngsti fangi sem tekinn er af lífi í alríkiskerfi Bandaríkjanna í nærri því 70 ár, samkvæmt frétt BBC. Hann var einn úr hópi manna sem myrtu hjón á grimmilegan hátt í Texas árið 1999. Bernard og fjórir aðrir táningar rændu þau Todd og Stacie Bagley og þvinguðu þau í skott bíls þeirra. Þar skaut hinn nítján ára gamli Christopher Vialva þau til bana og Bernard kveikti í bílnum. Vialva var tekinn af lífi fyrr á árinu. Áður en hann var tekinn af lífi bað Bernard fjölskyldu Bagley hjónanna afsökunnar. Hann sagðist ekki geta sagt meira en það og sagðist hann hafa beðið eftir tækifæri til að biðjast afsökunar. Þá bæði á þeim sársauka sem hann olli fjölskyldumeðlimum hjónanna og eigin fjölskyldu. Áður en ríkisstjórn Trumps hóf aftökur alríkisfanga á nýjan leik fyrr á árinu höfðu einungis þrír menn verið teknir af lífi af alríkinu á síðustu 56 árum. Fyrsta aftakan fór fram í júlí en þá hafði alríkið ekki tekið fanga af lífi í sautján ár. Gangi eftir að taka alla fimm mennina af lífi fyrir 20. janúar verður Trump sá forseti Bandaríkjanna sem hefur fyrirskipað flestar aftökur á vegum alríkisins í heila öld eða alls þrettán, en í Bandaríkjunum er algengara að aftökur séu framkvæmdar af einstaka ríkjum frekar en á alríkisstiginu. Samkvæmt AP fréttaveitunni ræddi móðir Todd Bagley við fjölmiðla eftir aftökuna í gærkvöldi og færði hún Trump, William Barr dómsmálaráðherra, og öðrum starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins þakkir sínar. Hún sagði að án þessa ferlis hefði fjölskylda hennar aldrei fengið þá lokun sem þau þurftu. Þá sagði hún afsökunarbeiðni Bernard og Vialva hafa hjálpað henni mikið. Þar að auki sagðist hún fyrirgefa þeim. Næsta aftaka á að fara fram í dag. Þá á að taka hinn 56 ára gamla Alfred Bourgeois af lífi fyrir að hafa myrt tveggja ára dóttur sína.
Bandaríkin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira