Tryggvi og Haukur Helgi loka Íslendingahringnum í beinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2020 15:30 Haukur Helgi Pálsson í leik með íslenska körfuboltalandsliðinu á Eurobasket. Getty sampics/Corbis Það er Íslendingaslagur í spænsku körfuboltadeildinni í kvöld þegar Morabanc Andorra fær Casademont Zaragoza í heimsókn í frestuðum leik úr 9. umferð ACB deildarinnar. Íslenskir landsliðsmenn eru í báðum liðum því Haukur Helgi Pálsson spilar með heimamönnum í Morabanc Andorra en Tryggvi Snær Hlinason er í liði gestanna frá Casademont Zaragoza. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Tryggvi og Haukur mætast með sínum liðum í spænsku deildinni en báðir hafa þeir þegar mætt Martin Hermannssyni í Íslendingaslag í vetur. Martin Hermannsson hafði betur með Valencia í báðum þeim leikjum og var með 15 stig og 17,5 framlagsstig að meðaltali í leik. Eftir leikinn í kvöld verða íslensku strákarnir búnir að loka hringnum það er allir búnir að mætast að minnsta kosti einu sinni í deildinni í vetur. Haukur Helgi Pálsson missti af síðasta landsleikjaverkefni vegna kórónuveirusmit en er farinn að spila aftur. Haukur átti mjög fínan leik í Evrópukeppninni í vikunni þegar hann skoraði 21 stig og setti niður fimm þrista í 101-106 tapi á móti rússneska liðinu Lokomotiv Kuban Krasnodar. Það var gaman að sjá að Haukur er að finna taktinn á ný eftir veikindin og hann reynir að kóróna góða viku í kvöld. Hann er líka kominn með konu og barn út til sín sem hafði greinilega mjög góð áhrif á hann á móti Rússunum. Tryggvi Snær Hlinason hefur aðeins gefið eftir í síðustu leikjum en Bárðdælingurinn var með 6 stig, 4 fráköst, 3 varin skot og 3 troðslur í síðasta leik. Tryggvi er áfram efstur í deildinni í troðslum (2,3 í leik) og skotnýtingu (83 prósent) Tryggvi Snær Hlinason er með 9,4 stig, 5,8 fráköst og 14,4 framlagsstig að meðaltali í tólf deildarleikjum á tímabilinu. Haukur Helgi Pálsson er með 8,8 sitg, 2,0 fráköst og 8,1 framlagsstig að meðaltali í átta deildarleikjum á tímabilinu. Haukur er á lista yfir bestu þriggja stiga nýtinguna en hann hefur nýtt 40 prósent skota sinna fyrir utan sem setur hann í 41. sæti. Leikur Morabanc Andorra og Casademont Zaragoza hefst klukkan 17.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 17.20. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Innbyrðis leikir íslensku strákanna í ACB 2020-21: 25. september Valencia Basket - MoraBanc Andorra 91-76 Martin Hermannsson 14 stig, 4 stoðsendingar, 50% í 3ja (17 í framlag) Haukur Helgi Pálsson 6 stig, 2 stolnir, 40% í 3ja (2 í framlag) 24. október Valencia Basket - Casademont Zaragoza 93-84 Martin Hermannsson 16 stig, 2 stoðsendingar, 80% í 3ja (18 í framlag) Tryggvi Snær Hlinason 11 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar, 100% skotnýting 3 varin (20 í framlag) 11. desember MoraBanc Andorra - Casademont Zaragoza ??-?? Fjöldi sigurleikja í Íslendingaslögum í ACB 2020-21: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Stigahæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Framlagshæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 1 Tryggvi Snær Hlinason 1 Haukur Helgi Pálsson 0 Spænski körfuboltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
Íslenskir landsliðsmenn eru í báðum liðum því Haukur Helgi Pálsson spilar með heimamönnum í Morabanc Andorra en Tryggvi Snær Hlinason er í liði gestanna frá Casademont Zaragoza. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Tryggvi og Haukur mætast með sínum liðum í spænsku deildinni en báðir hafa þeir þegar mætt Martin Hermannssyni í Íslendingaslag í vetur. Martin Hermannsson hafði betur með Valencia í báðum þeim leikjum og var með 15 stig og 17,5 framlagsstig að meðaltali í leik. Eftir leikinn í kvöld verða íslensku strákarnir búnir að loka hringnum það er allir búnir að mætast að minnsta kosti einu sinni í deildinni í vetur. Haukur Helgi Pálsson missti af síðasta landsleikjaverkefni vegna kórónuveirusmit en er farinn að spila aftur. Haukur átti mjög fínan leik í Evrópukeppninni í vikunni þegar hann skoraði 21 stig og setti niður fimm þrista í 101-106 tapi á móti rússneska liðinu Lokomotiv Kuban Krasnodar. Það var gaman að sjá að Haukur er að finna taktinn á ný eftir veikindin og hann reynir að kóróna góða viku í kvöld. Hann er líka kominn með konu og barn út til sín sem hafði greinilega mjög góð áhrif á hann á móti Rússunum. Tryggvi Snær Hlinason hefur aðeins gefið eftir í síðustu leikjum en Bárðdælingurinn var með 6 stig, 4 fráköst, 3 varin skot og 3 troðslur í síðasta leik. Tryggvi er áfram efstur í deildinni í troðslum (2,3 í leik) og skotnýtingu (83 prósent) Tryggvi Snær Hlinason er með 9,4 stig, 5,8 fráköst og 14,4 framlagsstig að meðaltali í tólf deildarleikjum á tímabilinu. Haukur Helgi Pálsson er með 8,8 sitg, 2,0 fráköst og 8,1 framlagsstig að meðaltali í átta deildarleikjum á tímabilinu. Haukur er á lista yfir bestu þriggja stiga nýtinguna en hann hefur nýtt 40 prósent skota sinna fyrir utan sem setur hann í 41. sæti. Leikur Morabanc Andorra og Casademont Zaragoza hefst klukkan 17.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 17.20. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Innbyrðis leikir íslensku strákanna í ACB 2020-21: 25. september Valencia Basket - MoraBanc Andorra 91-76 Martin Hermannsson 14 stig, 4 stoðsendingar, 50% í 3ja (17 í framlag) Haukur Helgi Pálsson 6 stig, 2 stolnir, 40% í 3ja (2 í framlag) 24. október Valencia Basket - Casademont Zaragoza 93-84 Martin Hermannsson 16 stig, 2 stoðsendingar, 80% í 3ja (18 í framlag) Tryggvi Snær Hlinason 11 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar, 100% skotnýting 3 varin (20 í framlag) 11. desember MoraBanc Andorra - Casademont Zaragoza ??-?? Fjöldi sigurleikja í Íslendingaslögum í ACB 2020-21: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Stigahæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Framlagshæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 1 Tryggvi Snær Hlinason 1 Haukur Helgi Pálsson 0
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Innbyrðis leikir íslensku strákanna í ACB 2020-21: 25. september Valencia Basket - MoraBanc Andorra 91-76 Martin Hermannsson 14 stig, 4 stoðsendingar, 50% í 3ja (17 í framlag) Haukur Helgi Pálsson 6 stig, 2 stolnir, 40% í 3ja (2 í framlag) 24. október Valencia Basket - Casademont Zaragoza 93-84 Martin Hermannsson 16 stig, 2 stoðsendingar, 80% í 3ja (18 í framlag) Tryggvi Snær Hlinason 11 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar, 100% skotnýting 3 varin (20 í framlag) 11. desember MoraBanc Andorra - Casademont Zaragoza ??-?? Fjöldi sigurleikja í Íslendingaslögum í ACB 2020-21: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Stigahæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Framlagshæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 1 Tryggvi Snær Hlinason 1 Haukur Helgi Pálsson 0
Spænski körfuboltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira