Útsendingin er á vegum íslenska viðburðafyrirtækisins Volume sem sérhæfir sig í útsendingum þar sem plötusnúðar þeyta skífum á framandi stöðum. Hún verður aðgengileg hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi klukkan 21.
Um KrBear
Haraldur Ragnarsson, betur þekktur sem KrBear er einn þekktasti house plötusnúður landsins. Hann hefur komið víða við og spilað á helstu skemmtistöðum Reykjavíkur síðastliðin ár. Hann er einn af stofnendum útvarpsþáttsins Vibes, og er nú að semja og gefa út sína eigin tónlist hjá erlendu plötufyrirtæki sem kallast Fragments. Þetta er í annað sinn sem að KrBear spilar í Hörpunni. Síðast var það á Sónar, þegar hægt var að spila fyrir troðið dansgólf.