Harpa

Fréttamynd

Ráð­gjafi Banda­ríkja­for­seta í Hörpu

Húsfyllir var á Haustráðstefnu Advania, sem haldin var í 30. skipti í Hörpu á dögunum. Aðalfyrirlesarinn í ár var gervigreindarstjarnan Nina Schick en hún hefur síðustu misseri verið ráðgjafi fyrir Bandaríkjaforseta, NATO og marga fleiri í málefnum gervigreindar.

Lífið
Fréttamynd

Harpa vill létta lund veðurbugaðra höfuðborgarbúa

Harpa ætlar að bjóða höfuðborgarbúum sem komast ekki austur á firði upp á tónleikamiða á helmingsverði og ókeypis mímósur vegna leiðindaveðursins sem herjar á borgina um helgina. Hildur Ottesen Hauksdóttir kynningarstjóri Hörpunnar segist finna fyrir bugun höfuðborgarbúa og hvetur önnur fyrirtæki til að létta lund þeirra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Biden móment hjá Nick Cave í Eld­borg

„Er einhver með lausa miða á Nick Cave?“ Svona færslur hafa vart farið fram hjá Facebook-notendum undanfarna daga. Vinsældir Ástralans hafa verið miklar á Íslandi undanfarna áratugi enda seldist upp á þrenna tónleika í Eldborg á nokkrum mínútum.

Lífið
Fréttamynd

Slæmt jafn­vægi á milli Bagga­lúts og Sin­fóníunnar

Þegar ég var einstæður faðir og dóttir mín, sjö eða átta ára, var með mér í bílnum, þá spilaði ég oftar en ekki lagið Pabbi þarf að vinna í nótt. Það fjallar um drykkfelldan pabba sem segist þurfa að fara að vinna, en er auðvitað bara á leiðinni á barinn, „til að hitta mennina,“ „þótt mamma skelli hurðum.“ Þetta var fyrsta lagið sem ég heyrði með Baggalút og síðan þá hef ég verið aðdáandi sveitarinnar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Sturluð rödd gerði á­heyr­endur tryllta

Þegar ég gekk út af tónleikum sópransöngkonunnar Lise Davidsen á laugardagskvöldið í Hörpu, kom til mín maður sem ég kannaðist ekki við. Hann spurði: „Hvernig skrifar maður eiginlega um svona?“ Ég svaraði: „Líklega bara með einu orði.“

Gagnrýni
Fréttamynd

Bein útsending: „Hvað verður í matinn?“

Málþing um matvælarannsóknir og framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi fer fram í Hörpu í dag. Þar verður það nýjasta á sviði matvælarannsókna í brennidepli ásamt áskorunum og tækifærum í matvælaframleiðslu í framtíðinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Barbara Hannigan stjórnar Sin­fóníu­hljóm­sveitinni

Kanadíski hljómsveitarstjórinn og söngkonan Barbara Hannigan hefur verið ráðin aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún mun taka við stöðunni í ágúst 2026 og gegna henni í þrjú starfsár.

Menning
Fréttamynd

Fal­leg tón­list GDRN hljómaði ekki nógu vel

Ég hitti mann nýlega sem kvartaði yfir því hve margar íslenskar söngkonur rauli. „Ekki Björk, sko – hún SYNGUR – en svo margar aðrar syngja bara í hálfum hljóðum. Það er varla að þær séu með raddbönd.“

Gagnrýni
Fréttamynd

„Ég dreg mig í hlé og fer bara og stofna kaffi­hús“

Birna Einarsdóttir athafnakona og stjórnarformaður Iceland seafood skaut föstum skotum að Snorra Mássyni fjölmiðlamanni á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem nú fer fram í Silfurbergi í Hörpu. Þar stýrði Snorri pallborðsumræðum. 

Lífið
Fréttamynd

MANOWAR til Ís­lands í fyrsta sinn

Bandaríska þungarokkssveitin MANOWAR er á leið til Íslands og mun koma fram á tónleikum í Silfurbergi í Hörpu þann 1. febrúar á næsta ári. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi þeirra „The Blood of Our Enemies Tour 2025.“

Tónlist
Fréttamynd

Nem­endur Flóaskóla slá í gegn með Langspilin sín

Eina langspilssveit landsins, sem vitað er um er skipuð um tuttugu nemendum Flóaskóla, sem smíða að auki öll sín hljóðfæri. Sveitin gerir það nú gott í Hörpu þar sem hún spilar á nokkrum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Er menning stór­mál?

Það er mikið ánægjuefni að geta á ársfundi Hörpu í dag horft yfir nýliðið starfsár og séð að enn á ný hafa metnaðarfull framtíðaráform um Hörpu á heimsmælikvarða gengið eftir. 

Skoðun
Fréttamynd

Upp­selt á auga­bragði og bætt við tón­leikum

Forsala á tónleikana með Nick Cave hófst í morgun klukkan 10 og var barist um hvert sæti sem í boði var. Nú er orðið uppselt á tónleikana þriðjudagskvöldið 2. júlí og þurftu fjölmargir frá að hverfa tómhentir.

Lífið
Fréttamynd

Fyrir­gefðu mér mín kæra Harpa

Mér þykir það leitt en um daginn leyfði ég mér að fara á bílnum á tónleika hjá þér mín kæra Harpa. Ég er nú ekki neitt voðalega mikið í svona, hvað kallar unga fólkið það, snjallsímar sko, já. En ég hélt að ég gæti nú alveg klórað mig frammúr því að greiða fyrir stæðið.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrsta al­þjóð­lega barokkhátíðin í Reykja­vík

Reykjavík Early Music Festival er nafnið á nýrri tónlistarhátíð sem haldin verður í Hörpu í næstu viku dagana 26.-28. mars. Fram munu koma íslenskir og erlendir flytjendur sem sérhæfa sig í upprunaflutningi barokktónlistar. Meðal þeirra sem koma fram er fiðlustjarnan Rachel Podger, sem heldur einnig meistaranámskeið fyrir tónlistarnemendur.

Menning