Körfubolti

Tryggvi hafði betur gegn Hauki en frestað hjá Elvari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tryggvi í leik fyrr á leiktíðinni með Zaragoza en hann er að gera góða hluti á Spáni.
Tryggvi í leik fyrr á leiktíðinni með Zaragoza en hann er að gera góða hluti á Spáni. Oscar J. Barroso/Getty

Tryggvi Snær Hlinason hafði betur gegn Hauki Helga Pálssyni er lið þeirra, Casademont Zaragoza og Morabanc Andorra, mættust í spænska boltanum í kvöld.

Lokatölurnar urðu 98-83 eftir að Zaragoza var 55-46 yfir í hálfleik. Zaragoza tók völdin frá fyrstu sekúndu og lét forystuna aldrei af hendi.

Haukur Helgi Pálsson skoraði átta stig fyrir Andorra en að auki tók hann þrjú fráköst. Andorra er í 9. sæti spænska boltans.

Tryggvi Snær gerði níu stig og tók fimm fráköst í liði Zaragoza sem er í 15. sætinu.

Elvar Már Friðriksson og félagar í litháenska liðinu, Šiauliai, áttu að spila bikarleik en þeim leik var frestað vegna kórónuveirusmits í herbúðum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×