Salka komin heim eftir að hafa verið týnd í tvö ár Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 13:35 Salka lét fara vel um sig í gær eftir að hún kom heim eftir rúmlega tveggja ára óvissu. Það má segja að hálfgert jólakraftaverk hafi átt sér stað þegar Hólmfríður Eva Björnsdóttir fékk óvænt skilaboð á fimmtudagskvöld. Þar var hún spurð hvort hún kannaðist við kisu sem hafði fundist, og reyndist það vera Salka, sem Hólmfríður hafði saknað í tvö og hálft ár. Hólmfríður hafði tekið Sölku að sér eftir að henni var bjargað inn úr kuldanum árið 2015. Hún segir Sölku hafa verið sína bestu vinkonu, en þurfti því miður að láta hana frá sér vegna flutninga árið 2018. Nokkrum dögum seinna slapp Salka út og ekkert hafði spurst til hennar síðan. „Við leituðum lengi og vorum með fellibúr en ekkert gekk. Við vorum búin að telja okkur trú um að hún væri dáin.“ Salka fannst á fimmtudag í Hvassaleitinu í Reykjavík þar sem hún hafði týnst í júní 2018. Í samtali við Vísi segir Hólmfríður að gleðin sé í raun tvöföld núna, því hún keypti nýlega íbúð þar sem hún má vera með Sölku. Salka er því komin á nýtt heimili, til sinna fyrri eigenda og braggast vel að sögn Hólmfríðar. „Malar hástöfum og sleikir okkur í framan“ Salka er öll að braggast. Hún segir Sölku greinilega hafa munað eftir sér, en þegar Hólmfríður kom að sækja hana í gærkvöldi malaði hún þegar henni var klappað og þáði mat eftir að hafa ekkert viljað borða fyrst. Nú sé hún farin að líkjast sjálfri sér aftur. „Hún malar hástöfum og sleikir okkur í framan og hendurnar, og elskar að fá klapp á magann,“ segir Hólmfríður. Með Sölku á heimilinu verða einnig tveir hundar sem Hólmfríður á. Aðspurð segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því, enda hafi Salka nú þegar hitt þá og það hafi ekki verið neitt vandamál. „Þau eru búin að hitta Sölku og hún kippir sér ekkert upp við það þegar þau koma nálægt og þefa af henni og svona.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Hólmfríður hafði tekið Sölku að sér eftir að henni var bjargað inn úr kuldanum árið 2015. Hún segir Sölku hafa verið sína bestu vinkonu, en þurfti því miður að láta hana frá sér vegna flutninga árið 2018. Nokkrum dögum seinna slapp Salka út og ekkert hafði spurst til hennar síðan. „Við leituðum lengi og vorum með fellibúr en ekkert gekk. Við vorum búin að telja okkur trú um að hún væri dáin.“ Salka fannst á fimmtudag í Hvassaleitinu í Reykjavík þar sem hún hafði týnst í júní 2018. Í samtali við Vísi segir Hólmfríður að gleðin sé í raun tvöföld núna, því hún keypti nýlega íbúð þar sem hún má vera með Sölku. Salka er því komin á nýtt heimili, til sinna fyrri eigenda og braggast vel að sögn Hólmfríðar. „Malar hástöfum og sleikir okkur í framan“ Salka er öll að braggast. Hún segir Sölku greinilega hafa munað eftir sér, en þegar Hólmfríður kom að sækja hana í gærkvöldi malaði hún þegar henni var klappað og þáði mat eftir að hafa ekkert viljað borða fyrst. Nú sé hún farin að líkjast sjálfri sér aftur. „Hún malar hástöfum og sleikir okkur í framan og hendurnar, og elskar að fá klapp á magann,“ segir Hólmfríður. Með Sölku á heimilinu verða einnig tveir hundar sem Hólmfríður á. Aðspurð segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því, enda hafi Salka nú þegar hitt þá og það hafi ekki verið neitt vandamál. „Þau eru búin að hitta Sölku og hún kippir sér ekkert upp við það þegar þau koma nálægt og þefa af henni og svona.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira