Skólum og verslunum lokað í Þýskalandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. desember 2020 13:00 Angela Merkel kynnti í dag hertar aðgerðir sem taka gild á miðvikudaginn í Þýskalandi. EPA/RAINER KEUENHOF Angela Merkel Þýskalandskanslari boðaði í dag verulega hertar aðgerðir í Þýskalandi vegna covid-19. Meðal annars stendur til að loka verslunum, skólum og barnadaggæslu. Nýjar reglur munu taka gildi frá og með næsta miðvikudegi að því er Deutsche Welle greinir frá. Ráðstafanirnar sem taka gildi á miðvikudag verða í gildi að minnsta kosti til 10. janúar í von um að draga úr útbreiðslu covid-19, í þessari annarri bylgju faraldursins í Evrópu. Mikið álag hefur verið á heilbrigðiskerfið í Þýskalandi líkt og víða annars staðar. Viðbúið er að hertar ráðstafanir muni hafa gríðarleg áhrif á verslunarmenn, menntakerfið og almenning allan nú í aðdraganda jólanna. Allar „ónauðsynlegar verslanir og þjónusta“ skulu vera lokaðar til 10. janúar og má þar meðal annars nefna hárgreiðslustofur sem hafa verið opnar undanfarið. Þá eru skólar hvattir til að senda nemendur heim og halda áfram kennslu um netið auk þess sem mælst er til þess að jólafríið verði lengt til 10. janúar. Leikskólum verður jafnframt lokað en foreldrum verður gert kleift að taka launað leyfi til að annast börn sín. Atvinnurekendur eru hvattir til að láta starfsfólk vinna heima og neysla áfengis á almannafæri verður óheimil. Trúarstofnunum verður heimilt að halda starfsemi gangandi og halda helgiathafnir sé öllum hreinlætis- og sóttvarnareglum fylgt en fjöldasöngur verður ekki heimilaður. Ríki þýska sambandsríkisins hafa ennþá hug á að slaka á reglum milli 24. og 26. desember svo nánasta fjölskylda geti varið jólunum saman. Hvert heimili má í þessa þrjá daga bjóða allt að fjórum fullorðnum frá öðrum heimilum í heimsókn en aðeins úr nánustu fjölskyldu. Börn undir fjórtán ára aldri teljast ekki með. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Ráðstafanirnar sem taka gildi á miðvikudag verða í gildi að minnsta kosti til 10. janúar í von um að draga úr útbreiðslu covid-19, í þessari annarri bylgju faraldursins í Evrópu. Mikið álag hefur verið á heilbrigðiskerfið í Þýskalandi líkt og víða annars staðar. Viðbúið er að hertar ráðstafanir muni hafa gríðarleg áhrif á verslunarmenn, menntakerfið og almenning allan nú í aðdraganda jólanna. Allar „ónauðsynlegar verslanir og þjónusta“ skulu vera lokaðar til 10. janúar og má þar meðal annars nefna hárgreiðslustofur sem hafa verið opnar undanfarið. Þá eru skólar hvattir til að senda nemendur heim og halda áfram kennslu um netið auk þess sem mælst er til þess að jólafríið verði lengt til 10. janúar. Leikskólum verður jafnframt lokað en foreldrum verður gert kleift að taka launað leyfi til að annast börn sín. Atvinnurekendur eru hvattir til að láta starfsfólk vinna heima og neysla áfengis á almannafæri verður óheimil. Trúarstofnunum verður heimilt að halda starfsemi gangandi og halda helgiathafnir sé öllum hreinlætis- og sóttvarnareglum fylgt en fjöldasöngur verður ekki heimilaður. Ríki þýska sambandsríkisins hafa ennþá hug á að slaka á reglum milli 24. og 26. desember svo nánasta fjölskylda geti varið jólunum saman. Hvert heimili má í þessa þrjá daga bjóða allt að fjórum fullorðnum frá öðrum heimilum í heimsókn en aðeins úr nánustu fjölskyldu. Börn undir fjórtán ára aldri teljast ekki með.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira