Segir ríkisstjórnina keyra í gegn stefnu um málefni trans fólks án umræðu í samfélaginu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2020 18:30 „Ímyndarstjórnmál samtímans eru til þess fallin að fordæma og þagga niður alla umræðu um svona mál,“ segir Sigmundur. Vísir/Vilhelm „Ef fólk getur sjálft skilgreint kyn sitt fyrirvaralaust, hvað þýðir það þá t.d. um þátttöku fyrrverandi karla í íþróttum kvenna, aðgang að salernum, búningsklefum, kvennafangelsum o.s.frv.? Þessum spurningum sem mikið eru ræddar víða annars staðar var ósvarað þegar ríkisstjórn Íslands dreif málið í gegn.“ Þannig spyr Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í pistli sem birtist á heimasíðu hans í dag. Þar fjallar hann meðal annars um stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum trans fólks. Sigmundur segir stjórnvöld hafa innleitt lög um kynrænt sjálfræði án nokkurrar umræðu í samfélaginu og án þess að áhrif málsins lægju fyrir. Nú eigi að halda áfram og fyrir liggi ný frumvörp þar sem meðala annars eigi að „taka orðin „móðir“ og „kvenmaður“ úr lögum. Orð sem þóttu jákvæð og falleg.“ Ríkisstjórn Íslands vilji leggja bann við aðkomu foreldra og lækna Upplagið að pistlinum er mál sem fór fyrir hæstarétt Bretlands, þar sem ung kona sagðist hafa verið látin fara í gegnum kynleiðréttingarferlið sem barn, sem hefði skaðað sig fyrir lífstíð. „Dómstóllinn tók undir þá afstöðu [Keiru Bell] að börn hefðu ekki þroska til að taka slíkar ákvarðanir og að ekki ætti að setja þau í þá stöðu. Í tilviki 16 og 17 ára barna væri eðlilegt að fara fram á dómsúrskurð áður en ráðist yrði í lyfjagjöf og aðgerðir sem enn er óljóst hvaða áhrif muni hafa til langs tíma,“ segir Sigmundur. Þá segir hann að ólíkt niðurstöðu dómstólsins um að börn skuli njóta leiðsagnar fullorðinna leggi „ríkisstjórn Íslands nú til að lagt verði bann við því að foreldrar eða læknar taki ákvörðun um aðstoð við börn sem fæðast með svokölluð ódæmigerð kyneinkenni.“ Umræddar aðgerðir hafi verið algengar og mörg hundruð börn fengið slíkar lækningar á undanförnum árum og áratugum. Fá bágt fyrir að spyrja spurninga „Ímyndarstjórnmál samtímans eru til þess fallin að fordæma og þagga niður alla umræðu um svona mál,“ segir Sigmundur og rekur það hvernig margir hafi fengið bágt fyrir að vekja upp spurningar um þróun mála, til dæmis femínistar sem séu uppnefndar „terfur“ en það stendur fyrir Trans Exclusionary Radical Feminist. „Meðal frægustu fórnarlamba slíkra árása er breski rithöfundurinn J.K. Rowling sem leyfði sér að minna á að til væri orð yfir þann hóp fólks sem hefur tíðir og gaf til kynna að það orð gæti verið „kona“. Rowling er í aðstöðu til að standa af sér þá miklu herferð sem rekin hefur verið gegn henni en aðrar konur hafa misst vinnuna og mátt þola útskúfun fyrir að ræða þessi mál.“ Þá vísar hann einnig til afstöðu LGB Alliance, sem bendi á að sum þeirra barna sem fólk vill meina að séu trans gætu orðið samkynhneigð og hamingjusöm. „Hví þá að setja þau í lyfjameðferð og aðgerð? Samtökin benda á að við séum aftur komin á þann stað að samkynhneigð krefjist leiðréttingar.“ Pistill Sigmundar í heild. Hinsegin Heilbrigðismál Málefni transfólks Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Þannig spyr Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í pistli sem birtist á heimasíðu hans í dag. Þar fjallar hann meðal annars um stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum trans fólks. Sigmundur segir stjórnvöld hafa innleitt lög um kynrænt sjálfræði án nokkurrar umræðu í samfélaginu og án þess að áhrif málsins lægju fyrir. Nú eigi að halda áfram og fyrir liggi ný frumvörp þar sem meðala annars eigi að „taka orðin „móðir“ og „kvenmaður“ úr lögum. Orð sem þóttu jákvæð og falleg.“ Ríkisstjórn Íslands vilji leggja bann við aðkomu foreldra og lækna Upplagið að pistlinum er mál sem fór fyrir hæstarétt Bretlands, þar sem ung kona sagðist hafa verið látin fara í gegnum kynleiðréttingarferlið sem barn, sem hefði skaðað sig fyrir lífstíð. „Dómstóllinn tók undir þá afstöðu [Keiru Bell] að börn hefðu ekki þroska til að taka slíkar ákvarðanir og að ekki ætti að setja þau í þá stöðu. Í tilviki 16 og 17 ára barna væri eðlilegt að fara fram á dómsúrskurð áður en ráðist yrði í lyfjagjöf og aðgerðir sem enn er óljóst hvaða áhrif muni hafa til langs tíma,“ segir Sigmundur. Þá segir hann að ólíkt niðurstöðu dómstólsins um að börn skuli njóta leiðsagnar fullorðinna leggi „ríkisstjórn Íslands nú til að lagt verði bann við því að foreldrar eða læknar taki ákvörðun um aðstoð við börn sem fæðast með svokölluð ódæmigerð kyneinkenni.“ Umræddar aðgerðir hafi verið algengar og mörg hundruð börn fengið slíkar lækningar á undanförnum árum og áratugum. Fá bágt fyrir að spyrja spurninga „Ímyndarstjórnmál samtímans eru til þess fallin að fordæma og þagga niður alla umræðu um svona mál,“ segir Sigmundur og rekur það hvernig margir hafi fengið bágt fyrir að vekja upp spurningar um þróun mála, til dæmis femínistar sem séu uppnefndar „terfur“ en það stendur fyrir Trans Exclusionary Radical Feminist. „Meðal frægustu fórnarlamba slíkra árása er breski rithöfundurinn J.K. Rowling sem leyfði sér að minna á að til væri orð yfir þann hóp fólks sem hefur tíðir og gaf til kynna að það orð gæti verið „kona“. Rowling er í aðstöðu til að standa af sér þá miklu herferð sem rekin hefur verið gegn henni en aðrar konur hafa misst vinnuna og mátt þola útskúfun fyrir að ræða þessi mál.“ Þá vísar hann einnig til afstöðu LGB Alliance, sem bendi á að sum þeirra barna sem fólk vill meina að séu trans gætu orðið samkynhneigð og hamingjusöm. „Hví þá að setja þau í lyfjameðferð og aðgerð? Samtökin benda á að við séum aftur komin á þann stað að samkynhneigð krefjist leiðréttingar.“ Pistill Sigmundar í heild.
Hinsegin Heilbrigðismál Málefni transfólks Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira