Körfubolti

Tryggvi öflugur í öruggum sigri - Haukur næststigahæstur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Real Madrid Baloncesto V Casademont Zaragoza - Liga Endesa MADRID, SPAIN - SEPTEMBER 25: Tryggvi Hlinason of Zaragoza in action during the spanish league, Liga Endesa, basketball match played between Real Madrid Baloncesto and Casademont Zaragoza at Wizink Center pavilion on September 25, 2020 in Madrid, Spain. (Photo by Oscar J. Barroso / AFP7 / Europa Press Sports via Getty Images )
Real Madrid Baloncesto V Casademont Zaragoza - Liga Endesa MADRID, SPAIN - SEPTEMBER 25: Tryggvi Hlinason of Zaragoza in action during the spanish league, Liga Endesa, basketball match played between Real Madrid Baloncesto and Casademont Zaragoza at Wizink Center pavilion on September 25, 2020 in Madrid, Spain. (Photo by Oscar J. Barroso / AFP7 / Europa Press Sports via Getty Images )

Íslensku landsliðsmennirnir Tryggvi Snær Hlinason og Haukur Helgi Pálsson gerðu vel með liðum sínum í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Tryggvi Snær spilaði reyndar aðeins tólf mínútur í öruggum sigri Zaragoza á RETAbet Bilbao, 105-76.

Á þessum tólf mínútum skilaði Tryggvi þó átta stigum, níu fráköstum og tveimur stoðsendingum.

Haukur Helgi og félagar í Morabanc Andorra töpuðu í framlengdum leik fyrir Acunsa, 86-82. Haukur spilaði 25 mínútur og var næststigahæstur í sínu liði með sextán stig auk þess að taka tvö fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×