Bjarni Fritzson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta er að gefa út sjálfsstyrkingabók fyrir unga drengi. Bjarni hefur haldið fjölmörg námskeið fyrir ungt fólk sem ganga út á að efla sjálfsmynd þeirra.
Guðjón Guðmundsson ræddi við Bjarna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
„Ég var búinn að vera með þessa bók á teikniborðinu í tvö ár og mér fannst þetta kjörinn tími til að koma með sjálfsstyrkingabók fyrir stráka. Covid hefur reynt mikið á andlegu hliðina hjá okkur öllum.“
„Mér fannst þetta góður tímapunktur til að gefa strákum tól og tæki til að vinna sig út úr þessu.“
Nánar er rætt við Bjarna í spilaranum hér fyrir neðan þar sem hann meðal annars svarar því hvernig það kom til að hann gerðist rithöfundur.