McLaren selur 15% hlut í Formúlu 1 liðinu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. desember 2020 07:01 McLaren munu skipta út Renault vélinni og fara yfir í Mercedes árið 2021. Getty McLaren Group hefur selt hluta af Formúlu 1 liði sínu. Kaupandinn er bandarískt íþróttafjárfestingafélag. Kaupin tryggja enn frekar framtíð McLaren liðsins og hjálpa liðinu að komast í fremstu röð. Samsteypa sem leidd er af MSP Sports Capital mun leggja til 185 milljón sterlingspund til liðsins í skiptum fyrir 15% hlut í Formúlu 1 liðinu, það samsvarar um 31,4 milljarðar króna. MSP Sports Capital er íþróttafjárfestingafélag sem á hluti í ýmsum íþróttafélögum og fyrirtækjum tengdum íþróttum. Eric Boullier, fyrrverandi liðsstjóri McLaren (t.h.) og Zak Brown núverandi liðsstjóri (t.v.).Vísir/Getty Liðsstjóri McLaren, Zak Brown hefur sagt að „fjárfestingin mun ýta undir getu okkar til að koma McLaren í stöðu til að keppa um sigur og titla í Formúlu 1 og IndyCar, við erum á góðu skriði sem mun bara aukast með fjárfestingunni og við getum einbeitt okkur að því að ná efsta sætinu á verðlaunapalli“. Liðið endaði í þriðja sæti í keppni bílasmiða í ár í Formúlu 1. Tímabilinu lauk í gær. Kappaksturslið McLaren var stofnað árið 1963 af Bruce McLaren og hefur liðið keppti í Formúlu 1 síðan 1966. Liðið hefur unnið 182 keppnir, átta heimsmeistaratitla ökumanna og 12 titla bílasmiða. Liðið hefur hafið þátttöku í IndyCar kappakstrinum og ætlar sér stóra hluti þar í framtíðinni. Formúla Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent
Samsteypa sem leidd er af MSP Sports Capital mun leggja til 185 milljón sterlingspund til liðsins í skiptum fyrir 15% hlut í Formúlu 1 liðinu, það samsvarar um 31,4 milljarðar króna. MSP Sports Capital er íþróttafjárfestingafélag sem á hluti í ýmsum íþróttafélögum og fyrirtækjum tengdum íþróttum. Eric Boullier, fyrrverandi liðsstjóri McLaren (t.h.) og Zak Brown núverandi liðsstjóri (t.v.).Vísir/Getty Liðsstjóri McLaren, Zak Brown hefur sagt að „fjárfestingin mun ýta undir getu okkar til að koma McLaren í stöðu til að keppa um sigur og titla í Formúlu 1 og IndyCar, við erum á góðu skriði sem mun bara aukast með fjárfestingunni og við getum einbeitt okkur að því að ná efsta sætinu á verðlaunapalli“. Liðið endaði í þriðja sæti í keppni bílasmiða í ár í Formúlu 1. Tímabilinu lauk í gær. Kappaksturslið McLaren var stofnað árið 1963 af Bruce McLaren og hefur liðið keppti í Formúlu 1 síðan 1966. Liðið hefur unnið 182 keppnir, átta heimsmeistaratitla ökumanna og 12 titla bílasmiða. Liðið hefur hafið þátttöku í IndyCar kappakstrinum og ætlar sér stóra hluti þar í framtíðinni.
Formúla Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent