Erlent

Hjúkrunar­fræðingur í New York fyrst til að verða bólu­sett í Banda­ríkjunum

Atli Ísleifsson skrifar
Sandra Lindsay hefur síðustu tíu mánuðina starfað við að aðstoða Covid-sjúklinga á vegum heilbrigðisþjónustunnar Northwell Health á Jewish Medical Center á Long Island.
Sandra Lindsay hefur síðustu tíu mánuðina starfað við að aðstoða Covid-sjúklinga á vegum heilbrigðisþjónustunnar Northwell Health á Jewish Medical Center á Long Island. Skjáskot

Bandaríski hjúkrunarfræðingurinn Sandra Lindsay varð í dag fyrst til að verða bólasett gegn Covid-19 í Bandaríkjunum.

Lindsay hefur síðustu tíu mánuðina starfað við að aðstoða Covid-sjúklinga á vegum heilbrigðisþjónustunnar Northwell Health á Jewish Medical Center á Long Island.

Bólusetningin fór fram á fréttamannafundi með Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York ríkis. Var um að ræða bóluefni þróað af Pfizer. Í frétt Fox News er haft eftir Lindsay að henni liði „stórvel“.

Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, minnist á tímamótin á Twitter í dag þar sem hann skrifar: „Til hamingju Bandaríkin! Til hamingju heimur!“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×