Júlían tognaður aftan í læri og gæti misst af RIG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2020 16:31 Júlían þurfti að æfa við ansi þröngar aðstæður á tímum samkomubanns á þessu ári. Það gæti hafa leitt til þess að hann tognaði aftan í læri nýverið. VÍSIR/VILHELM Júlían J.K. Jóhannson, íþróttamaður ársins 2019 og heimsmethafi í réttstöðulyftu í sínum flokki, gæti misst af Reykjavík International Games sem hefjast eftir sjö vikur þar sem hann tognaði aftan í læri nýverið. Júlían hefur verið einkar óheppinn með meiðsli undanfarin ár, allavega þegar kemur að undirbúningi fyrir RIG. Hann fór yfir þetta á Twitter-síðu sinni í dag. Bæði 2016 og 2017 tognaði hann í brjóstvöðva skömmu fyrir mót. Árið 2018 var hann að glíma við tognun í miðbaki og í fyrra var þreyttur og meiddur. Undirbúningur undir Reykjavík International Games:2016: Tognaði í brjóstvöðva 2017: Tognaði í brjóstvöðva 2018: Tognaði í miðbaki 2019: þreyttur og meiddur2020: enn 7 vikur í mót en tognaði í brjóstvöðva í nóvember og tognaði í aftanlærisvöðva á föstudaginn.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020 Júlían er eins og áður sagði heimsmethafi í réttstöðulyftu í sínum þyngdarflokk ásamt því að eiga öll Íslandsmetin í sama flokki. Það er bekkpressu, hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðu. Hann stefnir enn á að taka þátt í mótinu þó tíminn verði að leiða í ljós hvort það gangi upp. „Ég alla vega stefni á að ná mótinu en erfitt að segja núna. Það eru alltaf nokkrar vikur sem en fara í að jafna sig þannig þetta kemur betur í ljós eftir því sem líður á mánuðinn. En þetta er tvísýnt núna en ég vona það besta. Þetta er svona eins og þríeykið segir ástandið er tvísýnt núna en þetta kemur betur í ljós á næstu sjö til tíu dögum,“ sagði Júlían í stuttu spjalli við Vísi. Júlían segir jafnframt frá því á Twitter að sennilega hafi margt spilað inn í og leitt til þess að hann tognaði. Nefnir hann slæma æfingaðstöðu og ómarkvissar æfingar vegna kórónufaraldursins sem og minni svefn en vanalega þar sem hann er nýbakaður faðir. Hann segist þó nokkuð sáttur með árið í heild sinni. Heilt yfir samt bara gott ár. Margir sigrar inn á milli. M.a. fyrrnefnt föðurhlutverk, tvö góð mót þar sem ég varð Íslandsmeistari í réttstöðulyftu og svo Íslandsmeistari í kraftlyftingum.Áfram gakk.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020 Kraftlyftingar Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Júlían hefur verið einkar óheppinn með meiðsli undanfarin ár, allavega þegar kemur að undirbúningi fyrir RIG. Hann fór yfir þetta á Twitter-síðu sinni í dag. Bæði 2016 og 2017 tognaði hann í brjóstvöðva skömmu fyrir mót. Árið 2018 var hann að glíma við tognun í miðbaki og í fyrra var þreyttur og meiddur. Undirbúningur undir Reykjavík International Games:2016: Tognaði í brjóstvöðva 2017: Tognaði í brjóstvöðva 2018: Tognaði í miðbaki 2019: þreyttur og meiddur2020: enn 7 vikur í mót en tognaði í brjóstvöðva í nóvember og tognaði í aftanlærisvöðva á föstudaginn.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020 Júlían er eins og áður sagði heimsmethafi í réttstöðulyftu í sínum þyngdarflokk ásamt því að eiga öll Íslandsmetin í sama flokki. Það er bekkpressu, hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðu. Hann stefnir enn á að taka þátt í mótinu þó tíminn verði að leiða í ljós hvort það gangi upp. „Ég alla vega stefni á að ná mótinu en erfitt að segja núna. Það eru alltaf nokkrar vikur sem en fara í að jafna sig þannig þetta kemur betur í ljós eftir því sem líður á mánuðinn. En þetta er tvísýnt núna en ég vona það besta. Þetta er svona eins og þríeykið segir ástandið er tvísýnt núna en þetta kemur betur í ljós á næstu sjö til tíu dögum,“ sagði Júlían í stuttu spjalli við Vísi. Júlían segir jafnframt frá því á Twitter að sennilega hafi margt spilað inn í og leitt til þess að hann tognaði. Nefnir hann slæma æfingaðstöðu og ómarkvissar æfingar vegna kórónufaraldursins sem og minni svefn en vanalega þar sem hann er nýbakaður faðir. Hann segist þó nokkuð sáttur með árið í heild sinni. Heilt yfir samt bara gott ár. Margir sigrar inn á milli. M.a. fyrrnefnt föðurhlutverk, tvö góð mót þar sem ég varð Íslandsmeistari í réttstöðulyftu og svo Íslandsmeistari í kraftlyftingum.Áfram gakk.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020
Kraftlyftingar Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira