„Þetta er algjört met, algjört met" Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. desember 2020 20:00 Sjaldan hafa eins margir listamenn verið með verk sín til sölu fyrir jólin í miðbæ Reykjavíkur og í ár. Formaður sambands íslenskra myndlistarmanna segir alla í spreng eftir að hafa verið einir á vinnustofum sínum í Covid. Á annað hundrað listamenn eru með verk sín til sölu á þremur sýningum í miðbæ Reykjavíkur nú fyrir jólin. Í dag var opnuð sýningin Bæ, bæ 2020 í Núllinu í Bankastræti þar sem 25 listamenn selja verk sín. Ennfremur verður hægt að sjá verkin á Instagram-síðu sýningarinnar. „Þetta er okkar leið til að kveðja árið með stæl. Þessi lægð í viðburðahaldi undanfarið hafði þau áhrif að mjög margir vildu vera með. Margir hafa líka setið á hugmyndum sem þeir hafa haft tækifæri til að vinna úr á þessu ári Svo hef ég tekið eftir að listmörkuðum yfir jólin hefur fjölgað,“ segir Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay skipuleggjandi sýningarinnar. Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay skipuleggjandi sýningarinnar og Logi Leó Gunnarsson listamaður að undirbúa Bæ, bæ 2020.Vísir/Egill Ríflega hundrað félagar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna eru með verk sín til sölu á sýningunni Kanill í gamla Kirkjuhúsinu. „Þetta er algjört met, algjört met, þó að það hafi verið jólasýningar þá hafa aldrei verið eins margar og núna eru allir að gera eitthvað skemmtilegt. Það eru allir komnir í spreng með að selja verk. Það er ekki nóg að vera bara á vinnustofunni og gera verkin. Þetta er búið að vera erfitt ár,“ segir Anna Eyjólfsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og myndhöggvari. Hún segir enn fremur að það hafi komið á óvart hversu vel verkin seljast. Verðin séu mismunandi. En það er hægt að gera afborgunarsamninga á vefsíðunni artotek.is. Anna Eyjólfsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og myndhöggvari segir að sjaldan eða aldrei hafi eins margir listamenn verið með verk sín til sölu fyrir jólin.Vísir/Egill Á þriðja tug listamanna eru svo með verk til sölu á sýningunni Flæði á Vesturgötu 17. „Við viljum styðja við fólk sé að kaupa list í jólagjöf og styðja við ungt listafólk sem hefur kannski misst tekjur í ár,“ segir Dorothea Olesen Halldórsdóttir annar stjórnandi Flæðis á Vesturgötu. Antonía Bergþórsdóttir og Dorothea Olesen Halldórsdóttir stjórnendur Flæðis á Vesturgötu.Vísir/Egill Hægt er að nálgast verkin á sýningunni Flæði á vefsíðunni Flaedi.com. Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Reykjavík Myndlist Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Á annað hundrað listamenn eru með verk sín til sölu á þremur sýningum í miðbæ Reykjavíkur nú fyrir jólin. Í dag var opnuð sýningin Bæ, bæ 2020 í Núllinu í Bankastræti þar sem 25 listamenn selja verk sín. Ennfremur verður hægt að sjá verkin á Instagram-síðu sýningarinnar. „Þetta er okkar leið til að kveðja árið með stæl. Þessi lægð í viðburðahaldi undanfarið hafði þau áhrif að mjög margir vildu vera með. Margir hafa líka setið á hugmyndum sem þeir hafa haft tækifæri til að vinna úr á þessu ári Svo hef ég tekið eftir að listmörkuðum yfir jólin hefur fjölgað,“ segir Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay skipuleggjandi sýningarinnar. Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay skipuleggjandi sýningarinnar og Logi Leó Gunnarsson listamaður að undirbúa Bæ, bæ 2020.Vísir/Egill Ríflega hundrað félagar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna eru með verk sín til sölu á sýningunni Kanill í gamla Kirkjuhúsinu. „Þetta er algjört met, algjört met, þó að það hafi verið jólasýningar þá hafa aldrei verið eins margar og núna eru allir að gera eitthvað skemmtilegt. Það eru allir komnir í spreng með að selja verk. Það er ekki nóg að vera bara á vinnustofunni og gera verkin. Þetta er búið að vera erfitt ár,“ segir Anna Eyjólfsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og myndhöggvari. Hún segir enn fremur að það hafi komið á óvart hversu vel verkin seljast. Verðin séu mismunandi. En það er hægt að gera afborgunarsamninga á vefsíðunni artotek.is. Anna Eyjólfsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og myndhöggvari segir að sjaldan eða aldrei hafi eins margir listamenn verið með verk sín til sölu fyrir jólin.Vísir/Egill Á þriðja tug listamanna eru svo með verk til sölu á sýningunni Flæði á Vesturgötu 17. „Við viljum styðja við fólk sé að kaupa list í jólagjöf og styðja við ungt listafólk sem hefur kannski misst tekjur í ár,“ segir Dorothea Olesen Halldórsdóttir annar stjórnandi Flæðis á Vesturgötu. Antonía Bergþórsdóttir og Dorothea Olesen Halldórsdóttir stjórnendur Flæðis á Vesturgötu.Vísir/Egill Hægt er að nálgast verkin á sýningunni Flæði á vefsíðunni Flaedi.com.
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Reykjavík Myndlist Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira