Opið bréf til Jon Bon Jovi Arna Pálsdóttir skrifar 15. desember 2020 09:30 Ég er einn mesti aðdáandi ´90 rokkballaða sem fyrir finnst. Einn af þeim sem trónir á toppnum þegar kemur að dramatískum slögurum frá níunda og tíunda áratugnum er Jon Bon Jovi. Það er eitthvað við dramatíkina sem ég gjörsamlega elska. Lögin eru heilu og hálfu handritin af örvæntingu og kvöl ungs manns sem grætur ástina sem hann eitt sinn átti en hefur nú misst. Svona tónlist er ekki lengur búin til. Í dag ná lög varla þremur heilum mínútum. Alvöru ´90 ballaða er rétt að byrja á þriðju mínútu. Við mægður förum oft í leik þegar við erum allar saman í bíl. Allir mega velja eitt lag og enginn má kvarta. Þegar þær eru allar búnar að velja sín lög er komið að mér. Að sjálfsögðu verður einhver sígild rokkballaða fyrir valinu sem nær góðum 6-10 mínútum. Það þýðir ekkert fyrir þær að kvarta, reglurnar eru skýrar. Ég á fjórar dætur og stundum þegar ég er alveg að bugast heima hjá mér segi ég við eldri dætur mínar að ég þurfti aðeins að skreppa og bið þær að passa þessar yngri. En ég þarf ekkert að fara neitt, ég er bara að fara að keyra um með tónlist í botni og öskursyngja. Þessum bílferðum hefur fjölgað á þessum síðustu og verstu tímum. Maður vinnur heima alla daga, mannleg samskipti fara flest fram í gegnum tölvuskjá og ofan á þetta allt saman koma unglingarnir heim úr skólanum fyrir hádegi og halda að ég sé þernan sem við höfum aldrei haft. Ég kemst ekki í ræktina! Get ekki farið í vinnuna! Fæ ekki tíma í klippingu! Ofan á þetta allt saman er ég ekki að borga af einni einustu utanlandsferð sem ég er þegar búin að gleyma því ég er að plana þá næstu! Þetta er bara allt svo erfitt. Ein af mínum uppáhalds ballöðum með Jon Bon Jovi er lagið I´ll be there for you frá árinu 1988. Það er eitthvað við dramatíkina og kvölina sem fær mig til að kikna í hnjánum. Það sem ég held þó mest upp á í laginu eru loforð mannsins um bót og betrun. Ég mæli með að þið keyrið lagið í gang áður en lengra er haldið. Þvílíkur moli. Ég sé týpuna svo vel fyrir mér. Síðhærður ungur maður (þetta var jú níundi áratugurinn), búinn að vera drukkinn frá því hann lauk grunnnámi, haldandi framhjá og eflaust ekki að velta fyrir sér aðstæðum á vinnumarkaði. Konan er farin og það er allt á niðurleið hjá okkar manni. Hann viðurkennir fúslega í laginu að hann hafi aldrei verið til staðar fyrir konuna sína og í raun verið alveg glataður í alla staði. En núna, núna (!), mun þetta allt breytast – af því núna, er hún farin. Við nánari skoðun er ekki að finna heila brú í þessum loforðum, hann skýtur langt yfir markið og manni finnst afskaplega hæpið að hann muni geta staðið við yfirlýst fyrirheit. Örvænting á það til að kosta okkur skynsemina. Við erum tilbúin að hugsa, segja og gera hvað sem er til að gera tilveruna betri. Við nálgumst þolmörkin í baráttu okkar við kórónuveiruna. Þetta er orðið svo ógeðsleg erfitt. Árið 2020 er orðin örvæntingafull og sjúklega löng ´90 rokkballaða. Þegar maður heldur að lagið sé að verða búið þá er bara næsti kafli að byrja sem er oftar en ekki dramatískari en sá sem var á undan (og gítarleikarinn er kominn upp á eitthvað fjall, ber að ofan, að spila sóló). Við erum Jon Bon Jovi og stelpan í laginu er lífið sem við áttum fyrir covid og tókum sem sjálfsögðu. Við eigum ekkert í hendi nema líðandi stund og ákvarðanir okkar. Förum vel með það sem við eigum. Týnum ekki skynseminni í örvæntingunni. Betri tíð er handan við hornið! Kæri Jon Bon Jovi. Þú þarft ekki að stela sólinni, breyta þér í vín eða deyja fyrir ástina. Vertu raunsær. Kona vill mann sem er heiðarlegur og til staðar. Fáðu þér vinnu, hættu að drekka og síðast en ekki síst, ekki vera deli. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég er einn mesti aðdáandi ´90 rokkballaða sem fyrir finnst. Einn af þeim sem trónir á toppnum þegar kemur að dramatískum slögurum frá níunda og tíunda áratugnum er Jon Bon Jovi. Það er eitthvað við dramatíkina sem ég gjörsamlega elska. Lögin eru heilu og hálfu handritin af örvæntingu og kvöl ungs manns sem grætur ástina sem hann eitt sinn átti en hefur nú misst. Svona tónlist er ekki lengur búin til. Í dag ná lög varla þremur heilum mínútum. Alvöru ´90 ballaða er rétt að byrja á þriðju mínútu. Við mægður förum oft í leik þegar við erum allar saman í bíl. Allir mega velja eitt lag og enginn má kvarta. Þegar þær eru allar búnar að velja sín lög er komið að mér. Að sjálfsögðu verður einhver sígild rokkballaða fyrir valinu sem nær góðum 6-10 mínútum. Það þýðir ekkert fyrir þær að kvarta, reglurnar eru skýrar. Ég á fjórar dætur og stundum þegar ég er alveg að bugast heima hjá mér segi ég við eldri dætur mínar að ég þurfti aðeins að skreppa og bið þær að passa þessar yngri. En ég þarf ekkert að fara neitt, ég er bara að fara að keyra um með tónlist í botni og öskursyngja. Þessum bílferðum hefur fjölgað á þessum síðustu og verstu tímum. Maður vinnur heima alla daga, mannleg samskipti fara flest fram í gegnum tölvuskjá og ofan á þetta allt saman koma unglingarnir heim úr skólanum fyrir hádegi og halda að ég sé þernan sem við höfum aldrei haft. Ég kemst ekki í ræktina! Get ekki farið í vinnuna! Fæ ekki tíma í klippingu! Ofan á þetta allt saman er ég ekki að borga af einni einustu utanlandsferð sem ég er þegar búin að gleyma því ég er að plana þá næstu! Þetta er bara allt svo erfitt. Ein af mínum uppáhalds ballöðum með Jon Bon Jovi er lagið I´ll be there for you frá árinu 1988. Það er eitthvað við dramatíkina og kvölina sem fær mig til að kikna í hnjánum. Það sem ég held þó mest upp á í laginu eru loforð mannsins um bót og betrun. Ég mæli með að þið keyrið lagið í gang áður en lengra er haldið. Þvílíkur moli. Ég sé týpuna svo vel fyrir mér. Síðhærður ungur maður (þetta var jú níundi áratugurinn), búinn að vera drukkinn frá því hann lauk grunnnámi, haldandi framhjá og eflaust ekki að velta fyrir sér aðstæðum á vinnumarkaði. Konan er farin og það er allt á niðurleið hjá okkar manni. Hann viðurkennir fúslega í laginu að hann hafi aldrei verið til staðar fyrir konuna sína og í raun verið alveg glataður í alla staði. En núna, núna (!), mun þetta allt breytast – af því núna, er hún farin. Við nánari skoðun er ekki að finna heila brú í þessum loforðum, hann skýtur langt yfir markið og manni finnst afskaplega hæpið að hann muni geta staðið við yfirlýst fyrirheit. Örvænting á það til að kosta okkur skynsemina. Við erum tilbúin að hugsa, segja og gera hvað sem er til að gera tilveruna betri. Við nálgumst þolmörkin í baráttu okkar við kórónuveiruna. Þetta er orðið svo ógeðsleg erfitt. Árið 2020 er orðin örvæntingafull og sjúklega löng ´90 rokkballaða. Þegar maður heldur að lagið sé að verða búið þá er bara næsti kafli að byrja sem er oftar en ekki dramatískari en sá sem var á undan (og gítarleikarinn er kominn upp á eitthvað fjall, ber að ofan, að spila sóló). Við erum Jon Bon Jovi og stelpan í laginu er lífið sem við áttum fyrir covid og tókum sem sjálfsögðu. Við eigum ekkert í hendi nema líðandi stund og ákvarðanir okkar. Förum vel með það sem við eigum. Týnum ekki skynseminni í örvæntingunni. Betri tíð er handan við hornið! Kæri Jon Bon Jovi. Þú þarft ekki að stela sólinni, breyta þér í vín eða deyja fyrir ástina. Vertu raunsær. Kona vill mann sem er heiðarlegur og til staðar. Fáðu þér vinnu, hættu að drekka og síðast en ekki síst, ekki vera deli. Höfundur er lögfræðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun