Opið bréf til Jon Bon Jovi Arna Pálsdóttir skrifar 15. desember 2020 09:30 Ég er einn mesti aðdáandi ´90 rokkballaða sem fyrir finnst. Einn af þeim sem trónir á toppnum þegar kemur að dramatískum slögurum frá níunda og tíunda áratugnum er Jon Bon Jovi. Það er eitthvað við dramatíkina sem ég gjörsamlega elska. Lögin eru heilu og hálfu handritin af örvæntingu og kvöl ungs manns sem grætur ástina sem hann eitt sinn átti en hefur nú misst. Svona tónlist er ekki lengur búin til. Í dag ná lög varla þremur heilum mínútum. Alvöru ´90 ballaða er rétt að byrja á þriðju mínútu. Við mægður förum oft í leik þegar við erum allar saman í bíl. Allir mega velja eitt lag og enginn má kvarta. Þegar þær eru allar búnar að velja sín lög er komið að mér. Að sjálfsögðu verður einhver sígild rokkballaða fyrir valinu sem nær góðum 6-10 mínútum. Það þýðir ekkert fyrir þær að kvarta, reglurnar eru skýrar. Ég á fjórar dætur og stundum þegar ég er alveg að bugast heima hjá mér segi ég við eldri dætur mínar að ég þurfti aðeins að skreppa og bið þær að passa þessar yngri. En ég þarf ekkert að fara neitt, ég er bara að fara að keyra um með tónlist í botni og öskursyngja. Þessum bílferðum hefur fjölgað á þessum síðustu og verstu tímum. Maður vinnur heima alla daga, mannleg samskipti fara flest fram í gegnum tölvuskjá og ofan á þetta allt saman koma unglingarnir heim úr skólanum fyrir hádegi og halda að ég sé þernan sem við höfum aldrei haft. Ég kemst ekki í ræktina! Get ekki farið í vinnuna! Fæ ekki tíma í klippingu! Ofan á þetta allt saman er ég ekki að borga af einni einustu utanlandsferð sem ég er þegar búin að gleyma því ég er að plana þá næstu! Þetta er bara allt svo erfitt. Ein af mínum uppáhalds ballöðum með Jon Bon Jovi er lagið I´ll be there for you frá árinu 1988. Það er eitthvað við dramatíkina og kvölina sem fær mig til að kikna í hnjánum. Það sem ég held þó mest upp á í laginu eru loforð mannsins um bót og betrun. Ég mæli með að þið keyrið lagið í gang áður en lengra er haldið. Þvílíkur moli. Ég sé týpuna svo vel fyrir mér. Síðhærður ungur maður (þetta var jú níundi áratugurinn), búinn að vera drukkinn frá því hann lauk grunnnámi, haldandi framhjá og eflaust ekki að velta fyrir sér aðstæðum á vinnumarkaði. Konan er farin og það er allt á niðurleið hjá okkar manni. Hann viðurkennir fúslega í laginu að hann hafi aldrei verið til staðar fyrir konuna sína og í raun verið alveg glataður í alla staði. En núna, núna (!), mun þetta allt breytast – af því núna, er hún farin. Við nánari skoðun er ekki að finna heila brú í þessum loforðum, hann skýtur langt yfir markið og manni finnst afskaplega hæpið að hann muni geta staðið við yfirlýst fyrirheit. Örvænting á það til að kosta okkur skynsemina. Við erum tilbúin að hugsa, segja og gera hvað sem er til að gera tilveruna betri. Við nálgumst þolmörkin í baráttu okkar við kórónuveiruna. Þetta er orðið svo ógeðsleg erfitt. Árið 2020 er orðin örvæntingafull og sjúklega löng ´90 rokkballaða. Þegar maður heldur að lagið sé að verða búið þá er bara næsti kafli að byrja sem er oftar en ekki dramatískari en sá sem var á undan (og gítarleikarinn er kominn upp á eitthvað fjall, ber að ofan, að spila sóló). Við erum Jon Bon Jovi og stelpan í laginu er lífið sem við áttum fyrir covid og tókum sem sjálfsögðu. Við eigum ekkert í hendi nema líðandi stund og ákvarðanir okkar. Förum vel með það sem við eigum. Týnum ekki skynseminni í örvæntingunni. Betri tíð er handan við hornið! Kæri Jon Bon Jovi. Þú þarft ekki að stela sólinni, breyta þér í vín eða deyja fyrir ástina. Vertu raunsær. Kona vill mann sem er heiðarlegur og til staðar. Fáðu þér vinnu, hættu að drekka og síðast en ekki síst, ekki vera deli. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Sjá meira
Ég er einn mesti aðdáandi ´90 rokkballaða sem fyrir finnst. Einn af þeim sem trónir á toppnum þegar kemur að dramatískum slögurum frá níunda og tíunda áratugnum er Jon Bon Jovi. Það er eitthvað við dramatíkina sem ég gjörsamlega elska. Lögin eru heilu og hálfu handritin af örvæntingu og kvöl ungs manns sem grætur ástina sem hann eitt sinn átti en hefur nú misst. Svona tónlist er ekki lengur búin til. Í dag ná lög varla þremur heilum mínútum. Alvöru ´90 ballaða er rétt að byrja á þriðju mínútu. Við mægður förum oft í leik þegar við erum allar saman í bíl. Allir mega velja eitt lag og enginn má kvarta. Þegar þær eru allar búnar að velja sín lög er komið að mér. Að sjálfsögðu verður einhver sígild rokkballaða fyrir valinu sem nær góðum 6-10 mínútum. Það þýðir ekkert fyrir þær að kvarta, reglurnar eru skýrar. Ég á fjórar dætur og stundum þegar ég er alveg að bugast heima hjá mér segi ég við eldri dætur mínar að ég þurfti aðeins að skreppa og bið þær að passa þessar yngri. En ég þarf ekkert að fara neitt, ég er bara að fara að keyra um með tónlist í botni og öskursyngja. Þessum bílferðum hefur fjölgað á þessum síðustu og verstu tímum. Maður vinnur heima alla daga, mannleg samskipti fara flest fram í gegnum tölvuskjá og ofan á þetta allt saman koma unglingarnir heim úr skólanum fyrir hádegi og halda að ég sé þernan sem við höfum aldrei haft. Ég kemst ekki í ræktina! Get ekki farið í vinnuna! Fæ ekki tíma í klippingu! Ofan á þetta allt saman er ég ekki að borga af einni einustu utanlandsferð sem ég er þegar búin að gleyma því ég er að plana þá næstu! Þetta er bara allt svo erfitt. Ein af mínum uppáhalds ballöðum með Jon Bon Jovi er lagið I´ll be there for you frá árinu 1988. Það er eitthvað við dramatíkina og kvölina sem fær mig til að kikna í hnjánum. Það sem ég held þó mest upp á í laginu eru loforð mannsins um bót og betrun. Ég mæli með að þið keyrið lagið í gang áður en lengra er haldið. Þvílíkur moli. Ég sé týpuna svo vel fyrir mér. Síðhærður ungur maður (þetta var jú níundi áratugurinn), búinn að vera drukkinn frá því hann lauk grunnnámi, haldandi framhjá og eflaust ekki að velta fyrir sér aðstæðum á vinnumarkaði. Konan er farin og það er allt á niðurleið hjá okkar manni. Hann viðurkennir fúslega í laginu að hann hafi aldrei verið til staðar fyrir konuna sína og í raun verið alveg glataður í alla staði. En núna, núna (!), mun þetta allt breytast – af því núna, er hún farin. Við nánari skoðun er ekki að finna heila brú í þessum loforðum, hann skýtur langt yfir markið og manni finnst afskaplega hæpið að hann muni geta staðið við yfirlýst fyrirheit. Örvænting á það til að kosta okkur skynsemina. Við erum tilbúin að hugsa, segja og gera hvað sem er til að gera tilveruna betri. Við nálgumst þolmörkin í baráttu okkar við kórónuveiruna. Þetta er orðið svo ógeðsleg erfitt. Árið 2020 er orðin örvæntingafull og sjúklega löng ´90 rokkballaða. Þegar maður heldur að lagið sé að verða búið þá er bara næsti kafli að byrja sem er oftar en ekki dramatískari en sá sem var á undan (og gítarleikarinn er kominn upp á eitthvað fjall, ber að ofan, að spila sóló). Við erum Jon Bon Jovi og stelpan í laginu er lífið sem við áttum fyrir covid og tókum sem sjálfsögðu. Við eigum ekkert í hendi nema líðandi stund og ákvarðanir okkar. Förum vel með það sem við eigum. Týnum ekki skynseminni í örvæntingunni. Betri tíð er handan við hornið! Kæri Jon Bon Jovi. Þú þarft ekki að stela sólinni, breyta þér í vín eða deyja fyrir ástina. Vertu raunsær. Kona vill mann sem er heiðarlegur og til staðar. Fáðu þér vinnu, hættu að drekka og síðast en ekki síst, ekki vera deli. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar