Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2020 06:59 Viðbúnaður hefur verið aukinn og nýjar reglur tekið gildi eftir aukinn fjölda smita í Bretlandi. epa/Andy Rain Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. Frá þessu greinir Guardian og hefur eftir Hancock að umrætt afbrigði hafi breiðst hraðar út en þau sem fyrir voru en afar ólíklegt sé að bóluefnin sem hafa verið þróuð gegn veirunni vinni ekki líka gegn nýja afbrigðinu. Að sögn Chris Witty, aðal heilbrigðisráðgjafa stjórnvalda, er ekkert sem bendir til þess að nýja afbrigðið sé hættulegra en önnur og það finnist við hefðbundna skimun. Þá sagði hann í gær að uppgötvun þess væri ekki ástæða aukins viðbúnaðar vegna Covid-19 faraldursins. Samkvæmt Guardian segja vísindamenn að koma muni í ljós hvort uppgötvun nýja afbrigðisins muni hafa áhrif á bólusetningar. Wendy Barcley, prófessor við Imperial College London og meðlimur ráðgjafahóps ríkisstjórnarinnar í neyðartilvikum (SAGE) segir afbrigðið búa yfir stökkbreytingum á svokölluðum bindiprótínum en mörg bóluefnanna virka einmitt á umrædd prótín. Hún segir rannsóknir á næstu vikum munu leiða í ljós hvort stökkbreytingarnar hafa áhrif á virkni bóluefnanna. „Þetta er mögulega alvarlegt; eftirlit og rannsóknir verða að halda áfram og við verðum að taka nauðsynleg skref til að vera á undan veirunni,“ sagði Jeremy Farrar, framkvæmdastjóri Wellcome Trust. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sagði stofnunina eiga í samskiptum við breska sérfræðinga vegna afbrigðisins en enn sem komið er benti ekkert til þess að það hegðaði sér öðruvísi. Frétt Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Frá þessu greinir Guardian og hefur eftir Hancock að umrætt afbrigði hafi breiðst hraðar út en þau sem fyrir voru en afar ólíklegt sé að bóluefnin sem hafa verið þróuð gegn veirunni vinni ekki líka gegn nýja afbrigðinu. Að sögn Chris Witty, aðal heilbrigðisráðgjafa stjórnvalda, er ekkert sem bendir til þess að nýja afbrigðið sé hættulegra en önnur og það finnist við hefðbundna skimun. Þá sagði hann í gær að uppgötvun þess væri ekki ástæða aukins viðbúnaðar vegna Covid-19 faraldursins. Samkvæmt Guardian segja vísindamenn að koma muni í ljós hvort uppgötvun nýja afbrigðisins muni hafa áhrif á bólusetningar. Wendy Barcley, prófessor við Imperial College London og meðlimur ráðgjafahóps ríkisstjórnarinnar í neyðartilvikum (SAGE) segir afbrigðið búa yfir stökkbreytingum á svokölluðum bindiprótínum en mörg bóluefnanna virka einmitt á umrædd prótín. Hún segir rannsóknir á næstu vikum munu leiða í ljós hvort stökkbreytingarnar hafa áhrif á virkni bóluefnanna. „Þetta er mögulega alvarlegt; eftirlit og rannsóknir verða að halda áfram og við verðum að taka nauðsynleg skref til að vera á undan veirunni,“ sagði Jeremy Farrar, framkvæmdastjóri Wellcome Trust. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sagði stofnunina eiga í samskiptum við breska sérfræðinga vegna afbrigðisins en enn sem komið er benti ekkert til þess að það hegðaði sér öðruvísi. Frétt Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira