Fimmtíu gráum skuggum varpað á hálendi Íslands Tómas Ellert Tómasson skrifar 16. desember 2020 07:30 Frumvarp umhverfisráðherra til laga um Hálendisþjóðgarð í boði ríkisstjórnar Íslands mun seint geta talist til rómantískrar og ómótstæðilegrar lesningar. Fimmtíu blaðsíðna lagafrumvarpið ásamt greinargerð með frumvarpinu, þar sem orðið „ráðherra“ kemur 75 sinnum fyrir, varpar að minnsta kosti fimmtíu skuggum á samstöðu þjóðarinnar um yfirráða- og umgengnisrétt hálendisins. Samþykkt í óbreyttri eða lítið breyttri mynd mun það sitja í þjóðinni um ókomna tíð. Gráu skuggarnir Allur almenningur hefur skilning á því að bera skuli virðingu fyrir hálendinu, njóta þess, ganga vel um það og nýta það á skynsamlegan hátt. Frumvarpið sem nú er lagt fram af umhverfisráðherra ber ekki saman við skilning almennings. Í átta köflum frumvarpsins og greinargerðinni sem fylgir má finna á fimmtíu blaðsíðum svaðalegar lýsingar á hugarórum umhverfisráðherra, forseta Alþingis og kammerötum í VG. Af greinargerðinni má einnig draga þá ályktun að lítið sem ekkert tillit hafi verið tekið til athugasemda og ábendinga sveitarfélaga, sérfræðinga og almennings við fyrirkomulag fyrirhugaðs Hálendisþjóðgarðs. Framlagning frumvarpsins á Alþingi fór heldur ekki vel af stað. Það var dapurlegt að sjá forseta Alþingis í ræðustól mæla með frumvarpinu með gamalkunnugum hætti, veifandi höndum og öskrandi með niðrandi hætti, að einungis „grenjandi minnihluti“ væri andsnúinn frumvarpinu. Hátterni sem ekki sæmir forseta Alþingis og er skýrt brot á siðareglum alþingismanna, en þar segir meðal annars að: „Alþingismenn skuli sem þjóðkjörnir fulltrúar ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni“. Klúður, trúður! Það er ljóst að útfærslan á háleitum markmiðum frumvarpsins í tíu liðum, hefur gjörsamlega mislukkast og að óþægilega margar af greinunum í frumvarpinu orka mjög tvímælis. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að umhverfisráðherra geti með reglugerð sett reglur af eigin geðþótta: „um dvöl, umgengni og umferð í Hálendisþjóðgarði, þ.m.t. tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja í þjóðgarðinum“. Auk þessa er ráðherra: „heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum þjóðgarðsins allt árið um kring eða á tilteknum tímum ársins“. Þær eru fleiri greinarnar sem orka tvímælis í frumvarpinu og margar þeirra bera þess merki að lítið hafi verið tekið mark á þeim ábendingum og athugasemdum sem þó komu fram í hinu svokallaða samráðsferli. Í þeim greinum lagafrumvarpsins þar sem fjallað er um stjórnun, eignarhald, valdheimildir, boð og bönn o.s.frv. kemur fram stjórnlyndi af stærðargráðu sem ekki hefur áður sést hér á landi. Frumvarpið í þeirri mynd sem að það er nú, varpar fimmtíu blaðsíðna skuggum á hálendi Íslands. Algjört klúður, trúður! Nú er mál að linni Samstöðu þjóðar um hálendi Íslands var fórnað í upphafi kjörtímabils vegna ásóknar breyskra manna í völd, breyskra manna sem samþykktu í stjórnarsáttmála að flýta stofnun Hálendisþjóðgarðs, hvernig sem það yrði gert og hvað sem það kostaði, í skiptum fyrir nokkra ráðherrastóla - og bílstjóra. Þetta eldfima samband stjórnarflokkana hefur þróast líkt og önnur eldfim sambönd vanalega þróast. Þegar líður á slík sambönd, að þá uppgötvar fólk æði margt um sínar eigin þrár og þau myrku leyndarmál sem hinn aðilinn í sambandinu býr yfir. Nú eru hin myrku leyndarmál eins samstarfsflokksins í ríkistjórninni smám saman að opinberast eitt af öðru fyrir hinum ríkisstjórnarflokkunum. Þrá meðlima hinna ríkisstjórnarflokkanna hlýtur þá að vera sú að koma sér út úr þessu eldfima ástarsambandi sem fyrst, áður en stuðningur almennings við þá fuðrar upp. Stjórnlyndið og þær takmarkanir á athafnafrelsi sem kemur fram í þessu lagafrumvarpi sem og öðrum furðufrumvörpum sem koma nú á færibandi frá fylgjendum forseta Alþingis til afgreiðslu þingsins, ættu að vekja með hinum á stjórnarheimilinu þær hugsanir, að nú sé mál að linni í ríkisstjórnarsamstarfinu svo landsmenn þurfi ekki að horfa uppá þessa sorgarsögu lengur. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Hálendisþjóðgarður Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp umhverfisráðherra til laga um Hálendisþjóðgarð í boði ríkisstjórnar Íslands mun seint geta talist til rómantískrar og ómótstæðilegrar lesningar. Fimmtíu blaðsíðna lagafrumvarpið ásamt greinargerð með frumvarpinu, þar sem orðið „ráðherra“ kemur 75 sinnum fyrir, varpar að minnsta kosti fimmtíu skuggum á samstöðu þjóðarinnar um yfirráða- og umgengnisrétt hálendisins. Samþykkt í óbreyttri eða lítið breyttri mynd mun það sitja í þjóðinni um ókomna tíð. Gráu skuggarnir Allur almenningur hefur skilning á því að bera skuli virðingu fyrir hálendinu, njóta þess, ganga vel um það og nýta það á skynsamlegan hátt. Frumvarpið sem nú er lagt fram af umhverfisráðherra ber ekki saman við skilning almennings. Í átta köflum frumvarpsins og greinargerðinni sem fylgir má finna á fimmtíu blaðsíðum svaðalegar lýsingar á hugarórum umhverfisráðherra, forseta Alþingis og kammerötum í VG. Af greinargerðinni má einnig draga þá ályktun að lítið sem ekkert tillit hafi verið tekið til athugasemda og ábendinga sveitarfélaga, sérfræðinga og almennings við fyrirkomulag fyrirhugaðs Hálendisþjóðgarðs. Framlagning frumvarpsins á Alþingi fór heldur ekki vel af stað. Það var dapurlegt að sjá forseta Alþingis í ræðustól mæla með frumvarpinu með gamalkunnugum hætti, veifandi höndum og öskrandi með niðrandi hætti, að einungis „grenjandi minnihluti“ væri andsnúinn frumvarpinu. Hátterni sem ekki sæmir forseta Alþingis og er skýrt brot á siðareglum alþingismanna, en þar segir meðal annars að: „Alþingismenn skuli sem þjóðkjörnir fulltrúar ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni“. Klúður, trúður! Það er ljóst að útfærslan á háleitum markmiðum frumvarpsins í tíu liðum, hefur gjörsamlega mislukkast og að óþægilega margar af greinunum í frumvarpinu orka mjög tvímælis. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að umhverfisráðherra geti með reglugerð sett reglur af eigin geðþótta: „um dvöl, umgengni og umferð í Hálendisþjóðgarði, þ.m.t. tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja í þjóðgarðinum“. Auk þessa er ráðherra: „heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum þjóðgarðsins allt árið um kring eða á tilteknum tímum ársins“. Þær eru fleiri greinarnar sem orka tvímælis í frumvarpinu og margar þeirra bera þess merki að lítið hafi verið tekið mark á þeim ábendingum og athugasemdum sem þó komu fram í hinu svokallaða samráðsferli. Í þeim greinum lagafrumvarpsins þar sem fjallað er um stjórnun, eignarhald, valdheimildir, boð og bönn o.s.frv. kemur fram stjórnlyndi af stærðargráðu sem ekki hefur áður sést hér á landi. Frumvarpið í þeirri mynd sem að það er nú, varpar fimmtíu blaðsíðna skuggum á hálendi Íslands. Algjört klúður, trúður! Nú er mál að linni Samstöðu þjóðar um hálendi Íslands var fórnað í upphafi kjörtímabils vegna ásóknar breyskra manna í völd, breyskra manna sem samþykktu í stjórnarsáttmála að flýta stofnun Hálendisþjóðgarðs, hvernig sem það yrði gert og hvað sem það kostaði, í skiptum fyrir nokkra ráðherrastóla - og bílstjóra. Þetta eldfima samband stjórnarflokkana hefur þróast líkt og önnur eldfim sambönd vanalega þróast. Þegar líður á slík sambönd, að þá uppgötvar fólk æði margt um sínar eigin þrár og þau myrku leyndarmál sem hinn aðilinn í sambandinu býr yfir. Nú eru hin myrku leyndarmál eins samstarfsflokksins í ríkistjórninni smám saman að opinberast eitt af öðru fyrir hinum ríkisstjórnarflokkunum. Þrá meðlima hinna ríkisstjórnarflokkanna hlýtur þá að vera sú að koma sér út úr þessu eldfima ástarsambandi sem fyrst, áður en stuðningur almennings við þá fuðrar upp. Stjórnlyndið og þær takmarkanir á athafnafrelsi sem kemur fram í þessu lagafrumvarpi sem og öðrum furðufrumvörpum sem koma nú á færibandi frá fylgjendum forseta Alþingis til afgreiðslu þingsins, ættu að vekja með hinum á stjórnarheimilinu þær hugsanir, að nú sé mál að linni í ríkisstjórnarsamstarfinu svo landsmenn þurfi ekki að horfa uppá þessa sorgarsögu lengur. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun