Hrafnista biðlar til ættingja að „leggja eigin hagsmuni til hliðar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 08:46 Íbúar mega aðeins fá tvo gesti í heimsókn á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Vísir/Vilhelm Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa gefið út tilmæli til hjúkrunarheimila þar sem mælt er gegn því að íbúar fari útaf heimilunum til að dvelja hjá ættingjum yfir hátíðarnar. Ef íbúi fer út þarf hann að fara í sóttkví í 5 daga á heimilinu þar sem hann hyggst dvelja og þarf svo að fara í skimun og fá neikvæða niðurstöðu áður en hann getur fengið heimild til að koma aftur inn á hjúkrunarheimilið. Þetta kemur fram í erindi sem Hrafnista sendi á íbúa og aðstandendur. „Við biðlum til ættingja að leggja eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar,“ segir í upphafi bréfsins. Þar segir að ljóst sé að jólahátíðin verði ekki með hefðubundnu sniði í ár en allt verði gert til að gera hana sem hátíðlegasta og notalegasta fyrir íbúa. „Sóttvarnaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að við „höldum þetta út“ og búum til okkar eigin „jólakúlu/jólavini“, þar sem einstaklingar velji sér þá sem þeim finnst mikilvægast að hafa samskipti við um hátíðarnar. Þetta þurfum við á Hrafnistu einnig að hafa í huga. Því miður verður því ekki hægt að bjóða maka eða öðrum ættingjum að borða með íbúanum á aðfangadagskvöld eða hina jóladagana. Það sama á við um gamlársdag og nýársdag,“ segir í bréfinu. Þar segir einnig að tveir gestir megi heimsækja hvern íbúa aðfangadag, jóladag og annan í jólum; sömu tveir gestir þessa þrjá daga. Þá megi börn undir 18 ára koma í heimsókn en þá teljist þeir annar af þessum tveimur gestum. Allir þurfi að bera andlitsgrímu en taugrímur séu óheimilar. Heimilt sé að fara með íbúa út í göngutúr en ekki í bíltúr eða heimsóknir annað. Tengd skjöl Bref_til_adstandendaPDF234KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Ef íbúi fer út þarf hann að fara í sóttkví í 5 daga á heimilinu þar sem hann hyggst dvelja og þarf svo að fara í skimun og fá neikvæða niðurstöðu áður en hann getur fengið heimild til að koma aftur inn á hjúkrunarheimilið. Þetta kemur fram í erindi sem Hrafnista sendi á íbúa og aðstandendur. „Við biðlum til ættingja að leggja eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar,“ segir í upphafi bréfsins. Þar segir að ljóst sé að jólahátíðin verði ekki með hefðubundnu sniði í ár en allt verði gert til að gera hana sem hátíðlegasta og notalegasta fyrir íbúa. „Sóttvarnaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að við „höldum þetta út“ og búum til okkar eigin „jólakúlu/jólavini“, þar sem einstaklingar velji sér þá sem þeim finnst mikilvægast að hafa samskipti við um hátíðarnar. Þetta þurfum við á Hrafnistu einnig að hafa í huga. Því miður verður því ekki hægt að bjóða maka eða öðrum ættingjum að borða með íbúanum á aðfangadagskvöld eða hina jóladagana. Það sama á við um gamlársdag og nýársdag,“ segir í bréfinu. Þar segir einnig að tveir gestir megi heimsækja hvern íbúa aðfangadag, jóladag og annan í jólum; sömu tveir gestir þessa þrjá daga. Þá megi börn undir 18 ára koma í heimsókn en þá teljist þeir annar af þessum tveimur gestum. Allir þurfi að bera andlitsgrímu en taugrímur séu óheimilar. Heimilt sé að fara með íbúa út í göngutúr en ekki í bíltúr eða heimsóknir annað. Tengd skjöl Bref_til_adstandendaPDF234KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira