„Ef Lars vill vera eitthvað með þá eigum við að nýta það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2020 10:00 Lars Lagerbäck á blaðamannafundi sem landsliðsþjálfari Íslands. EPA/PETER SCHNEIDER Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G. ræddu mögulega aðkomu Lars Lagerbäck að íslenska fótboltalandsliðinu á nýjan leik í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. Lars Lagerbäck hefur hafnað tilboði um að taka við landsliði Sameinuðu arabísku furstadæmanna en hann hefur líka verið orðaður við starf tæknilega ráðgjafa hjá íslensku landsliðunum. Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag ræddu aðeins Lars Lagerbäck í tengslum við framtíð íslenska fótboltalandsliðsins. Rikki G. er sannfærður um að Lars hafi hafnað alvöru peningatilboði hjá Sameinuðu furstadæmunum. „Lars hefur margoft sýnt það að peningar skipta hann greinilega engu máli. Hann kom til að þjálfa Ísland í mörg ár og það þarf enginn að segja mér að hann hafi ekki verið með tilboð annars staðar frá fyrir helmingi meiri pening. Ef hann er að hafna því að fara í sandinn og skófla inn seðlum í nokkra vörubíla og keyra þá á búgarðinn hans í Svíþjóð þá er hann bara nokkuð vel settur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Nægjusæmur gæi „Ég hef það á tilfinningunni að Lars sé svona nægjusæmur gæi. Það skiptir hann ekki máli að bæta við einhverjum extra milljónum. Hann hefur allt sem hann þarf og vill bara gera það sem hann vill,“ sagði Henry Birgir. „Gefa þessar fréttir því byr undir báða vængi að hann sé í viðræðum við KSÍ og að það sá raunverulega möguleiki á góðri endurkomu,“ spurði Rikki G. „Hann hefur sjálfur sagt að hann ætlaði að hætta þegar hann hætti með Ísland. Þegar hann byrjaði með Ísland þá var það ákveðin endurkoma og hann langaði að gera eitthvað spennandi áður en hann hætti. Noregur var álíka spennandi sem dróg hann aftur af stað. Ég held að hann sé ekkert í þessu nema ef verkefnið sé rétt,“ sagði Henry Birgir. „Ég held að þetta sé ekki mest spennandi landslið í heiminum með fullri virðingu fyrir öllum furstunum sem eru að hlusta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Alltaf spennandi að fá útborgað „Við skulum samt átta okkur á því að það er alltaf spennandi að fá útborgað,“ sagði Rikki G. en Kjartan Atli skaut strax inn í. „Ég held samt að eftir því sem árin líða þá verði það minna spennandi og hann er kominn yfir sjötugt,“ sagði Kjartan Atli. „Hann er ekki að hringja 28. hvers mánaðar og biðja um yfirdrátt. Ég held að Lalli sé alveg í fínum málum,“ sagði Henry Birgir. Rikki G. heyrði það að það væri verið að hugsa Lars Lagerbäck sem tæknilegan ráðgjafa og sagði frá því í Sportinu í síðustu viku. „Ef hann er að koma á annað borð á hann ekki þá bara að fara að þjálfa liðið,“ spurði Rikki. „Snýst þetta ekki bara um hvað hann vill gera. Ef hann vill ekki þjálfa þá eigum við ekki að vera að pína hann í að þjálfa. Ef hann vill þjálfa þá eigum við að sjálfsögðu að skoða þann möguleika. Ef hann vill leggja hönd á plóg og vera tæknilegur ráðgjafi þá eigum við að þiggja það,“ sagði Henry Birgir. Annað er galið „Ef Lars vill vera eitthvað með þá eigum við að nýta það. Annað er galið,“ sagði Henry Birgir. En væri Lars þá að fara í starf Arnars Þórs Viðarssonar sem yfirmaður knattspyrnumála ef Arnar Þór verður ráðinn sem landsliðsþjálfari? „Ég veit alveg hvað ‚budgetið' er á bak við það starf og það er ekki mikið,“ sagði Rikki G. „Ég held að hann verði þá bara tæknilegur ráðgjafi fyrir landsliðið en verði ekki að sjá um heildarmyndina. Honum er eflaust drullusama þannig séð um einhver yngri landslið eða að vera að halda eitthvað utan um það. Hann kemur með sína punkta en ég held að hann sé ekki að nenna því að vera á Blönduósi klukkan níu á laugardagsmorgni,“ sagði Henry Birgir. Það má heyra allt spjallið um Lars Lagerbäck í þættinum sem er allur aðgengilegur ofar í fréttinni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2022 í Katar Sportið í dag Tengdar fréttir Lars þegar búinn að hafna einu landsliðsþjálfarastarfi Lars Lagerbäck hafnaði tilboði um að taka við landsliði Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 15. desember 2020 08:00 Ari Freyr vill sjá Lars taka við landsliðinu og stefnir sjálfur til Svíþjóðar Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason segist vilja sjá Lars Lagerbäck sem næsta þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Vinstri bakvörðurinn segist vera skoða sín mál og það komi til greina að spila í Svíþjóð á nýjan leik. 12. desember 2020 12:31 Sagði Lars „sænska risaeðlu“ og ákvörðun norska sambandsins skiljanlega Norskur blaðamaður var ekki par hrifinn af Lars Lagerbäck sem þjálfara norska landsliðsins. 8. desember 2020 09:01 Vill sjá Lars Lagerbäck sem yfirþjálfara beggja landsliðanna Það stefnir allt í það að bæði íslensku landsliðin verði án þjálfara eftir daginn í dag og tvöföld þjálfaraleit því í gangi í jólamánuðinum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. 8. desember 2020 08:01 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Lars Lagerbäck hefur hafnað tilboði um að taka við landsliði Sameinuðu arabísku furstadæmanna en hann hefur líka verið orðaður við starf tæknilega ráðgjafa hjá íslensku landsliðunum. Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag ræddu aðeins Lars Lagerbäck í tengslum við framtíð íslenska fótboltalandsliðsins. Rikki G. er sannfærður um að Lars hafi hafnað alvöru peningatilboði hjá Sameinuðu furstadæmunum. „Lars hefur margoft sýnt það að peningar skipta hann greinilega engu máli. Hann kom til að þjálfa Ísland í mörg ár og það þarf enginn að segja mér að hann hafi ekki verið með tilboð annars staðar frá fyrir helmingi meiri pening. Ef hann er að hafna því að fara í sandinn og skófla inn seðlum í nokkra vörubíla og keyra þá á búgarðinn hans í Svíþjóð þá er hann bara nokkuð vel settur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Nægjusæmur gæi „Ég hef það á tilfinningunni að Lars sé svona nægjusæmur gæi. Það skiptir hann ekki máli að bæta við einhverjum extra milljónum. Hann hefur allt sem hann þarf og vill bara gera það sem hann vill,“ sagði Henry Birgir. „Gefa þessar fréttir því byr undir báða vængi að hann sé í viðræðum við KSÍ og að það sá raunverulega möguleiki á góðri endurkomu,“ spurði Rikki G. „Hann hefur sjálfur sagt að hann ætlaði að hætta þegar hann hætti með Ísland. Þegar hann byrjaði með Ísland þá var það ákveðin endurkoma og hann langaði að gera eitthvað spennandi áður en hann hætti. Noregur var álíka spennandi sem dróg hann aftur af stað. Ég held að hann sé ekkert í þessu nema ef verkefnið sé rétt,“ sagði Henry Birgir. „Ég held að þetta sé ekki mest spennandi landslið í heiminum með fullri virðingu fyrir öllum furstunum sem eru að hlusta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Alltaf spennandi að fá útborgað „Við skulum samt átta okkur á því að það er alltaf spennandi að fá útborgað,“ sagði Rikki G. en Kjartan Atli skaut strax inn í. „Ég held samt að eftir því sem árin líða þá verði það minna spennandi og hann er kominn yfir sjötugt,“ sagði Kjartan Atli. „Hann er ekki að hringja 28. hvers mánaðar og biðja um yfirdrátt. Ég held að Lalli sé alveg í fínum málum,“ sagði Henry Birgir. Rikki G. heyrði það að það væri verið að hugsa Lars Lagerbäck sem tæknilegan ráðgjafa og sagði frá því í Sportinu í síðustu viku. „Ef hann er að koma á annað borð á hann ekki þá bara að fara að þjálfa liðið,“ spurði Rikki. „Snýst þetta ekki bara um hvað hann vill gera. Ef hann vill ekki þjálfa þá eigum við ekki að vera að pína hann í að þjálfa. Ef hann vill þjálfa þá eigum við að sjálfsögðu að skoða þann möguleika. Ef hann vill leggja hönd á plóg og vera tæknilegur ráðgjafi þá eigum við að þiggja það,“ sagði Henry Birgir. Annað er galið „Ef Lars vill vera eitthvað með þá eigum við að nýta það. Annað er galið,“ sagði Henry Birgir. En væri Lars þá að fara í starf Arnars Þórs Viðarssonar sem yfirmaður knattspyrnumála ef Arnar Þór verður ráðinn sem landsliðsþjálfari? „Ég veit alveg hvað ‚budgetið' er á bak við það starf og það er ekki mikið,“ sagði Rikki G. „Ég held að hann verði þá bara tæknilegur ráðgjafi fyrir landsliðið en verði ekki að sjá um heildarmyndina. Honum er eflaust drullusama þannig séð um einhver yngri landslið eða að vera að halda eitthvað utan um það. Hann kemur með sína punkta en ég held að hann sé ekki að nenna því að vera á Blönduósi klukkan níu á laugardagsmorgni,“ sagði Henry Birgir. Það má heyra allt spjallið um Lars Lagerbäck í þættinum sem er allur aðgengilegur ofar í fréttinni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2022 í Katar Sportið í dag Tengdar fréttir Lars þegar búinn að hafna einu landsliðsþjálfarastarfi Lars Lagerbäck hafnaði tilboði um að taka við landsliði Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 15. desember 2020 08:00 Ari Freyr vill sjá Lars taka við landsliðinu og stefnir sjálfur til Svíþjóðar Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason segist vilja sjá Lars Lagerbäck sem næsta þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Vinstri bakvörðurinn segist vera skoða sín mál og það komi til greina að spila í Svíþjóð á nýjan leik. 12. desember 2020 12:31 Sagði Lars „sænska risaeðlu“ og ákvörðun norska sambandsins skiljanlega Norskur blaðamaður var ekki par hrifinn af Lars Lagerbäck sem þjálfara norska landsliðsins. 8. desember 2020 09:01 Vill sjá Lars Lagerbäck sem yfirþjálfara beggja landsliðanna Það stefnir allt í það að bæði íslensku landsliðin verði án þjálfara eftir daginn í dag og tvöföld þjálfaraleit því í gangi í jólamánuðinum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. 8. desember 2020 08:01 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Lars þegar búinn að hafna einu landsliðsþjálfarastarfi Lars Lagerbäck hafnaði tilboði um að taka við landsliði Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 15. desember 2020 08:00
Ari Freyr vill sjá Lars taka við landsliðinu og stefnir sjálfur til Svíþjóðar Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason segist vilja sjá Lars Lagerbäck sem næsta þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Vinstri bakvörðurinn segist vera skoða sín mál og það komi til greina að spila í Svíþjóð á nýjan leik. 12. desember 2020 12:31
Sagði Lars „sænska risaeðlu“ og ákvörðun norska sambandsins skiljanlega Norskur blaðamaður var ekki par hrifinn af Lars Lagerbäck sem þjálfara norska landsliðsins. 8. desember 2020 09:01
Vill sjá Lars Lagerbäck sem yfirþjálfara beggja landsliðanna Það stefnir allt í það að bæði íslensku landsliðin verði án þjálfara eftir daginn í dag og tvöföld þjálfaraleit því í gangi í jólamánuðinum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. 8. desember 2020 08:01
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti