Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Birgir Olgeirsson skrifar 16. desember 2020 11:31 María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Vísir/Vilhelm Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. Fari íbúi út af hjúkrunarheimili þarf hann að fara í sóttkví í fimm daga og að fá neikvæða niðurstöðu úr skimun áður en hann getur snúið aftur á hjúkrunarheimilið. Sóttvarnayfirvöld biðla til ættingja að láta eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar. Ættingjar mega þó heimsækja íbúa hjúkrunarheimila yfir jólin en með ströngum skilyrðum. „Þú komir ekki inn með einkenni. Að þú komir inn með grímu. Þið dveljið ekki á sameiginlegum svæðum. Farið beint inn á herbergi með ykkar íbúa. Við óskum eftir að aðstandendur og aðrir gestir virði tveggja metra regluna. Það er freistandi að fá að knúsa og faðma en það skiptir máli að við höldum uppi eins miklum sóttvörnum og hægt er,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Tilefnið er ærið enda býr viðkvæmasti hópurinn á þessum hjúkrunarheimilum. „Við sjáum bara hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur. Og það sem gerðist á Landakoti getur gerst hvar sem er. Það er allt gert til að verja því við vitum hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft ef veiran kemst inn á heimilin.“ Margir íbúanna upplifi létti að heyra af þessum ströngu reglum. „Við erum að heyra raddir þar sem fólk er almennt þakklát að við séum að verja heimilin. Við erum á lokametrunum. Við þurfum að halda þetta út, við missum ekki smitin inn á heimilin á lokametrunum. Við vitum afleiðingarnar og þær eru gríðarlega alvarlegar.“ Mikið verður lagt upp úr jólunum á Hrafnistu, eins og áður. „Starfsfólk okkar hefur sagt í nokkur ár að það er mjög huggulegt að vinna á jólunum því þetta er huggulegt og við gerum allt sem í okkar valdi stendur að gera þetta eins hátíðlegt og mögulegt er. Þetta verður ánægjuleg stund.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Fari íbúi út af hjúkrunarheimili þarf hann að fara í sóttkví í fimm daga og að fá neikvæða niðurstöðu úr skimun áður en hann getur snúið aftur á hjúkrunarheimilið. Sóttvarnayfirvöld biðla til ættingja að láta eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar. Ættingjar mega þó heimsækja íbúa hjúkrunarheimila yfir jólin en með ströngum skilyrðum. „Þú komir ekki inn með einkenni. Að þú komir inn með grímu. Þið dveljið ekki á sameiginlegum svæðum. Farið beint inn á herbergi með ykkar íbúa. Við óskum eftir að aðstandendur og aðrir gestir virði tveggja metra regluna. Það er freistandi að fá að knúsa og faðma en það skiptir máli að við höldum uppi eins miklum sóttvörnum og hægt er,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Tilefnið er ærið enda býr viðkvæmasti hópurinn á þessum hjúkrunarheimilum. „Við sjáum bara hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur. Og það sem gerðist á Landakoti getur gerst hvar sem er. Það er allt gert til að verja því við vitum hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft ef veiran kemst inn á heimilin.“ Margir íbúanna upplifi létti að heyra af þessum ströngu reglum. „Við erum að heyra raddir þar sem fólk er almennt þakklát að við séum að verja heimilin. Við erum á lokametrunum. Við þurfum að halda þetta út, við missum ekki smitin inn á heimilin á lokametrunum. Við vitum afleiðingarnar og þær eru gríðarlega alvarlegar.“ Mikið verður lagt upp úr jólunum á Hrafnistu, eins og áður. „Starfsfólk okkar hefur sagt í nokkur ár að það er mjög huggulegt að vinna á jólunum því þetta er huggulegt og við gerum allt sem í okkar valdi stendur að gera þetta eins hátíðlegt og mögulegt er. Þetta verður ánægjuleg stund.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira