KR gæti leitað til Alþjóða íþróttadómstólsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. desember 2020 15:35 KR-ingar eru ekki sáttir með hvernig Íslandsmótið í knattspyrnu endaði. Vísir/Bára Formaður knattspyrnudeildar KR segir félagið hafa tæmt allar leiðir innanlands og því sé eina sem félagið geti gert að leita til Alþjóða íþróttadómstólsins. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi mál félagsins í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun á Sport-FM. KR-ingar eru ekki á allt sáttir með hvernig Íslandsmótinu hér á landi var slitið vegna kórónufaraldursins. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.Stöð 2/Einar Árnason Þeir hafa nú leitað allra þeirra leiða sem hægt er hér á landi og því lítið annað í boði en að leita til Alþjóða íþróttadómstólsins. „Við erum búin að tæma allar leiðir á Íslandi, eina leiðin sem við eigum eftir er að leita til Alþjóða íþróttadómstólsins. Mér finnst mjög líklegt að við gerum það en það liggur ekki enn fyrir endanleg ákvörðunar stjórnar. Ég hef rætt við einstaka stjórnarmenn og tel meiri líkur en minni að við látum reyna á þetta,“ sagði Páll í þættinum. „Við höfum ekki endalausan tíma til að bregðast við og þurfum að gera það innan þriggja vikna frá því að dómur fellur,“ bætti hann við. Páll, sem er lögfræðingur að mennt, tók einnig fram að hann beri virðingu fyrir niðurstöðum dómstóla. Það sé hins vegar réttur KR að leita út fyrir landsteinana með málið til þess að fá í það endanlega niðurstöðu. Aðspurður út í samskipti Fram og Knattspyrnusambands Íslands í gær sagði Páll töluvert til í málflutningi Framara. „Fannst margt til í þessu hjá Fram. Það þarf einhverjar breytingar á þessu dómstólakerfi. Það er alveg rétt sem þeir segja í sinni yfirlýsingu að það er eitthvað að þegar menn geta ekki fengið efnislega niðurstöðu í ágreiningi félaga við stjórn.“ „Eins og ég hef sagt áður finnst mér ekki eðlileg afstaða stjórnar að fara fram á frávísun hjá áfrýjunardómstóli.“ Telur að umhverfi dómstóla verði til umfjöllunar á komandi ársþingi KSÍ „Ég tel það nauðsynlegt að endurskoða þetta dómstóla umhverfi sem KSÍ býður upp á. Það er ljóst að það arf að eiga sér stað einhver umræða um það á þessu þingi og reikna ég með að KSÍ muni eiga frumkvæðið að slíkri endurskoðun. Þeir þurfa að geta tekið á alvöru málum líka og þessi afgreiðsla er búin að vera algerlega fráleit, burt séð frá efnislegri niðurstöðu.“ „Þessi hringlandi háttur í kringum þetta og kröfur sambandsins um frávísun. Auðvitað þarf að fjalla efnislega um mál og fá skjóta afgreiðslu. Þessi mál hafa farið fram og til baka í allt að þrjá mánuði frá því ákvörðun KSÍ lá líklega fyrir. Þetta er ekki nægilega gott og það þarf að bæta úr þessu,“ sagði Páll að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn KR KSÍ Tengdar fréttir KSÍ svarar Fram fullum hálsi: „Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við“ KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vísa yfirlýsingu Fram til föðurhúsana. Framarar eru ósáttir við meðferðina á máli þeirra gagnvart KSÍ hvernig var skorið úr hvaða lið fara upp úr fyrstu deild karla. 16. desember 2020 18:13 Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. 16. desember 2020 14:05 KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. 11. desember 2020 07:01 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Sjá meira
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi mál félagsins í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun á Sport-FM. KR-ingar eru ekki á allt sáttir með hvernig Íslandsmótinu hér á landi var slitið vegna kórónufaraldursins. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.Stöð 2/Einar Árnason Þeir hafa nú leitað allra þeirra leiða sem hægt er hér á landi og því lítið annað í boði en að leita til Alþjóða íþróttadómstólsins. „Við erum búin að tæma allar leiðir á Íslandi, eina leiðin sem við eigum eftir er að leita til Alþjóða íþróttadómstólsins. Mér finnst mjög líklegt að við gerum það en það liggur ekki enn fyrir endanleg ákvörðunar stjórnar. Ég hef rætt við einstaka stjórnarmenn og tel meiri líkur en minni að við látum reyna á þetta,“ sagði Páll í þættinum. „Við höfum ekki endalausan tíma til að bregðast við og þurfum að gera það innan þriggja vikna frá því að dómur fellur,“ bætti hann við. Páll, sem er lögfræðingur að mennt, tók einnig fram að hann beri virðingu fyrir niðurstöðum dómstóla. Það sé hins vegar réttur KR að leita út fyrir landsteinana með málið til þess að fá í það endanlega niðurstöðu. Aðspurður út í samskipti Fram og Knattspyrnusambands Íslands í gær sagði Páll töluvert til í málflutningi Framara. „Fannst margt til í þessu hjá Fram. Það þarf einhverjar breytingar á þessu dómstólakerfi. Það er alveg rétt sem þeir segja í sinni yfirlýsingu að það er eitthvað að þegar menn geta ekki fengið efnislega niðurstöðu í ágreiningi félaga við stjórn.“ „Eins og ég hef sagt áður finnst mér ekki eðlileg afstaða stjórnar að fara fram á frávísun hjá áfrýjunardómstóli.“ Telur að umhverfi dómstóla verði til umfjöllunar á komandi ársþingi KSÍ „Ég tel það nauðsynlegt að endurskoða þetta dómstóla umhverfi sem KSÍ býður upp á. Það er ljóst að það arf að eiga sér stað einhver umræða um það á þessu þingi og reikna ég með að KSÍ muni eiga frumkvæðið að slíkri endurskoðun. Þeir þurfa að geta tekið á alvöru málum líka og þessi afgreiðsla er búin að vera algerlega fráleit, burt séð frá efnislegri niðurstöðu.“ „Þessi hringlandi háttur í kringum þetta og kröfur sambandsins um frávísun. Auðvitað þarf að fjalla efnislega um mál og fá skjóta afgreiðslu. Þessi mál hafa farið fram og til baka í allt að þrjá mánuði frá því ákvörðun KSÍ lá líklega fyrir. Þetta er ekki nægilega gott og það þarf að bæta úr þessu,“ sagði Páll að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn KR KSÍ Tengdar fréttir KSÍ svarar Fram fullum hálsi: „Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við“ KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vísa yfirlýsingu Fram til föðurhúsana. Framarar eru ósáttir við meðferðina á máli þeirra gagnvart KSÍ hvernig var skorið úr hvaða lið fara upp úr fyrstu deild karla. 16. desember 2020 18:13 Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. 16. desember 2020 14:05 KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. 11. desember 2020 07:01 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Sjá meira
KSÍ svarar Fram fullum hálsi: „Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við“ KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vísa yfirlýsingu Fram til föðurhúsana. Framarar eru ósáttir við meðferðina á máli þeirra gagnvart KSÍ hvernig var skorið úr hvaða lið fara upp úr fyrstu deild karla. 16. desember 2020 18:13
Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. 16. desember 2020 14:05
KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. 11. desember 2020 07:01