Flokksmenn fá svo á næstu dögum tækifæri til þess að velja tíu af þeim 49 sem hafa boðið sig fram til uppstillingar. Það verður svo tekið til skoðunar þegar eiginlegur framboðslisti er undirbúinn fyrir Reykjavík.
Meðal þeirra sem eru á listanum eru þrír fyrrverandi þingmenn annarra flokka. Það eru Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna sem gekk til liðs við Samfylkinguna í gær, Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartar framtíðar og formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, og síðust er það Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata.
Auk þeirra eru tveir núverandi þingmenn á listanum, þau Ágúst Ólafur Ágústsson og Helga Vala Helgadóttir.
Þá eru Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við HÍ, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, fjölmiðlakona og Edduverðlaunahafi, Bolli Héðinsson hagfræðingur og Einar Kárason, rithöfundur og varaþingmaður, á listanum.