Kristín var valin í íslenska landsliðið á undan því sænska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2020 12:01 Kristín Þorleifsdóttir valdi frekar að spila fyrir sænska landsliðið en það íslenska. getty/Jan Christensen Handboltakonan Kristín Þorleifsdóttir var valin í íslenska landsliðið áður en hún var valin í það sænska. Kristín var næstmarkahæsti leikmaður Svía á EM 2020 með nítján mörk í sex leikjum. Hún á íslenska foreldra en hefur alltaf búið í Svíþjóð. Kristín lék þó með yngri landsliðum Íslands og ekki mátti miklu muna að hún hefði leikið fyrir íslenska A-landsliðið. „Ég var reyndar valin í íslenska landsliðið áður en ég var valin í sænska landsliðið í fyrra. Ég átti þá að koma í æfingabúðir með Íslandi en áður en kom að því var ég valin í sænska landsliðið og valdi frekar Svíþjóð. En það hefði samt verið heiður að spila fyrir Ísland,“ sagði Kristín í samtali við RÚV. Skyttan öfluga talar ekki mikla íslensku og útskýrir það þannig: „Ég er fædd og uppalin í Svíþjóð og hef aldrei búið á Íslandi. Ég hef heldur aldrei lært íslensku. En það er mömmu minni og pabba að kenna því þau töluðu aldrei íslensku við mig á heimilinu. En kannski læri ég íslensku einhvern daginn. Ég vona það, því ég skil heilmikið í íslensku,“ sagði Kristín. Í samtali við Vísi lýsti Sigrún Andrésdóttir, móðir Kristínar, dóttur sinni sem ekta víkingi með gott hugarfar. „Hún er stór og sterk. Ekta víkingur og með föst skot,“ sagði Sigrún en hún og eiginmaður hennar, Þorleifur Sigurjónsson, eiga fjögur börn. Kristín segist í samtalinu við RÚV ekki hafa búist við að spila mikið á EM. „Ég hafði ekki gert mér miklar væntingar. Fyrst snerist þetta bara um að vera með í liðinu á EM. Við vorum tvær frekar nýjar í liðinu og ég bjóst ekkert endilega við því að spila mikið. En það var mjög ánægjulegt að fá svona mikinn spilatíma,“ sagði hún. Kristín, sem er 22 ára, leikur með Randers í Danmörku. Hún lék áður með Skånela og Höörs í Svíþjóð. Svíar enduðu í 11. sæti af sextán liðum á Evrópumótinu sem lýkur um helgina. Sænski handboltinn EM 2020 í handbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Kristín var næstmarkahæsti leikmaður Svía á EM 2020 með nítján mörk í sex leikjum. Hún á íslenska foreldra en hefur alltaf búið í Svíþjóð. Kristín lék þó með yngri landsliðum Íslands og ekki mátti miklu muna að hún hefði leikið fyrir íslenska A-landsliðið. „Ég var reyndar valin í íslenska landsliðið áður en ég var valin í sænska landsliðið í fyrra. Ég átti þá að koma í æfingabúðir með Íslandi en áður en kom að því var ég valin í sænska landsliðið og valdi frekar Svíþjóð. En það hefði samt verið heiður að spila fyrir Ísland,“ sagði Kristín í samtali við RÚV. Skyttan öfluga talar ekki mikla íslensku og útskýrir það þannig: „Ég er fædd og uppalin í Svíþjóð og hef aldrei búið á Íslandi. Ég hef heldur aldrei lært íslensku. En það er mömmu minni og pabba að kenna því þau töluðu aldrei íslensku við mig á heimilinu. En kannski læri ég íslensku einhvern daginn. Ég vona það, því ég skil heilmikið í íslensku,“ sagði Kristín. Í samtali við Vísi lýsti Sigrún Andrésdóttir, móðir Kristínar, dóttur sinni sem ekta víkingi með gott hugarfar. „Hún er stór og sterk. Ekta víkingur og með föst skot,“ sagði Sigrún en hún og eiginmaður hennar, Þorleifur Sigurjónsson, eiga fjögur börn. Kristín segist í samtalinu við RÚV ekki hafa búist við að spila mikið á EM. „Ég hafði ekki gert mér miklar væntingar. Fyrst snerist þetta bara um að vera með í liðinu á EM. Við vorum tvær frekar nýjar í liðinu og ég bjóst ekkert endilega við því að spila mikið. En það var mjög ánægjulegt að fá svona mikinn spilatíma,“ sagði hún. Kristín, sem er 22 ára, leikur með Randers í Danmörku. Hún lék áður með Skånela og Höörs í Svíþjóð. Svíar enduðu í 11. sæti af sextán liðum á Evrópumótinu sem lýkur um helgina.
Sænski handboltinn EM 2020 í handbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira