„Þú kemur alltaf heim sem kóngur í mínum augum en núna kemur þú heim sem kóngur með stóru K-i“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. desember 2020 07:30 María er stolt af pabba sem kemur heim til Noregs með gull. getty/andre weening/harriet lander María Þórisdóttir, leikmaður Chelsea á Englandi og norska landsliðsins í fótbolta, var eðlilega í skýjunum eftir sigur norska kvennalandsliðsins á EM í handbolta í gær. Pabbi Maríu, Þórir Hergeirsson, er þjálfari norska landsliðsins og var þetta sjöunda gullið sem Þórir vinnur sem aðalþjálfari norska liðsins. Í úrslitaleiknum í gær voru það Frakkar sem biðu lægri hlut gegn norska liðinu. Leiknum lauk með 22-20 sigri norska liðsins þrátt fyrir áhlaup Frakka í síðari hálfleik. „Annað hvort kem ég heim sem kóngur eða stór hálfviti,“ sagði Þórir við Maríu sem byrjar tíst sín á þessum orðum en hún var svo með skilaboð til pabba síns. „Þú kemur alltaf heim sem kóngur í mínum augum en núna kemur þú heim sem kóngur með stóru K-i. Til hamingju, pabbi.“ María býr í Lundúnum þar sem hún leikur með Chelsea en sóttvarnarreglur þar í landi gerir fólki erfitt með að ferðast frá landinu. Svo María kemst ekki heim að fagna jólunum með fjölskyldu sinni. „Væri svo til í að fagna jólunum með þér. Velkominn heim!“ bætti María við. «Enten kommer jeg hjem som en konge eller som en stor idiot» Du kommer alltid hjem som en konge i mine øyne, men i år kommer du hjem som en Konge med ekstra stor K Gratulerer så mye Pabbi! Skulle så gjerne ønske jeg kunne feiret gull jul sammen med dere Velkommen hjem! — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) December 20, 2020 María tísti einnig á föstudaginn þegar norska liðið spilaði gegn Dönum á föstudagskvöldið. Á tímapunkti í síðari hálfleik leiddi danska liðið og Þórir benti sínum leikmönnum á að það eina sem skipti máli væri að vera yfir þegar leiknum væri lokið. María sagði að þetta væri setning sem pabba hennar hafði prentað inn í hana frá því ungaaldri. «Det gjelder å lede når kampen er slutt» Eneste setningen Pabbi har printet inn i hodet mitt fra jeg var liten av. Den stemmer fortsatt! — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) December 18, 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Sjá meira
Pabbi Maríu, Þórir Hergeirsson, er þjálfari norska landsliðsins og var þetta sjöunda gullið sem Þórir vinnur sem aðalþjálfari norska liðsins. Í úrslitaleiknum í gær voru það Frakkar sem biðu lægri hlut gegn norska liðinu. Leiknum lauk með 22-20 sigri norska liðsins þrátt fyrir áhlaup Frakka í síðari hálfleik. „Annað hvort kem ég heim sem kóngur eða stór hálfviti,“ sagði Þórir við Maríu sem byrjar tíst sín á þessum orðum en hún var svo með skilaboð til pabba síns. „Þú kemur alltaf heim sem kóngur í mínum augum en núna kemur þú heim sem kóngur með stóru K-i. Til hamingju, pabbi.“ María býr í Lundúnum þar sem hún leikur með Chelsea en sóttvarnarreglur þar í landi gerir fólki erfitt með að ferðast frá landinu. Svo María kemst ekki heim að fagna jólunum með fjölskyldu sinni. „Væri svo til í að fagna jólunum með þér. Velkominn heim!“ bætti María við. «Enten kommer jeg hjem som en konge eller som en stor idiot» Du kommer alltid hjem som en konge i mine øyne, men i år kommer du hjem som en Konge med ekstra stor K Gratulerer så mye Pabbi! Skulle så gjerne ønske jeg kunne feiret gull jul sammen med dere Velkommen hjem! — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) December 20, 2020 María tísti einnig á föstudaginn þegar norska liðið spilaði gegn Dönum á föstudagskvöldið. Á tímapunkti í síðari hálfleik leiddi danska liðið og Þórir benti sínum leikmönnum á að það eina sem skipti máli væri að vera yfir þegar leiknum væri lokið. María sagði að þetta væri setning sem pabba hennar hafði prentað inn í hana frá því ungaaldri. «Det gjelder å lede når kampen er slutt» Eneste setningen Pabbi har printet inn i hodet mitt fra jeg var liten av. Den stemmer fortsatt! — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) December 18, 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Sjá meira