Samruni Storytel og Forlagsins blásinn af Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 15:12 Á myndinni má sjá þá sem að samingsgerðinni komu: Standandi: Kristófer Jónasson frá LOGOS, Gunnar Sturluson frá LOGOS, Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi og Árni Einarsson, stjórnarmaður í Mál og menningu og Forlaginu. Sitjandi: Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, Röstan Panday, stjórnarformaður Storytel AB, Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, Soffía Eydís Björgvinsdóttir frá KPMG og Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. Aðsend Ekki verður af fyrirhuguðum samruna Forlagsins og Storytel sem tilkynnt var um í sumar. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu Storytel og Forlagsins, þar sem einnig er greint frá undirritun „langtímasamnings“ milli fyrirtækjanna um dreifingu hljóð- og rafbóka. Teikn voru á lofti um að Samkeppniseftirlitið myndi ekki samþykkja samrunann, að sögn landsstjóra Storytel á Íslandi. Storytel tilkynnti um fyrirætlanir sínar um kaup á 70% hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins, í sumar. Annar seljanda og eigandi meirihluta hlutafjár í Forlaginu, bókmenntafélagið Mál og menning átti að fara áfram með 30% hlut í félaginu sem var ætlað að starfa áfram sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið frá streymisveitu Storytel á Íslandi. Fyrirhugaður samruni var háður samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu frá Storytel og Forlaginu í dag segir að fyrirtækin hafi komist að „langtímasamkomulagi“ sem feli í sér „stórátak í raf- og hljóðbókavæðingu bóka Forlagsins og dreifingu efnisins hjá Storytel, að fengnu samþykki höfunda hverju sinni.“ Þannig hafi samningsaðilar sett sér það markmið að framleiða að minnsta kosti 600 hljóðbækur á næstu árum, bæði nýja og gamla titla. „Þetta þýðir að tilkynning um fyrirhugaðan samruna hefur formlega verið dregin til baka,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Stefáni Hjörleifssyni landsstjóra Storytel á Íslandi að fyrirtækin hafi undanfarna daga leitað „bestu mögulegu lausna fyrir íslenska hlustendur, lesendur og höfundar“. Niðurstaðan sé samkomulagið sem undirritað var í dag. Teikn á lofti um að samruninn yrði ekki samþykktur Samruninn varð nokkuð umdeildur þegar tilkynnt var um hann í sumar. Vísir greindi frá því að rithöfundar væru uggandi yfir fréttunum og símalínur Rithöfundasambands Íslands hefðu verið rauðglóandi í kjölfar fréttanna. Ragnheiður Tryggvadóttir framkvæmdastjóri sambandsins sagði að áhyggjur rithöfunda sneru að mörgum þáttum er varðaði samninginn. Helsta áhyggjuefnið væri þau áhrif sem það kynni að hafa á íslenska bókaútgáfu að erlendur aðili ætti 70 prósenta hlut í stærsta bókaforlagi landsins. Stefán Hjörleifsson landsstjóri Storytel á Íslandi segir í samtali við Vísi að þessi óánægja rithöfunda hafi ekki haft áhrif á ákvörðunina um að rifta samrunanum. Skiptar skoðanir hafi verið um fyrirætlanirnar, jákvæðar og neikvæðar, og Storytel hafi fundið fyrir auknum áhuga á vettvangnum meðal höfunda undanfarið. Samruninn var tilkynntur til Samkeppniseftirlitsins sem kallaði eftir sjónarmiðum í ágúst síðastliðnum. Stefán segir að teikn hafi verið á lofti um að eftirlitið hygðist ekki samþykkja samrunann, þó að úrskurður þess efnis liggi ekki fyrir. Því hefði verið ákveðið að draga samrunann til baka. Með samningnum í dag væri farin „mildari leið“ til að bjóða upp á efnið sem um ræðir. Vísir hefur sent Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins fyrirspurn vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Bókaútgáfa Menning Bókmenntir Tengdar fréttir Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á Forlaginu Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á 70 prósent eignarhlut í Forlaginu. 6. ágúst 2020 10:54 Stjórn Rithöfundasambandsins vantreystir Storytel AB Kaup Storytel AB á Forlaginu vekja ugg í brjóstum rithöfunda. 3. júlí 2020 16:01 Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Stjórn og lögmaður Rithöfundasambandsins munu funda í fyrramálið um kaup Storytel AB á 70 prósenta hlut í Forlaginu. Framkvæmdastjóri sambandsins segir tíðindin hafa komið rithöfunum á óvart og að þeir séu uggandi yfir stöðunni. 2. júlí 2020 12:00 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
Storytel tilkynnti um fyrirætlanir sínar um kaup á 70% hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins, í sumar. Annar seljanda og eigandi meirihluta hlutafjár í Forlaginu, bókmenntafélagið Mál og menning átti að fara áfram með 30% hlut í félaginu sem var ætlað að starfa áfram sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið frá streymisveitu Storytel á Íslandi. Fyrirhugaður samruni var háður samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu frá Storytel og Forlaginu í dag segir að fyrirtækin hafi komist að „langtímasamkomulagi“ sem feli í sér „stórátak í raf- og hljóðbókavæðingu bóka Forlagsins og dreifingu efnisins hjá Storytel, að fengnu samþykki höfunda hverju sinni.“ Þannig hafi samningsaðilar sett sér það markmið að framleiða að minnsta kosti 600 hljóðbækur á næstu árum, bæði nýja og gamla titla. „Þetta þýðir að tilkynning um fyrirhugaðan samruna hefur formlega verið dregin til baka,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Stefáni Hjörleifssyni landsstjóra Storytel á Íslandi að fyrirtækin hafi undanfarna daga leitað „bestu mögulegu lausna fyrir íslenska hlustendur, lesendur og höfundar“. Niðurstaðan sé samkomulagið sem undirritað var í dag. Teikn á lofti um að samruninn yrði ekki samþykktur Samruninn varð nokkuð umdeildur þegar tilkynnt var um hann í sumar. Vísir greindi frá því að rithöfundar væru uggandi yfir fréttunum og símalínur Rithöfundasambands Íslands hefðu verið rauðglóandi í kjölfar fréttanna. Ragnheiður Tryggvadóttir framkvæmdastjóri sambandsins sagði að áhyggjur rithöfunda sneru að mörgum þáttum er varðaði samninginn. Helsta áhyggjuefnið væri þau áhrif sem það kynni að hafa á íslenska bókaútgáfu að erlendur aðili ætti 70 prósenta hlut í stærsta bókaforlagi landsins. Stefán Hjörleifsson landsstjóri Storytel á Íslandi segir í samtali við Vísi að þessi óánægja rithöfunda hafi ekki haft áhrif á ákvörðunina um að rifta samrunanum. Skiptar skoðanir hafi verið um fyrirætlanirnar, jákvæðar og neikvæðar, og Storytel hafi fundið fyrir auknum áhuga á vettvangnum meðal höfunda undanfarið. Samruninn var tilkynntur til Samkeppniseftirlitsins sem kallaði eftir sjónarmiðum í ágúst síðastliðnum. Stefán segir að teikn hafi verið á lofti um að eftirlitið hygðist ekki samþykkja samrunann, þó að úrskurður þess efnis liggi ekki fyrir. Því hefði verið ákveðið að draga samrunann til baka. Með samningnum í dag væri farin „mildari leið“ til að bjóða upp á efnið sem um ræðir. Vísir hefur sent Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins fyrirspurn vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bókaútgáfa Menning Bókmenntir Tengdar fréttir Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á Forlaginu Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á 70 prósent eignarhlut í Forlaginu. 6. ágúst 2020 10:54 Stjórn Rithöfundasambandsins vantreystir Storytel AB Kaup Storytel AB á Forlaginu vekja ugg í brjóstum rithöfunda. 3. júlí 2020 16:01 Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Stjórn og lögmaður Rithöfundasambandsins munu funda í fyrramálið um kaup Storytel AB á 70 prósenta hlut í Forlaginu. Framkvæmdastjóri sambandsins segir tíðindin hafa komið rithöfunum á óvart og að þeir séu uggandi yfir stöðunni. 2. júlí 2020 12:00 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á Forlaginu Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á 70 prósent eignarhlut í Forlaginu. 6. ágúst 2020 10:54
Stjórn Rithöfundasambandsins vantreystir Storytel AB Kaup Storytel AB á Forlaginu vekja ugg í brjóstum rithöfunda. 3. júlí 2020 16:01
Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Stjórn og lögmaður Rithöfundasambandsins munu funda í fyrramálið um kaup Storytel AB á 70 prósenta hlut í Forlaginu. Framkvæmdastjóri sambandsins segir tíðindin hafa komið rithöfunum á óvart og að þeir séu uggandi yfir stöðunni. 2. júlí 2020 12:00