Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2020 15:30 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði þegar ESB beitti rússneska embættismenn þvingunum, að Rússar myndu beita sambærilegum aðgerðum gegn ESB. EPA/Utanríkisráðuneyti Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands segir að viðkomandi aðilum verði meinaður aðgangur að Rússlandi. Ekki er tekið fram um hverja er að ræða að öðru leyti en að þeir bæru ábyrgð á „and-rússneskum“ þvingunum ESB. Enn fremur segir í þessari yfirlýsingu, samkvæmt frétt Politico, að þvinganirnar gagnvart Rússlandi brjóti gegn alþjóðalögum og séu „óvinveittar“. Nauðsynlegt hafi verið að bregðast við þeim. Þvinganirnar voru tilkynntar eftir að sendiherrar Þýskalands, Frakklands og Svíþjóðar voru kallaðir á fund í Kreml. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitri sem þróað var í Sovétríkjunum. Í kjölfarið beitti ESB sex meðlimi ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum. Meðal þeirra sem um ræðir er Alexander Bortnikov, yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands (FSB), og tveir aðstoðarvarnamálaráðherrar. Þar að auki hefur Sergei Kirijenko, sem er háttsettur embættismaður í ríkisstjórninni verið beittur viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðuneyti Þýskalands, þar sem Navalní heldur nú til, segir refsiaðgerðir Rússa vera óréttlætanlegar. Málið gangi ekki í báðar áttir þar sem Rússar hafi brotið alþjóðalög varðandi notkun taugaeiturs. Samkvæmt AFP fréttaveitunni halda Þjóðverjar áfram að krefjast þess að yfirvöld í Rússlandi útskýri notkun efnavopns gegn rússneskum borgara en heimildarmaður fréttaveitunnar innan utanríkisráðuneytis Þýskalands segir Rússa ekki hafa viljað gera það. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, var í morgun spurð út í myndband Navalní frá því í gær þar sem hann sagðist hafa platað starfsmann leyniþjónustu Rússlands (FSB) til að ræða við sig um eitrunina. Forsvarsmenn FSB segja símtalið vera tilbúning og Peskov sagði Navalní eiga við geðræn vandamál að stríða. Án þess að nefna Navalní á nafn, eins og Pútín gerir ávalt þegar hann er spurður út í Navalní, sagði Peskov að „sjúklingurinn“ (Navalní) væri haldinn ofsóknaræði og mikilmennskuæði. Peskov tók fram að þar væri um hans eigin skoðun að ræða. Kira Jarmísj, talskona Navalní, benti á í samtali við Reuters fréttaveituna að Pútín hefði sjálfur viðurkennt að útsendarar FSB hefðu lengi fylgt Navalní eftir. Það væri því skrítið að saka hann núna um ofsóknaræði. Rússland Evrópusambandið Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands segir að viðkomandi aðilum verði meinaður aðgangur að Rússlandi. Ekki er tekið fram um hverja er að ræða að öðru leyti en að þeir bæru ábyrgð á „and-rússneskum“ þvingunum ESB. Enn fremur segir í þessari yfirlýsingu, samkvæmt frétt Politico, að þvinganirnar gagnvart Rússlandi brjóti gegn alþjóðalögum og séu „óvinveittar“. Nauðsynlegt hafi verið að bregðast við þeim. Þvinganirnar voru tilkynntar eftir að sendiherrar Þýskalands, Frakklands og Svíþjóðar voru kallaðir á fund í Kreml. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitri sem þróað var í Sovétríkjunum. Í kjölfarið beitti ESB sex meðlimi ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum. Meðal þeirra sem um ræðir er Alexander Bortnikov, yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands (FSB), og tveir aðstoðarvarnamálaráðherrar. Þar að auki hefur Sergei Kirijenko, sem er háttsettur embættismaður í ríkisstjórninni verið beittur viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðuneyti Þýskalands, þar sem Navalní heldur nú til, segir refsiaðgerðir Rússa vera óréttlætanlegar. Málið gangi ekki í báðar áttir þar sem Rússar hafi brotið alþjóðalög varðandi notkun taugaeiturs. Samkvæmt AFP fréttaveitunni halda Þjóðverjar áfram að krefjast þess að yfirvöld í Rússlandi útskýri notkun efnavopns gegn rússneskum borgara en heimildarmaður fréttaveitunnar innan utanríkisráðuneytis Þýskalands segir Rússa ekki hafa viljað gera það. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, var í morgun spurð út í myndband Navalní frá því í gær þar sem hann sagðist hafa platað starfsmann leyniþjónustu Rússlands (FSB) til að ræða við sig um eitrunina. Forsvarsmenn FSB segja símtalið vera tilbúning og Peskov sagði Navalní eiga við geðræn vandamál að stríða. Án þess að nefna Navalní á nafn, eins og Pútín gerir ávalt þegar hann er spurður út í Navalní, sagði Peskov að „sjúklingurinn“ (Navalní) væri haldinn ofsóknaræði og mikilmennskuæði. Peskov tók fram að þar væri um hans eigin skoðun að ræða. Kira Jarmísj, talskona Navalní, benti á í samtali við Reuters fréttaveituna að Pútín hefði sjálfur viðurkennt að útsendarar FSB hefðu lengi fylgt Navalní eftir. Það væri því skrítið að saka hann núna um ofsóknaræði.
Rússland Evrópusambandið Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent