Spánarmeistarar Real Madrid unnu í kvöld sjötta sigur sinn í röð en liðið lagði Granada 2-0 í spænsku úrvalsdeildinni.
Leikurinn var nokkuð fjörugur en ekkert var skorað í fyrri hálfleik. Í þeim síðari var það brasilíski miðjumaðurinn Casemiro sem kom Real yfir eftir Marco Asensio þegar tæpur klukkutími var liðinn af leiknum.
57' | 1-0 | ¡GOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOL de @Casemiro! #FIFA21 | #HalaMadrid pic.twitter.com/1Ny5iAQl4B
— Real Madrid C.F. (@realmadrid) December 23, 2020
Virtist það ætla að vera eina mark leiksins en Karim Benzema gulltryggði sigurinn með marki í uppbótartíma. Lokatölur 2-0 í sannfærandi sigri Real.
Sigur kvöldsins þýðir að Real er enn jafnt nágrönnum sínum Atlético á toppi deildarinnar með 32 stig. Real hefur hins vegar leikið fimmtán leiki en Atlético aðeins þrettán.

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.