Segir lykilatriði að koma afreksíþróttafólkinu okkar aftur af stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. desember 2020 22:00 Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Skjáskot Stefnt er á að Reykjavíkurleikarnir fari fram í febrúar á næsta ári, sem er ekki síst gott fyrir okkar besta afreksíþróttafólk sem hefur legið í dvala síðan í mars á þessu ári vegna kórónuveirunnar. Það fólk þarf nauðsynlega á mótinu að halda, sérstaklega þar sem það eru Ólympíuleikar handan við hornið. Þetta segir Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. „Það er algjört lykilatriði að koma afreksfólkinu okkar aftur af stað í íþróttirnar í öllum íþróttagreinum. Árið 2021 er risastórt íþróttaár í heiminum, það eru Ólympíuleikar, þetta mót getur hjálpað íþróttafólkinu okkar að ná lágmörkum til að komast inn á heimsleika sem getur svo hjálpað þeim inn á Ólympíuleika,“ sagði Ingvar í viðtali fyrir Sportpakka Stöðvar 2. „Það er algert lykilatriði, við verðum að koma fólkinu okkar aftur af stað.“ Mikill áhugi erlends íþróttafólks er á leikunum í ár, rétt eins og undangengin ár. „Ekkert öruggt að það gangi upp að það komi mikið af erlendum keppendum. Það væri best, fyrir okkar íþróttafólk og mótið en það er mikill áhugi. Það er að hluta til vegna þess að Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót sem gefa íþróttamönnum stig og tækifæri til þess að komast inn á þessi stærri mót. Þess vegna eru margir sem horfa til þess að geta tekið þátt í þessu móti.“ „Íþróttafólkið okkar hefur mikla trú á sjálfu sér, sem betur fer. Það er kannski þess vegna sem við Íslendingar höfum sýnt hvað við getum náð langt á íþróttasviðinu. Fólk er almennt séð bjartsýnt, íþróttahreyfingin er bjartsýn og vill styðja við þetta. Mesta áhyggjuefnið er að ef við fáum ekki að fara út, æfa og keppa, þá getur þetta orðið mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði Ingvar Sverrisson að lokum. Klippa: Lykilatriði að koma afreksíþróttafólkinu okkar aftur af stað Sportpakkinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Það fólk þarf nauðsynlega á mótinu að halda, sérstaklega þar sem það eru Ólympíuleikar handan við hornið. Þetta segir Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. „Það er algjört lykilatriði að koma afreksfólkinu okkar aftur af stað í íþróttirnar í öllum íþróttagreinum. Árið 2021 er risastórt íþróttaár í heiminum, það eru Ólympíuleikar, þetta mót getur hjálpað íþróttafólkinu okkar að ná lágmörkum til að komast inn á heimsleika sem getur svo hjálpað þeim inn á Ólympíuleika,“ sagði Ingvar í viðtali fyrir Sportpakka Stöðvar 2. „Það er algert lykilatriði, við verðum að koma fólkinu okkar aftur af stað.“ Mikill áhugi erlends íþróttafólks er á leikunum í ár, rétt eins og undangengin ár. „Ekkert öruggt að það gangi upp að það komi mikið af erlendum keppendum. Það væri best, fyrir okkar íþróttafólk og mótið en það er mikill áhugi. Það er að hluta til vegna þess að Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót sem gefa íþróttamönnum stig og tækifæri til þess að komast inn á þessi stærri mót. Þess vegna eru margir sem horfa til þess að geta tekið þátt í þessu móti.“ „Íþróttafólkið okkar hefur mikla trú á sjálfu sér, sem betur fer. Það er kannski þess vegna sem við Íslendingar höfum sýnt hvað við getum náð langt á íþróttasviðinu. Fólk er almennt séð bjartsýnt, íþróttahreyfingin er bjartsýn og vill styðja við þetta. Mesta áhyggjuefnið er að ef við fáum ekki að fara út, æfa og keppa, þá getur þetta orðið mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði Ingvar Sverrisson að lokum. Klippa: Lykilatriði að koma afreksíþróttafólkinu okkar aftur af stað
Sportpakkinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira