„Viðræðurnar við Rúnar og Heimi virðast hafa verið leikþáttur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2020 14:42 Strákarnir í Sportinu í dag segja að Arnar Þór Viðarsson hafi alltaf verið fyrsti kostur Guðna Bergssonar í starf landsliðsþjálfara. vísir/vilhelm Henry Birgi Gunnarssyni finnst skrítið að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafi rætt við aðra þjálfara þegar hann virtist hafa ákveðið snemma að Arnar Þór Viðarsson myndi taka við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari 22. desember. Honum til aðstoðar verður Eiður Smári Guðjohnsen. Á blaðamannafundinum þegar Arnar og Eiður voru kynntir til leiks sagðist Guðni hafa talað við fleiri þjálfara í ráðningarferlinu, meðal annars Rúnar Kristinsson, Heimi Guðjónsson og þrjá erlenda þjálfara. Henry Birgir furðar sig á því að Guðni hafi rætt við umrædda þjálfara þegar Arnar virðist alltaf hafa verið fyrsti kostur í starf landsliðsþjálfara. „Svo voru við tekin viðtöl við Rúnar og Heimi og miðað við það sem maður hefur heyrt virðist það bara hafa verið einhver leikþáttur. Það hafi verið búið að ákveða að ráða Arnar og Eið og menn hafi verið kallaðir á fund að tilefnislausu,“ sagði Henry Birgir í Sportinu í dag. Hann hefði viljað sjá Guðna lýsa því yfir að Arnar og Eiður hefðu verið hans menn allt frá upphafi. „Guðni ræður þessu að mestu leyti, hver verður næsti landsliðsþjálfari. Ef hann vill setja eggin sín í þessa körfu og trúir því staðfastlega að þetta sé réttasta og besta teymið fyrir landsliðið, þá vil ég bara sjá hann standa í lappirnar og bakka það upp frá fyrsta degi. Ef þetta voru hans menn frá degi eitt átti hann bara að segja það, treysta þeim og styðja þá og ekki vera með einhvern leikþátt og taka aðra menn í viðtöl bara til að halda meintri umræðu góðri,“ sagði Henry Birgir. Ríkharð Óskar Guðnason, sem greindi fyrstur frá því að Arnar og Eiður myndu taka við landsliðinu, tók í sama streng og Henry Birgir. „Ég spurði ykkur fyrir nokkru síðan hvort það væri búið að ráða hann fyrir löngu. Á tímabili voru hvorki Rúnar Kristinsson né Heimir Guðjónsson búnir að fá símtal. Þá var byrjað að tala um að Arnar og Eiður yrðu landsliðsþjálfarar,“ sagði Ríkharð. „Þetta var greinilega planað frá degi eitt. Og ef það hefði verið þannig hefði það verið allt í góðu. Guðni hefði bara átt að segja það strax: þetta eru mínir fyrstu kostir, þeir eru klárir í þetta og ég þarf ekki að tala við fleiri.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari 22. desember. Honum til aðstoðar verður Eiður Smári Guðjohnsen. Á blaðamannafundinum þegar Arnar og Eiður voru kynntir til leiks sagðist Guðni hafa talað við fleiri þjálfara í ráðningarferlinu, meðal annars Rúnar Kristinsson, Heimi Guðjónsson og þrjá erlenda þjálfara. Henry Birgir furðar sig á því að Guðni hafi rætt við umrædda þjálfara þegar Arnar virðist alltaf hafa verið fyrsti kostur í starf landsliðsþjálfara. „Svo voru við tekin viðtöl við Rúnar og Heimi og miðað við það sem maður hefur heyrt virðist það bara hafa verið einhver leikþáttur. Það hafi verið búið að ákveða að ráða Arnar og Eið og menn hafi verið kallaðir á fund að tilefnislausu,“ sagði Henry Birgir í Sportinu í dag. Hann hefði viljað sjá Guðna lýsa því yfir að Arnar og Eiður hefðu verið hans menn allt frá upphafi. „Guðni ræður þessu að mestu leyti, hver verður næsti landsliðsþjálfari. Ef hann vill setja eggin sín í þessa körfu og trúir því staðfastlega að þetta sé réttasta og besta teymið fyrir landsliðið, þá vil ég bara sjá hann standa í lappirnar og bakka það upp frá fyrsta degi. Ef þetta voru hans menn frá degi eitt átti hann bara að segja það, treysta þeim og styðja þá og ekki vera með einhvern leikþátt og taka aðra menn í viðtöl bara til að halda meintri umræðu góðri,“ sagði Henry Birgir. Ríkharð Óskar Guðnason, sem greindi fyrstur frá því að Arnar og Eiður myndu taka við landsliðinu, tók í sama streng og Henry Birgir. „Ég spurði ykkur fyrir nokkru síðan hvort það væri búið að ráða hann fyrir löngu. Á tímabili voru hvorki Rúnar Kristinsson né Heimir Guðjónsson búnir að fá símtal. Þá var byrjað að tala um að Arnar og Eiður yrðu landsliðsþjálfarar,“ sagði Ríkharð. „Þetta var greinilega planað frá degi eitt. Og ef það hefði verið þannig hefði það verið allt í góðu. Guðni hefði bara átt að segja það strax: þetta eru mínir fyrstu kostir, þeir eru klárir í þetta og ég þarf ekki að tala við fleiri.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira