„Viðræðurnar við Rúnar og Heimi virðast hafa verið leikþáttur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2020 14:42 Strákarnir í Sportinu í dag segja að Arnar Þór Viðarsson hafi alltaf verið fyrsti kostur Guðna Bergssonar í starf landsliðsþjálfara. vísir/vilhelm Henry Birgi Gunnarssyni finnst skrítið að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafi rætt við aðra þjálfara þegar hann virtist hafa ákveðið snemma að Arnar Þór Viðarsson myndi taka við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari 22. desember. Honum til aðstoðar verður Eiður Smári Guðjohnsen. Á blaðamannafundinum þegar Arnar og Eiður voru kynntir til leiks sagðist Guðni hafa talað við fleiri þjálfara í ráðningarferlinu, meðal annars Rúnar Kristinsson, Heimi Guðjónsson og þrjá erlenda þjálfara. Henry Birgir furðar sig á því að Guðni hafi rætt við umrædda þjálfara þegar Arnar virðist alltaf hafa verið fyrsti kostur í starf landsliðsþjálfara. „Svo voru við tekin viðtöl við Rúnar og Heimi og miðað við það sem maður hefur heyrt virðist það bara hafa verið einhver leikþáttur. Það hafi verið búið að ákveða að ráða Arnar og Eið og menn hafi verið kallaðir á fund að tilefnislausu,“ sagði Henry Birgir í Sportinu í dag. Hann hefði viljað sjá Guðna lýsa því yfir að Arnar og Eiður hefðu verið hans menn allt frá upphafi. „Guðni ræður þessu að mestu leyti, hver verður næsti landsliðsþjálfari. Ef hann vill setja eggin sín í þessa körfu og trúir því staðfastlega að þetta sé réttasta og besta teymið fyrir landsliðið, þá vil ég bara sjá hann standa í lappirnar og bakka það upp frá fyrsta degi. Ef þetta voru hans menn frá degi eitt átti hann bara að segja það, treysta þeim og styðja þá og ekki vera með einhvern leikþátt og taka aðra menn í viðtöl bara til að halda meintri umræðu góðri,“ sagði Henry Birgir. Ríkharð Óskar Guðnason, sem greindi fyrstur frá því að Arnar og Eiður myndu taka við landsliðinu, tók í sama streng og Henry Birgir. „Ég spurði ykkur fyrir nokkru síðan hvort það væri búið að ráða hann fyrir löngu. Á tímabili voru hvorki Rúnar Kristinsson né Heimir Guðjónsson búnir að fá símtal. Þá var byrjað að tala um að Arnar og Eiður yrðu landsliðsþjálfarar,“ sagði Ríkharð. „Þetta var greinilega planað frá degi eitt. Og ef það hefði verið þannig hefði það verið allt í góðu. Guðni hefði bara átt að segja það strax: þetta eru mínir fyrstu kostir, þeir eru klárir í þetta og ég þarf ekki að tala við fleiri.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari 22. desember. Honum til aðstoðar verður Eiður Smári Guðjohnsen. Á blaðamannafundinum þegar Arnar og Eiður voru kynntir til leiks sagðist Guðni hafa talað við fleiri þjálfara í ráðningarferlinu, meðal annars Rúnar Kristinsson, Heimi Guðjónsson og þrjá erlenda þjálfara. Henry Birgir furðar sig á því að Guðni hafi rætt við umrædda þjálfara þegar Arnar virðist alltaf hafa verið fyrsti kostur í starf landsliðsþjálfara. „Svo voru við tekin viðtöl við Rúnar og Heimi og miðað við það sem maður hefur heyrt virðist það bara hafa verið einhver leikþáttur. Það hafi verið búið að ákveða að ráða Arnar og Eið og menn hafi verið kallaðir á fund að tilefnislausu,“ sagði Henry Birgir í Sportinu í dag. Hann hefði viljað sjá Guðna lýsa því yfir að Arnar og Eiður hefðu verið hans menn allt frá upphafi. „Guðni ræður þessu að mestu leyti, hver verður næsti landsliðsþjálfari. Ef hann vill setja eggin sín í þessa körfu og trúir því staðfastlega að þetta sé réttasta og besta teymið fyrir landsliðið, þá vil ég bara sjá hann standa í lappirnar og bakka það upp frá fyrsta degi. Ef þetta voru hans menn frá degi eitt átti hann bara að segja það, treysta þeim og styðja þá og ekki vera með einhvern leikþátt og taka aðra menn í viðtöl bara til að halda meintri umræðu góðri,“ sagði Henry Birgir. Ríkharð Óskar Guðnason, sem greindi fyrstur frá því að Arnar og Eiður myndu taka við landsliðinu, tók í sama streng og Henry Birgir. „Ég spurði ykkur fyrir nokkru síðan hvort það væri búið að ráða hann fyrir löngu. Á tímabili voru hvorki Rúnar Kristinsson né Heimir Guðjónsson búnir að fá símtal. Þá var byrjað að tala um að Arnar og Eiður yrðu landsliðsþjálfarar,“ sagði Ríkharð. „Þetta var greinilega planað frá degi eitt. Og ef það hefði verið þannig hefði það verið allt í góðu. Guðni hefði bara átt að segja það strax: þetta eru mínir fyrstu kostir, þeir eru klárir í þetta og ég þarf ekki að tala við fleiri.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira