Messi hefur þénað margar milljarða á sínum ferli sem knattspyrnumaður og á þar að leiðandi nokkuð falleg hús víðsvegar um heiminn. Hans aðalheimili er í Castelldefels á Spáni sem er bær rétt hjá Barcelona.
Messi fjárfesti í eigninni árið 2009 fyrir tvær milljónir dollara eða því sem samsvarar rúmlega 260 milljónir króna. Hann eyddi aftur á móti nokkur hundruð milljónum íslenskra að gera húsið upp.
Ekki tekur langan tíma að aka þaðan að knattspyrnuvellinum Nou Camp sem er heimavöllur Barcelona.
Í húsinu er allt sem hugurinn girnist, hlutir eins og bíósalur, líkamsræktaraðstæða, spa, sundlaug og lítill fótboltavöllur.
Hér að neðan má sjá umfjöllun um hús Leo Messi.