Gaf eigur sínar í aðdraganda sprengingarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2020 12:12 Hér má sjá starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna og aðra rannsakendur grandskoða vettvang sprengingarinnar. AP/FBI og ATF Anthony Quinn Warner, sem sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville á jóladag hafði breytt lífi sínu í aðdraganda sprengingarinnar. Þær breytingar þykja til marks um að hann hafi ekki ætlað sér að lifa sprenginguna af. Meðal annars gaf hann bæði bíl sinn og hús sitt. Warner sagði þeim sem hann gaf bíl sinn að hann hefði greinst með krabbamein. Þá hafði hann fyrir um mánuði gefið konu hús sitt í úthverfi Nashville. Þar að auki hafði hann sagt vinnuveitenda sínum að hann ætlaði sér að setjast í helgan stein. Einn nágranni sem ræddi við blaðamann AP fréttaveitunnar segir hafa rætt við Warner um viku fyrir árásina. Hann hafi hitt hann út á götu og spurt hvernig móðir hans hefði það. Þá hefði hann spurt hvort Warner fengi eitthvað skemmtilegt frá jólasveininum þetta árið. Rick Laude segir Warner hafa brosað og sagt að Nashville og heimurinn allur myndi aldrei gleyma honum. Þetta taldi Laude til marks um að Warner ætti von á einhverjum peningum og sagðist hafa verið orðlaus þegar Warner var bendlaður við sprenginguna. Lögregluþjónar voru kallaðir til í miðbæ Nashville þegar fregnir bárust af skothríð þar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Seinna var svo staðfest að Warner hafði verið í bílnum þegar hann sprakk. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í Nasvhille. Þó hann hafi skilið ákveðin ummerki eftir sig virðast lögregluþjónar engu nær um af hverju Warner sprengdi sig í loft upp. Meðal annars hafa lögregluþjónar rannsakað hvort árásin tengist samsæriskenningum um 5G. Verið er að rannsaka tölvur og harða diska Warner og leita þar ummerkja um tilefni sprengjuárásarinnar. Einnig er verið að ræða við vitni og skoða fjárhag Warner. Samkvæmt frétt AP var Warner ekki kunnur lögreglu og hann hafði einungis einu sinni verið handtekinn. Það var árið 1978 og í tengslum við marijúana. Hér má sjá myndband úr vestismyndavél lögregluþjóns sem var á vettvangi. Húsbíllinn springur í lfot upp eftir um fjórar mínútur. Bandaríkin Tengdar fréttir Sprengingin í Nashville líklega sjálfsmorðssprengjuárás Lögregluyfirvöld í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum telja að sprengjan sem sprakk í húsbíl á jóladagsmorgun hafi verið sjálfsmorðssprengjuárás. Líkamsleifar sem fundust nærri sprengjustaðnum eru til rannsóknar. 27. desember 2020 08:32 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Meðal annars gaf hann bæði bíl sinn og hús sitt. Warner sagði þeim sem hann gaf bíl sinn að hann hefði greinst með krabbamein. Þá hafði hann fyrir um mánuði gefið konu hús sitt í úthverfi Nashville. Þar að auki hafði hann sagt vinnuveitenda sínum að hann ætlaði sér að setjast í helgan stein. Einn nágranni sem ræddi við blaðamann AP fréttaveitunnar segir hafa rætt við Warner um viku fyrir árásina. Hann hafi hitt hann út á götu og spurt hvernig móðir hans hefði það. Þá hefði hann spurt hvort Warner fengi eitthvað skemmtilegt frá jólasveininum þetta árið. Rick Laude segir Warner hafa brosað og sagt að Nashville og heimurinn allur myndi aldrei gleyma honum. Þetta taldi Laude til marks um að Warner ætti von á einhverjum peningum og sagðist hafa verið orðlaus þegar Warner var bendlaður við sprenginguna. Lögregluþjónar voru kallaðir til í miðbæ Nashville þegar fregnir bárust af skothríð þar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Seinna var svo staðfest að Warner hafði verið í bílnum þegar hann sprakk. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í Nasvhille. Þó hann hafi skilið ákveðin ummerki eftir sig virðast lögregluþjónar engu nær um af hverju Warner sprengdi sig í loft upp. Meðal annars hafa lögregluþjónar rannsakað hvort árásin tengist samsæriskenningum um 5G. Verið er að rannsaka tölvur og harða diska Warner og leita þar ummerkja um tilefni sprengjuárásarinnar. Einnig er verið að ræða við vitni og skoða fjárhag Warner. Samkvæmt frétt AP var Warner ekki kunnur lögreglu og hann hafði einungis einu sinni verið handtekinn. Það var árið 1978 og í tengslum við marijúana. Hér má sjá myndband úr vestismyndavél lögregluþjóns sem var á vettvangi. Húsbíllinn springur í lfot upp eftir um fjórar mínútur.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sprengingin í Nashville líklega sjálfsmorðssprengjuárás Lögregluyfirvöld í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum telja að sprengjan sem sprakk í húsbíl á jóladagsmorgun hafi verið sjálfsmorðssprengjuárás. Líkamsleifar sem fundust nærri sprengjustaðnum eru til rannsóknar. 27. desember 2020 08:32 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Sprengingin í Nashville líklega sjálfsmorðssprengjuárás Lögregluyfirvöld í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum telja að sprengjan sem sprakk í húsbíl á jóladagsmorgun hafi verið sjálfsmorðssprengjuárás. Líkamsleifar sem fundust nærri sprengjustaðnum eru til rannsóknar. 27. desember 2020 08:32
Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30