WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2020 22:43 Vísindamenn WHO virðast á einu máli um að litlar líkur séu á því að okkur takist að útrýma SARS-CoV-2. epa/Jagadeesh Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. Þá segja þeir að þrátt fyrir að faraldurinn hafi verið alvarlegur, sé hann ekki endilega „sá stóri“. David Heymann, sem fer fyrir ráðgjafahóp WHO í smitsjúkdómum, segir það „örlög“ SARS-CoV-2 að verða landlæg (e. endemic) þrátt fyrir bólusetningar. Veiran muni halda áfram að stökkbreytast, sérstaklega þar sem mikið er um smit. „Sem betur fer búum við að úrræðum til að bjarga lífum og það í bland við almennt heilbrigði mun gera okkur kleift að læra að lifa með Covid-19,“ sagði Heymann á blaðamannafundi í dag. Ekki trygging fyrir útrýmingu veirunnar Mark Ryan, sem fer fyrir viðbragðshóp WHO, sagði að veiran yrði áfram ógn en hófleg ógn ef nógu margir yrðu bólusettir. Hann sagði að koma þyrfti í ljós hversu margir myndu þiggja bólusetningu, áður en hægt væri að leggja mat á hvort það væri raunhæft að freista þess að útrýma veirunni. „Tilvist bóluefnis, jafnvel bóluefnis sem virkar vel, er ekki trygging fyrir útrýmingu smitsjúkdóms. Það er mjög hátt mark að ætla að ná.“ Covid-19 faraldurinn virðist hafa farið algjörlega úr böndunum í Bretlandi, þar sem stjórnvöld íhuga nú afar íþyngjandi takmarkanir.epa/Andy Rain Ryan sagði tilgang bóluefnis fyrst og fremst að bjarga lífum og vernda viðkvæma en útrýming væri fjarlægur draumur. Þá varaði hann við því að næsti faraldur gæti orðið alvarlegri. „Þessi heimsfaraldur hefur verið alvarlegur ... hann hefur haft áhrif á öllum svæðum þessarar plánetu. En þetta er ekki endilega sá stóri,“ sagði Ryan. SARS-CoV-2 hefði verið vakning. „Við erum læra, núna, hvernig við getum gert betur,“ sagði hann. „Við búum í síflóknara alþjóðasamfélagi. Ef það er eitthvað sem við verðum að læra af þessum faraldri, öllum harmleiknum og missinum, þá er það að taka okkur saman í andlitinu. Við þurfum að heiðra þá sem við höfum misst með því að verða betri í því sem við gerum á hverjum degi.“ Ekki víst að bóluefnin komi í veg fyrir smit Yfirvísindamaður WHO, Soumya Swaminathan, sagði að bólusetning ætti ekki að verða til þess að fólk hætti að huga að persónubundnum sóttvörnum. Bóluefnin myndu koma í veg fyrir einkenni, alvarleg veikindi og dauðsföll en það væri óvíst hvort þau myndu stöðva smit. „Ég tel okkur ekki hafa sönnunargögn þess efnis að neitt bóluefnanna komi í veg fyrir sýkingu og að fólk smiti aðra,“ sagði hún. „Þannig að við verðum að gera ráð fyrir að fólk sem hefur verið bólusett þurfi að gera sömu varúðarráðstafanir.“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, sagði nýju ári fylgja nýjar áskoranir. „Til dæmis ný afbrigði Covid-19 og að aðstoða þá sem eru orðnir þreyttir á faraldrinum að halda áfram að berjast við hann,“ sagði hann. Hann sagðist fagna þeim stórkostlega árangri sem hefði náðst en starfsmenn WHO myndu ekki hvílast fyrr en allir hefðu aðgang að bóluefnunum gegn Covid-19. Guardian sagði frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira
Þá segja þeir að þrátt fyrir að faraldurinn hafi verið alvarlegur, sé hann ekki endilega „sá stóri“. David Heymann, sem fer fyrir ráðgjafahóp WHO í smitsjúkdómum, segir það „örlög“ SARS-CoV-2 að verða landlæg (e. endemic) þrátt fyrir bólusetningar. Veiran muni halda áfram að stökkbreytast, sérstaklega þar sem mikið er um smit. „Sem betur fer búum við að úrræðum til að bjarga lífum og það í bland við almennt heilbrigði mun gera okkur kleift að læra að lifa með Covid-19,“ sagði Heymann á blaðamannafundi í dag. Ekki trygging fyrir útrýmingu veirunnar Mark Ryan, sem fer fyrir viðbragðshóp WHO, sagði að veiran yrði áfram ógn en hófleg ógn ef nógu margir yrðu bólusettir. Hann sagði að koma þyrfti í ljós hversu margir myndu þiggja bólusetningu, áður en hægt væri að leggja mat á hvort það væri raunhæft að freista þess að útrýma veirunni. „Tilvist bóluefnis, jafnvel bóluefnis sem virkar vel, er ekki trygging fyrir útrýmingu smitsjúkdóms. Það er mjög hátt mark að ætla að ná.“ Covid-19 faraldurinn virðist hafa farið algjörlega úr böndunum í Bretlandi, þar sem stjórnvöld íhuga nú afar íþyngjandi takmarkanir.epa/Andy Rain Ryan sagði tilgang bóluefnis fyrst og fremst að bjarga lífum og vernda viðkvæma en útrýming væri fjarlægur draumur. Þá varaði hann við því að næsti faraldur gæti orðið alvarlegri. „Þessi heimsfaraldur hefur verið alvarlegur ... hann hefur haft áhrif á öllum svæðum þessarar plánetu. En þetta er ekki endilega sá stóri,“ sagði Ryan. SARS-CoV-2 hefði verið vakning. „Við erum læra, núna, hvernig við getum gert betur,“ sagði hann. „Við búum í síflóknara alþjóðasamfélagi. Ef það er eitthvað sem við verðum að læra af þessum faraldri, öllum harmleiknum og missinum, þá er það að taka okkur saman í andlitinu. Við þurfum að heiðra þá sem við höfum misst með því að verða betri í því sem við gerum á hverjum degi.“ Ekki víst að bóluefnin komi í veg fyrir smit Yfirvísindamaður WHO, Soumya Swaminathan, sagði að bólusetning ætti ekki að verða til þess að fólk hætti að huga að persónubundnum sóttvörnum. Bóluefnin myndu koma í veg fyrir einkenni, alvarleg veikindi og dauðsföll en það væri óvíst hvort þau myndu stöðva smit. „Ég tel okkur ekki hafa sönnunargögn þess efnis að neitt bóluefnanna komi í veg fyrir sýkingu og að fólk smiti aðra,“ sagði hún. „Þannig að við verðum að gera ráð fyrir að fólk sem hefur verið bólusett þurfi að gera sömu varúðarráðstafanir.“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, sagði nýju ári fylgja nýjar áskoranir. „Til dæmis ný afbrigði Covid-19 og að aðstoða þá sem eru orðnir þreyttir á faraldrinum að halda áfram að berjast við hann,“ sagði hann. Hann sagðist fagna þeim stórkostlega árangri sem hefði náðst en starfsmenn WHO myndu ekki hvílast fyrr en allir hefðu aðgang að bóluefnunum gegn Covid-19. Guardian sagði frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira