Lögregla segir í tilkynningu að einhverra sé enn saknað, en stærsta skriðan féll skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt að staðartíma. Þá segja norskir fjölmiðlar frá því að símtöl hafi borist frá fólki sem fast er á hamfarasvæðinu.
Á myndbandi frá Verdens Gang má sjá hvernig heilt hús hrapar niður hlíð á hamfarasvæðinu og eyðileggst.
Um 150 til 200 manns var gert að yfirgefa heimili sín eftir að stóra skriðan féll. Anders Østensen, sveitarstjóri í Gjerdum, segir að um miklar og alvarlegar hamfarir vera að ræða.

NRK segir frá því að níu manns hið minnsta hafi slasast þó að ástand þeirra er ekki sagt vera alvarlegt. Var fólkið flutt til aðhlynningar bæði á sjúkrahús og læknavakt.

Mikill viðbúnaður er á svæðinu og segir Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, erfitt að sjá hvernig kraftar náttúrunnar hafi herjað á bæjarbúa. Hugur hennar sé hjá öllum þeim sem hafa lent í skriðunum.
Det er vondt å se hvordan naturkreftene har herjet i Gjerdrum. Mine tanker går til alle som er rammet av jordskredet. Nå er det viktig at nødetatene får gjort jobben sin.
— Erna Solberg (@erna_solberg) December 30, 2020
Íbúar Ask telja um fimm þúsund manns.
Fréttin verður uppfærð.