Gleðilegt hýrt ár! Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 30. desember 2020 14:01 Ég hlakka svo til ársins 2021 að ég er með kitl í maganum. Væntingar mínar til næsta árs eru kannski bjartsýnni en tilefni er til, en bjartsýni í nokkru óhófi hefur reyndar alltaf reynst mér ágætlega. Daginn er líka tekið að lengja, farsóttarfrelsið er handan við hornið og hvers vegna í ósköpunum ættu allar mínar hýrustu áramótaóskir ekki að rætast við slíkar aðstæður? Á árinu 2020 höfum við sannarlega þurft að venjast ýmsum framandlegum sviðsmyndum. Ein þeirra birtist í því að í fyrsta sinn síðan Árni Johnsen flutti ræðu gegn staðfestri samvist fólks af sama kyni árið 1996 stöndum við frammi fyrir því að talað sé gegn réttindum hinsegin fólks, nánar tiltekið réttindum trans og intersex fólks, með afdráttarlausum hætti á Alþingi Íslendinga. Á sama tíma sjáum við að æ oftar birtast blaðagreinar og skoðanapistlar sem mála upp misvísandi og jafnvel kolranga mynd af sömu hópum hinsegin fólks. Sem betur fer hafa langflestir stjórnmálaflokkar sýnt með skýrum hætti að þeir eru samherjar okkar og við vitum að yfir heildina litið eru viðhorf almennings á Íslandi gagnvart hinsegin fólki ein þau jákvæðustu á heimsvísu. Það er þó mikilvægt fyrir öll að átta sig á því að við sem erum hinsegin höfum almennt engan áhuga á því að tilvist okkar eða réttindi verði að einhvers konar pólitísku þrætuepli. Sú umræðuhringrás sem myndast í samfélaginu trekk í trekk tekur nefnilega á sálina. Það geta hommar, lesbíur og tvíkynhneigt fólk sem tókust á við erfiða samfélagsumræðu á sínum tíma vitnað um og það geta trans og intersex ungmenni og fullorðnir vitnað um núna. Ósk mín fyrir árið 2021 einkennist sannarlega af bjartsýni, en hún er líka einföld. Ég vona einlæglega að fólk — sama hvað það kýs og eiginlega sama hvað því finnst — staldri oftar við og geri sér grein fyrir því að orð þess og gjörðir, jafnvel smáar og jafnvel á internetinu, hafa alvöru áhrif á líf annars fólks. Ég vona að fólk hugsi sig um áður en það tjáir sig án þess að þekkja málin eða gefur manneskjum sem tala gegn mannréttindum fólks rými í umræðunni. Ég hvet fólk til að prófa að ímynda sér hvernig það er að fylgjast með tveimur andstæðum pólum takast á um það hvort að manneskja eins og þú megi fara í sund eða stunda íþróttir með eigin kyni, hvort að manneskja eins og þú geti verið í mynd Guðs, hvort að manneskja eins og þú megi ákveða sjálf hvað hún heitir. Þetta er ekki flókið. Þegar þið talið um hinsegin málefni, hvort sem það er á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum, á kaffistofum, í heita pottinum: Virkið samkenndina í brjóstum ykkar. Minnið ykkur á að hinsegin málefni snúast fyrst og fremst um fólk og þeirra innsta kjarna. Í kjarna hverrar manneskju er sannleikur sem er einfaldlega ekki hægt að rökræða. Á árinu 2021 munu Samtökin ‘78 áfram tala fyrir ást, mannvirðingu, hugrekki og samstöðu. Ég veit að fleiri munu gera það líka og að saman stöndum við vörð um samfélag þar sem allt fólk fær tækifæri til að blómstra. Stjórnmál sem byggja á andúð í garð minnihlutahópa hafa ekki notið víðtæks stuðnings á Íslandi hingað til og það er hlutverk okkar allra að halda því þannig. Förum vonglöð og hýr inn í 2021. Það er nefnilega fullt tilefni til bjartsýni. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ég hlakka svo til ársins 2021 að ég er með kitl í maganum. Væntingar mínar til næsta árs eru kannski bjartsýnni en tilefni er til, en bjartsýni í nokkru óhófi hefur reyndar alltaf reynst mér ágætlega. Daginn er líka tekið að lengja, farsóttarfrelsið er handan við hornið og hvers vegna í ósköpunum ættu allar mínar hýrustu áramótaóskir ekki að rætast við slíkar aðstæður? Á árinu 2020 höfum við sannarlega þurft að venjast ýmsum framandlegum sviðsmyndum. Ein þeirra birtist í því að í fyrsta sinn síðan Árni Johnsen flutti ræðu gegn staðfestri samvist fólks af sama kyni árið 1996 stöndum við frammi fyrir því að talað sé gegn réttindum hinsegin fólks, nánar tiltekið réttindum trans og intersex fólks, með afdráttarlausum hætti á Alþingi Íslendinga. Á sama tíma sjáum við að æ oftar birtast blaðagreinar og skoðanapistlar sem mála upp misvísandi og jafnvel kolranga mynd af sömu hópum hinsegin fólks. Sem betur fer hafa langflestir stjórnmálaflokkar sýnt með skýrum hætti að þeir eru samherjar okkar og við vitum að yfir heildina litið eru viðhorf almennings á Íslandi gagnvart hinsegin fólki ein þau jákvæðustu á heimsvísu. Það er þó mikilvægt fyrir öll að átta sig á því að við sem erum hinsegin höfum almennt engan áhuga á því að tilvist okkar eða réttindi verði að einhvers konar pólitísku þrætuepli. Sú umræðuhringrás sem myndast í samfélaginu trekk í trekk tekur nefnilega á sálina. Það geta hommar, lesbíur og tvíkynhneigt fólk sem tókust á við erfiða samfélagsumræðu á sínum tíma vitnað um og það geta trans og intersex ungmenni og fullorðnir vitnað um núna. Ósk mín fyrir árið 2021 einkennist sannarlega af bjartsýni, en hún er líka einföld. Ég vona einlæglega að fólk — sama hvað það kýs og eiginlega sama hvað því finnst — staldri oftar við og geri sér grein fyrir því að orð þess og gjörðir, jafnvel smáar og jafnvel á internetinu, hafa alvöru áhrif á líf annars fólks. Ég vona að fólk hugsi sig um áður en það tjáir sig án þess að þekkja málin eða gefur manneskjum sem tala gegn mannréttindum fólks rými í umræðunni. Ég hvet fólk til að prófa að ímynda sér hvernig það er að fylgjast með tveimur andstæðum pólum takast á um það hvort að manneskja eins og þú megi fara í sund eða stunda íþróttir með eigin kyni, hvort að manneskja eins og þú geti verið í mynd Guðs, hvort að manneskja eins og þú megi ákveða sjálf hvað hún heitir. Þetta er ekki flókið. Þegar þið talið um hinsegin málefni, hvort sem það er á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum, á kaffistofum, í heita pottinum: Virkið samkenndina í brjóstum ykkar. Minnið ykkur á að hinsegin málefni snúast fyrst og fremst um fólk og þeirra innsta kjarna. Í kjarna hverrar manneskju er sannleikur sem er einfaldlega ekki hægt að rökræða. Á árinu 2021 munu Samtökin ‘78 áfram tala fyrir ást, mannvirðingu, hugrekki og samstöðu. Ég veit að fleiri munu gera það líka og að saman stöndum við vörð um samfélag þar sem allt fólk fær tækifæri til að blómstra. Stjórnmál sem byggja á andúð í garð minnihlutahópa hafa ekki notið víðtæks stuðnings á Íslandi hingað til og það er hlutverk okkar allra að halda því þannig. Förum vonglöð og hýr inn í 2021. Það er nefnilega fullt tilefni til bjartsýni. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar