Skriða féll hundrað metrum frá heimili Hafdísar Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 30. desember 2020 15:27 Hafdís Gunnarsdóttir hefur verið búsett í Ask ásamt norskum eiginmanni sínum síðan 1997. Til hægri sést eyðileggingin í bænum eftir skriðuföllin. Samsett/Facebook/EPA Íslensk kona sem búsett er í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt lýsir því að skriða hafi fallið um hundrað metrum frá heimili hennar í bænum. Uggur sé í bæjarbúum en þeir standi saman í hamförunum. „Það byrjaði bara með því að við heyrðum læti og mikið af þyrlum og sírenum. Þannig að við fórum bara á fætur,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, sem búið hefur í Ask síðan 1997 með norskum eiginmanni sínum, í samtali við fréttastofu. Hafdís segir að rafmagninu hafi slegið út á heimilinu og þau því lesið um aurskriðuna í símum sínum. Svo hafi lögregla bankað upp á hjá þeim. „Og við þurftum öll að koma okkur í burtu eins fljótt og hægt væri því það var komin ný skriða hundrað metra frá okkur. Þannig að við hoppuðum í skó og jakka, náðum í bílinn og fengum með okkur nágranna. Svo komum við okkur upp í unglingaskólann og skráðum okkur, þar sem er haldið utan um ef einhvern vantar. Þetta var dálítið mikið stress.“ Hafdís lýsir því að fyrsta skriðan hafi hrifið með sér nokkur hús í bænum. Hin skriðan, sem féll nærri heimili þeirra, hafi einnig valdið tjóni. „Og nú sé ég að það er nýtt hús sem hvarf núna klukkan 15:20 að norskum tíma,“ segir Hafdís. Frá þessu er greint á vef VG, þar sem segir að mörg hús hafi orðið skriðunum að bráð og hrunið til grunna. Eitt þeirra sést falla ofan í skriðusárið um klukkan 15:20 í myndbandinu hér fyrir neðan. Nágranna í næstu götu saknað Um hádegisbil í dag var ekki vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu. Sú tala er enn óbreytt nú síðdegis. Lögregla tók fram að fólkið kunni að hafa verið í heimsókn hjá öðru fólki þegar skriðurnar féllu eða tekist að komast burt af sjálfsdáðum. Hafdís segir að hluti þeirra sem er saknað séu nágrannar hennar. „Já, maður getur sagt það. Bara í næstu götu,“ segir Hafdís. Hún kveðst kannast við einhverja þeirra en þekki þó engan vel. Tengdamóðirin flutt á sjúkrahús Hafdís segist ekki vita betur en að það sé í lagi með húsið þeirra hjóna en þau fylgist vel með gangi mála. Þau eru nú stödd á hóteli við Gardemoen-flugvöllinn Heldur – vita ekki hvenær þau fá að fara heim „Við höfum ekki neitt með okkur og þurfum að fara að versla, tannkrem, tannbursta og ýmislegt sem okkur vantar. [...] Svo er hjúkrunarheimili þarna rétt fyrir ofan stærstu skriðuna og allir þar voru sendir á sjúkrahús til að fá hjálp því það hefur verið svo mikið Covid-19 þar. Tengdamóðir mín er þar.“ Þá telur Hafdís að flestir nánustu nágrannar þeirra hjóna hafi komist heilir frá hamförunum en margir bæjarbúar óttist um ástvini sína. Allir reyni að hjálpast að í gegnum harmleikinn. „Við reynum að hjálpa hvert öðru. Það eru margir sem eru ekki á bíl. Við fórum núna með einn nágrannann í næsta bæ til að fara í apótek að fá lyfin sín. Við hjálpumst að sem erum hérna.“ Noregur Íslendingar erlendis Leirskriður í Ask Tengdar fréttir Ekki vitað um afdrif 21 sem er til heimilis á hamfarasvæðinu Ekki er vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt. Þetta sagði norska lögreglan um klukkan tólf, en um klukkan ellefu var rætt um 26 og hefur nú verið gert grein fyrir fimm af þeim. 30. desember 2020 11:31 Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28 Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
„Það byrjaði bara með því að við heyrðum læti og mikið af þyrlum og sírenum. Þannig að við fórum bara á fætur,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, sem búið hefur í Ask síðan 1997 með norskum eiginmanni sínum, í samtali við fréttastofu. Hafdís segir að rafmagninu hafi slegið út á heimilinu og þau því lesið um aurskriðuna í símum sínum. Svo hafi lögregla bankað upp á hjá þeim. „Og við þurftum öll að koma okkur í burtu eins fljótt og hægt væri því það var komin ný skriða hundrað metra frá okkur. Þannig að við hoppuðum í skó og jakka, náðum í bílinn og fengum með okkur nágranna. Svo komum við okkur upp í unglingaskólann og skráðum okkur, þar sem er haldið utan um ef einhvern vantar. Þetta var dálítið mikið stress.“ Hafdís lýsir því að fyrsta skriðan hafi hrifið með sér nokkur hús í bænum. Hin skriðan, sem féll nærri heimili þeirra, hafi einnig valdið tjóni. „Og nú sé ég að það er nýtt hús sem hvarf núna klukkan 15:20 að norskum tíma,“ segir Hafdís. Frá þessu er greint á vef VG, þar sem segir að mörg hús hafi orðið skriðunum að bráð og hrunið til grunna. Eitt þeirra sést falla ofan í skriðusárið um klukkan 15:20 í myndbandinu hér fyrir neðan. Nágranna í næstu götu saknað Um hádegisbil í dag var ekki vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu. Sú tala er enn óbreytt nú síðdegis. Lögregla tók fram að fólkið kunni að hafa verið í heimsókn hjá öðru fólki þegar skriðurnar féllu eða tekist að komast burt af sjálfsdáðum. Hafdís segir að hluti þeirra sem er saknað séu nágrannar hennar. „Já, maður getur sagt það. Bara í næstu götu,“ segir Hafdís. Hún kveðst kannast við einhverja þeirra en þekki þó engan vel. Tengdamóðirin flutt á sjúkrahús Hafdís segist ekki vita betur en að það sé í lagi með húsið þeirra hjóna en þau fylgist vel með gangi mála. Þau eru nú stödd á hóteli við Gardemoen-flugvöllinn Heldur – vita ekki hvenær þau fá að fara heim „Við höfum ekki neitt með okkur og þurfum að fara að versla, tannkrem, tannbursta og ýmislegt sem okkur vantar. [...] Svo er hjúkrunarheimili þarna rétt fyrir ofan stærstu skriðuna og allir þar voru sendir á sjúkrahús til að fá hjálp því það hefur verið svo mikið Covid-19 þar. Tengdamóðir mín er þar.“ Þá telur Hafdís að flestir nánustu nágrannar þeirra hjóna hafi komist heilir frá hamförunum en margir bæjarbúar óttist um ástvini sína. Allir reyni að hjálpast að í gegnum harmleikinn. „Við reynum að hjálpa hvert öðru. Það eru margir sem eru ekki á bíl. Við fórum núna með einn nágrannann í næsta bæ til að fara í apótek að fá lyfin sín. Við hjálpumst að sem erum hérna.“
Noregur Íslendingar erlendis Leirskriður í Ask Tengdar fréttir Ekki vitað um afdrif 21 sem er til heimilis á hamfarasvæðinu Ekki er vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt. Þetta sagði norska lögreglan um klukkan tólf, en um klukkan ellefu var rætt um 26 og hefur nú verið gert grein fyrir fimm af þeim. 30. desember 2020 11:31 Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28 Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Ekki vitað um afdrif 21 sem er til heimilis á hamfarasvæðinu Ekki er vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt. Þetta sagði norska lögreglan um klukkan tólf, en um klukkan ellefu var rætt um 26 og hefur nú verið gert grein fyrir fimm af þeim. 30. desember 2020 11:31
Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28
Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08