Marti Cifuntes hefur þjálfað Sandefjord undanfarin ár en hann er nú farinn til Danmerkur. Þar tók hann við Álaborg sem Erik Hamrén, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, var meðal annars orðaður við.
Í dag var svo Hans Erkinn ráðinn þjálfari Sandefjord næstu tvö árin en hann mun þjálfa liðið ásamt Andreas Tegström. Þeir léku saman á sínum tíma hjá Sandefjord.
Velkommen tilbake til Sandefjord Fotball, Hans Erik Ødegaard og Andreas Tegström https://t.co/6tY3iiZuIt
— Sandefjord Fotball (@sfjfotball) December 30, 2020
Hans Erik hefur áður verið aðstoðarþjálfari Mjøndalen, þjálfari í yngri liðum Real Madrid og síðast var hann yfirþjálfari hjá yngri liðum Strømsgodset. Andreas var síðast þjálfari Assyriska í sænsku B-deildinni.
Viðar Ari Jónsson og Emil Pálsson léku með Sandefjord á síðustu leiktíð. Viðar Ari er samningsbundinn til lok ársins 2021 en Emil er samningslaus um áramótin. Óvíst er hvort að hann verði áfram hjá félaginu.