Jarðfræðingur útskýrir hvað býr að baki leirskriðunum í Ask Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 31. desember 2020 12:21 Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Jarðvísindastofnun. Skjáskot/Stöð 2 Jarðfræðingur segir jarðveginn á skriðusvæðinu í norska bænum Ask, þar sem gríðarmiklar leirskriður féllu í fyrrinótt, mjög „óstabílann“, einkum eftir rigningar undanfarna daga. Líta þurfi allt að tólf þúsund ár aftur í tímann til að skilja hvað býr að baki. Tíu er enn saknað í norska bænum Ask, þar sem gríðarlegar leirskriður féllu í fyrrinótt. Leitarhundur ásamt þjálfara, voru látnir síga niður úr þyrlu á hamfarasvæðinu í nótt til að meta aðstæður og leita að fólki. Enginn fannst í aðgerðinni. Lögregla hefur enn ekki komist inn á skriðusvæðið og fer leit því fram með þyrlum, drónum og hitamyndavélum. Leit stóð yfir í alla nótt án árangurs, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í morgun. Áfram verður leitað í dag. Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur hjá jarðvísindastofnun segir í samtali við fréttastofu að til að skilja skriðuföllin þurfi að fara um tíu til tólf þúsund ár aftur í tímann. Í lok síðasta kuldaskeiðs hafi jökull á svæðinu hörfað en bælt landið niður áður. „Þannig að þegar ísinn bráðnaði hækkaði í heimshöfunum, sjór fylgdi í kjölfar hörfandi jökla og leysingavatnið eða jökulárnar fluttu út til hafs mikið af efni, meðal annars þennan leir, jökulleir sem settist til á hafsbotni og þessi kvikleir er í raun og veru leir sem sest til í sjávarumhverfi. Saltið í sjónum er lykillinn að því að efnið er að skríða á þann hátt sem það er að gera.“ Erfitt að spá fyrir um skriðurnar Hann segir að það ætti í raun ekki að koma á óvart að skriða hafi fallið á svæðinu. „Nei, samkvæmt kortlagningu NVE var þetta svæði kortlagt sem leirskriðu-svæði og hefði í raun ekki átt að koma þannig lagað á óvart. En það er mjög erfitt að segja til um hvenær og hvort þessar skriður falla eða ekki. Þetta er svolítið öðruvísi en önnur ofanflóðavá sem er vöktuð,“ segir Þorsteinn. „Þetta er sambland af þáttum sem ná yfir mjög langan tíma.“ Noregur er talinn framarlega í ofanflóðavörnum. Inntur eftir því hvort það hafi verið undarlegt að svona hamfarir hafi getað orðið segir Þorsteinn að þetta sé ekki einsdæmi. „Þetta eru stór svæði, ekki bara í noregi heldur í Skandinavíu, bretlandseyjum og norðurhluta Bandaríkjunum sem eru með þessi setlög. Þetta er ekkert einsdæmi. En þetta er mjög slæmt því þetta er nánast inni í miðju íbúðahverfi.“ Skriðan étur sig áfram inn í landið Þá bendir hann á að mjög stórar leirskriður hafi orðið í Noregi í gegnum tíðina. Skriðurnar séu mismunandi að stærð. Skriðan sem féll í Ask var mjög stór og féll beint á byggð, sem gerir hana einmitt svo slæma. „Það sem maður sér af myndum eru þessir atburðir þannig að þú byrjar á einhverjum einum stað og svo étur skriðan sig áfram inn í landið, eða frá upptakapunktinum. Eins og þeir lýsa þessu er þetta mjög óstabílt, þetta eru snarbrattir veggir, og þess vegna rýma þeir svona stórt svæði í kringum þetta því þeir vita ekki hvernig þetta mun haga sér eða ná langt.“ Þá bendir Þorsteinn á að gríðarleg úrkoma hafi verið undanfarið á svæðinu, sem bæti ekki ástandið. „Þess vegna fara þeir mjög varlega og það er ómögulegt í rauninni að segja hvernig þetta heldur áfram. Og ástandið mjög slæmt. Og samkvæmt nýjustu fréttum tíu enn saknað, og það er náttúrulega það sem er alvarlegast við þetta.“ Noregur Náttúruhamfarir Leirskriður í Ask Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Fleiri fréttir Það sé alltaf óheppilegt að ná ekki málum í gegn Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Sjá meira
Tíu er enn saknað í norska bænum Ask, þar sem gríðarlegar leirskriður féllu í fyrrinótt. Leitarhundur ásamt þjálfara, voru látnir síga niður úr þyrlu á hamfarasvæðinu í nótt til að meta aðstæður og leita að fólki. Enginn fannst í aðgerðinni. Lögregla hefur enn ekki komist inn á skriðusvæðið og fer leit því fram með þyrlum, drónum og hitamyndavélum. Leit stóð yfir í alla nótt án árangurs, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í morgun. Áfram verður leitað í dag. Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur hjá jarðvísindastofnun segir í samtali við fréttastofu að til að skilja skriðuföllin þurfi að fara um tíu til tólf þúsund ár aftur í tímann. Í lok síðasta kuldaskeiðs hafi jökull á svæðinu hörfað en bælt landið niður áður. „Þannig að þegar ísinn bráðnaði hækkaði í heimshöfunum, sjór fylgdi í kjölfar hörfandi jökla og leysingavatnið eða jökulárnar fluttu út til hafs mikið af efni, meðal annars þennan leir, jökulleir sem settist til á hafsbotni og þessi kvikleir er í raun og veru leir sem sest til í sjávarumhverfi. Saltið í sjónum er lykillinn að því að efnið er að skríða á þann hátt sem það er að gera.“ Erfitt að spá fyrir um skriðurnar Hann segir að það ætti í raun ekki að koma á óvart að skriða hafi fallið á svæðinu. „Nei, samkvæmt kortlagningu NVE var þetta svæði kortlagt sem leirskriðu-svæði og hefði í raun ekki átt að koma þannig lagað á óvart. En það er mjög erfitt að segja til um hvenær og hvort þessar skriður falla eða ekki. Þetta er svolítið öðruvísi en önnur ofanflóðavá sem er vöktuð,“ segir Þorsteinn. „Þetta er sambland af þáttum sem ná yfir mjög langan tíma.“ Noregur er talinn framarlega í ofanflóðavörnum. Inntur eftir því hvort það hafi verið undarlegt að svona hamfarir hafi getað orðið segir Þorsteinn að þetta sé ekki einsdæmi. „Þetta eru stór svæði, ekki bara í noregi heldur í Skandinavíu, bretlandseyjum og norðurhluta Bandaríkjunum sem eru með þessi setlög. Þetta er ekkert einsdæmi. En þetta er mjög slæmt því þetta er nánast inni í miðju íbúðahverfi.“ Skriðan étur sig áfram inn í landið Þá bendir hann á að mjög stórar leirskriður hafi orðið í Noregi í gegnum tíðina. Skriðurnar séu mismunandi að stærð. Skriðan sem féll í Ask var mjög stór og féll beint á byggð, sem gerir hana einmitt svo slæma. „Það sem maður sér af myndum eru þessir atburðir þannig að þú byrjar á einhverjum einum stað og svo étur skriðan sig áfram inn í landið, eða frá upptakapunktinum. Eins og þeir lýsa þessu er þetta mjög óstabílt, þetta eru snarbrattir veggir, og þess vegna rýma þeir svona stórt svæði í kringum þetta því þeir vita ekki hvernig þetta mun haga sér eða ná langt.“ Þá bendir Þorsteinn á að gríðarleg úrkoma hafi verið undanfarið á svæðinu, sem bæti ekki ástandið. „Þess vegna fara þeir mjög varlega og það er ómögulegt í rauninni að segja hvernig þetta heldur áfram. Og ástandið mjög slæmt. Og samkvæmt nýjustu fréttum tíu enn saknað, og það er náttúrulega það sem er alvarlegast við þetta.“
Noregur Náttúruhamfarir Leirskriður í Ask Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Fleiri fréttir Það sé alltaf óheppilegt að ná ekki málum í gegn Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“