„Íslenskir stjórnmálamenn ákváðu að láta faraldurinn ekki snúast um sig“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. desember 2020 20:16 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra óskaði landsmönnum öllum ljóss og friðar á nýju ári sem nú fer í hönd í áramótaávarpi sínu í kvöld. Hún stiklaði á stóru yfir fordæmalaust ár, litað af heimsfaraldri, og kvað það „heilbrigðismerki“ að stjórnmálamenn á Íslandi hefðu ekki látið faraldurinn snúast um sig. Áramótaávarp forsætisráðherra er flutt á gamlárskvöld ár hvert. Katrín sagði í ávarpi sínu í kvöld að árið framundan, 2021, væri ár viðspyrnu. Hjálpa þyrfti fólki, fjölskyldum og efnahagslífinu af stað á ný. „Árið 2021 verður gott ár; ár gróanda og vaxtar, ár þar sem við byggjum á lærdómum ársins sem er að líða.“ Þá kvað hún árið 2020 hafa verið mikinn prófstein á stjórnmálin. „Ég tel það heilbrigðismerki á íslenskum stjórnmálum að íslenskir stjórnmálamenn ákváðu að láta faraldurinn ekki snúast um sig heldur nálguðust þetta verkefni sem björgunarstarf. Að einhverju leyti endurspeglar þetta ár hið sérstaka hlutskipti stjórnmálanna og það er mjög mikilvægt að við sem erum í forsvari í stjórnmálum þjóðarinnar vöndum okkur,“ sagði Katrín. Verða að gæta þess að sundra ekki þjóðinni Við erfiðar aðstæður sem þessar hætti stjórnmálum til að verða öfgakennd og harkaleg, sem geti leitt til rofs í samstöðu þjóðarinnar. „Sú skylda hvílir á okkur öllum sem nú sitjum á Alþingi og í ríkisstjórn að gæta að því eftir fremsta megni að sundra ekki þjóðinni á þessum örlagatímum og til að svo megi verða þurfum við öll að muna að stjórnmálin snúast um gildi og hugsjónir en fyrst og fremst snúast þau um að vinna fyrir almenning í landinu og vera trú því verkefni sem okkur er falið að vinna. Vonandi berum við gæfu á komandi ári til að rísa undir þeirri ábyrgð sem á okkur hvílir,“ sagði Katrín. „Þess vegna byggjum við núna bara upp“ Þá minntist Katrín snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði í janúar á þessu ári og skriðufallanna á Seyðisfirði nú í desember. Hún rifjaði upp orð íbúa á Seyðisfirði þegar hún heimsótti bæinn eftir skriðuna: „Það varð ekkert manntjón og þess vegna er framtíðin áfram hér, þess vegna byggjum við núna bara upp.“ Nú væri einmitt tími viðspyrnu. „Þrátt fyrir erfitt ár þá hefur birtan verið yfirsterkari myrkrinu – jafnvel á dimmustu stundunum. Við kveðjum þetta ár, kannski ekki með mikilli eftirsjá, en göngum inn í framtíðina bjartsýn – og með vissuna um að við stöndum styrkum fótum í okkar öfluga og góða samfélagi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Áramót Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Áramótaávarp forsætisráðherra er flutt á gamlárskvöld ár hvert. Katrín sagði í ávarpi sínu í kvöld að árið framundan, 2021, væri ár viðspyrnu. Hjálpa þyrfti fólki, fjölskyldum og efnahagslífinu af stað á ný. „Árið 2021 verður gott ár; ár gróanda og vaxtar, ár þar sem við byggjum á lærdómum ársins sem er að líða.“ Þá kvað hún árið 2020 hafa verið mikinn prófstein á stjórnmálin. „Ég tel það heilbrigðismerki á íslenskum stjórnmálum að íslenskir stjórnmálamenn ákváðu að láta faraldurinn ekki snúast um sig heldur nálguðust þetta verkefni sem björgunarstarf. Að einhverju leyti endurspeglar þetta ár hið sérstaka hlutskipti stjórnmálanna og það er mjög mikilvægt að við sem erum í forsvari í stjórnmálum þjóðarinnar vöndum okkur,“ sagði Katrín. Verða að gæta þess að sundra ekki þjóðinni Við erfiðar aðstæður sem þessar hætti stjórnmálum til að verða öfgakennd og harkaleg, sem geti leitt til rofs í samstöðu þjóðarinnar. „Sú skylda hvílir á okkur öllum sem nú sitjum á Alþingi og í ríkisstjórn að gæta að því eftir fremsta megni að sundra ekki þjóðinni á þessum örlagatímum og til að svo megi verða þurfum við öll að muna að stjórnmálin snúast um gildi og hugsjónir en fyrst og fremst snúast þau um að vinna fyrir almenning í landinu og vera trú því verkefni sem okkur er falið að vinna. Vonandi berum við gæfu á komandi ári til að rísa undir þeirri ábyrgð sem á okkur hvílir,“ sagði Katrín. „Þess vegna byggjum við núna bara upp“ Þá minntist Katrín snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði í janúar á þessu ári og skriðufallanna á Seyðisfirði nú í desember. Hún rifjaði upp orð íbúa á Seyðisfirði þegar hún heimsótti bæinn eftir skriðuna: „Það varð ekkert manntjón og þess vegna er framtíðin áfram hér, þess vegna byggjum við núna bara upp.“ Nú væri einmitt tími viðspyrnu. „Þrátt fyrir erfitt ár þá hefur birtan verið yfirsterkari myrkrinu – jafnvel á dimmustu stundunum. Við kveðjum þetta ár, kannski ekki með mikilli eftirsjá, en göngum inn í framtíðina bjartsýn – og með vissuna um að við stöndum styrkum fótum í okkar öfluga og góða samfélagi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Áramót Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira