Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2020 08:16 Ursula von der Leyen tók við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í lok síðasta árs. Getty Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. Bannið yrði sett á með það fyrir augum að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og myndi það einnig loka ytri landamærum Schengen svæðisins, sem Íslendingar eru aðilar að. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að í raun þýði bannið að Evrópu verði lokað og á ferðabannið að gilda í þrjátíu daga. Málið verður rætt á símafundi leiðtoga sem fram fer síðar í dag. Öðrum Evrópuríkjum, sem þó eru ekki aðilar að Schengen, verður boðið að taka þátt í aðgerðunum, óski þær þess, en á meðal Evrópulanda sem ekki eru í Schengen má nefna Bretland og Írland. Emmanuel Macron Frakklandsforseti ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi.Getty Flest ríki heims þar sem kórónuveirunnar hefur orðið vart eru nú að herða á aðgerðum sínum til varnar veikinni og í Þýskalandi hefur Angela Merkel bannað allar trúarathafnir og sagt fólki að fresta öllum fyrirhuguðum ferðalögum. Í Frakklandi hefur Emmanuel Macron forseti síðan sagt fólki að halda sig heima og aðeins fara út í nauðsynlegum erindagerðum. Macron sagði einnig að fyrri ráð, sem gengu út á að loka skólum, kaffihúsum og verslunum hefðu ekki dugað nægilega vel til að hefta útbreiðsluna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Biðja Íslendinga sem eiga rétt á heilbrigðisþjónustu hérlendis að íhuga að koma heim Utanríkisráðuneytið mælir með því að hópur Íslendinga sem staddir eru erlendis og uppfyllir ákveðin skilyrði íhugi að halda heim. 16. mars 2020 23:00 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. Bannið yrði sett á með það fyrir augum að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og myndi það einnig loka ytri landamærum Schengen svæðisins, sem Íslendingar eru aðilar að. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að í raun þýði bannið að Evrópu verði lokað og á ferðabannið að gilda í þrjátíu daga. Málið verður rætt á símafundi leiðtoga sem fram fer síðar í dag. Öðrum Evrópuríkjum, sem þó eru ekki aðilar að Schengen, verður boðið að taka þátt í aðgerðunum, óski þær þess, en á meðal Evrópulanda sem ekki eru í Schengen má nefna Bretland og Írland. Emmanuel Macron Frakklandsforseti ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi.Getty Flest ríki heims þar sem kórónuveirunnar hefur orðið vart eru nú að herða á aðgerðum sínum til varnar veikinni og í Þýskalandi hefur Angela Merkel bannað allar trúarathafnir og sagt fólki að fresta öllum fyrirhuguðum ferðalögum. Í Frakklandi hefur Emmanuel Macron forseti síðan sagt fólki að halda sig heima og aðeins fara út í nauðsynlegum erindagerðum. Macron sagði einnig að fyrri ráð, sem gengu út á að loka skólum, kaffihúsum og verslunum hefðu ekki dugað nægilega vel til að hefta útbreiðsluna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Biðja Íslendinga sem eiga rétt á heilbrigðisþjónustu hérlendis að íhuga að koma heim Utanríkisráðuneytið mælir með því að hópur Íslendinga sem staddir eru erlendis og uppfyllir ákveðin skilyrði íhugi að halda heim. 16. mars 2020 23:00 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28
„Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43
Biðja Íslendinga sem eiga rétt á heilbrigðisþjónustu hérlendis að íhuga að koma heim Utanríkisráðuneytið mælir með því að hópur Íslendinga sem staddir eru erlendis og uppfyllir ákveðin skilyrði íhugi að halda heim. 16. mars 2020 23:00