Bankastjórar segja ástandið nú vera mjög ólíkt því sem var í hruninu Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2020 09:52 Lilja Björk Einarsdóttir og Birna Einarsdóttir mætti í Bítið í morgun. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segja ástandið í samfélaginu og bönkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vera mjög ólíkt því ástandi sem skapaðist í hruninu. Þær Lilja Björk og Birna voru gestir Bítisins í morgun þar sem þær ræddu meðal annars til hvaða aðgerða bankarnir hafi gripið vegna útbreiðslu veirunnar, hvað viðskiptavinum væri boðið upp á, stöðu ferðaþjónustufyrirtækja og ýmislegt fleira. Krónur ekki að koma í kassann Lilja Björk segir að ástandið nú sé engan veginn líkt því sem var í hruninu. Þá hafi þurft að taka á miklum skuldavanda. „Skuldsetningu sem jafnvel tvöfaldaðist yfir nóttu. Hér erum við alls ekki að tala um það. Hér erum við að tala um að það kemur ekki peningur í kassann. Það koma ekki krónur til að greiða út útgjöldin. Útgjöldin geta verið fasteignalán. Þau geta líka verið rafmagn, hiti. Þau geta verið af ýmsum toga. Bara þessi mánaðarlegu útgjöld,“ segir Lilja Björk. Birna tók undir þetta og sagði stöðuna nú vera með töluvert öðrum hætti en í hruninu. „Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að fara inn í skammtímaaðgerðir og síðan þurfum við að skoða langtíma ef þær eru nauðsynlegar. Að sjálfsögðu rifjast upp ýmislegt frá 2008 því að viðskiptavinir eru margir óöryggir og vita ekki alveg hvernig þeir eigi að fóta sig í þessu,“ sagði Birna. Samstilla aðgerðir Lilja segir að Samtök fjármálafyrirtækja nú vera að stýra og samstilla aðgerðir fjármálafyrirtækja vegna þess ástands sem upp er komið. Sé það gert eftir samþykki frá samkeppnisyfirvöldum. „Það kom fram þegar ríkisstjórnin kynnti sínar aðgerðir að það átti að vera samstarf við fjármálafyrirtæki um lausnir og við erum að sjálfsögðu að ræða við þau um það,“ Lilja Björk. Hlusta má á viðtalið við þær Birnu og Lilju Björk í spilaranum að neðan. Klippa: Bítið - bankastjórar Íslenskir bankar Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Arion banki fækkar tímabundið opnum útibúum Í tilkynningu á vef bankans segir að þrjú af fimm útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu verði opin hverju sinni. 16. mars 2020 10:03 Bankarnir bregðast við ástandinu Stóru bankarnir munu bjóða viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 18:59 Bankarnir veita ívilnanir og lífeyrissjóðir hvattir að gera það líka Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segja ástandið í samfélaginu og bönkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vera mjög ólíkt því ástandi sem skapaðist í hruninu. Þær Lilja Björk og Birna voru gestir Bítisins í morgun þar sem þær ræddu meðal annars til hvaða aðgerða bankarnir hafi gripið vegna útbreiðslu veirunnar, hvað viðskiptavinum væri boðið upp á, stöðu ferðaþjónustufyrirtækja og ýmislegt fleira. Krónur ekki að koma í kassann Lilja Björk segir að ástandið nú sé engan veginn líkt því sem var í hruninu. Þá hafi þurft að taka á miklum skuldavanda. „Skuldsetningu sem jafnvel tvöfaldaðist yfir nóttu. Hér erum við alls ekki að tala um það. Hér erum við að tala um að það kemur ekki peningur í kassann. Það koma ekki krónur til að greiða út útgjöldin. Útgjöldin geta verið fasteignalán. Þau geta líka verið rafmagn, hiti. Þau geta verið af ýmsum toga. Bara þessi mánaðarlegu útgjöld,“ segir Lilja Björk. Birna tók undir þetta og sagði stöðuna nú vera með töluvert öðrum hætti en í hruninu. „Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að fara inn í skammtímaaðgerðir og síðan þurfum við að skoða langtíma ef þær eru nauðsynlegar. Að sjálfsögðu rifjast upp ýmislegt frá 2008 því að viðskiptavinir eru margir óöryggir og vita ekki alveg hvernig þeir eigi að fóta sig í þessu,“ sagði Birna. Samstilla aðgerðir Lilja segir að Samtök fjármálafyrirtækja nú vera að stýra og samstilla aðgerðir fjármálafyrirtækja vegna þess ástands sem upp er komið. Sé það gert eftir samþykki frá samkeppnisyfirvöldum. „Það kom fram þegar ríkisstjórnin kynnti sínar aðgerðir að það átti að vera samstarf við fjármálafyrirtæki um lausnir og við erum að sjálfsögðu að ræða við þau um það,“ Lilja Björk. Hlusta má á viðtalið við þær Birnu og Lilju Björk í spilaranum að neðan. Klippa: Bítið - bankastjórar
Íslenskir bankar Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Arion banki fækkar tímabundið opnum útibúum Í tilkynningu á vef bankans segir að þrjú af fimm útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu verði opin hverju sinni. 16. mars 2020 10:03 Bankarnir bregðast við ástandinu Stóru bankarnir munu bjóða viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 18:59 Bankarnir veita ívilnanir og lífeyrissjóðir hvattir að gera það líka Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Arion banki fækkar tímabundið opnum útibúum Í tilkynningu á vef bankans segir að þrjú af fimm útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu verði opin hverju sinni. 16. mars 2020 10:03
Bankarnir bregðast við ástandinu Stóru bankarnir munu bjóða viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 18:59
Bankarnir veita ívilnanir og lífeyrissjóðir hvattir að gera það líka Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði 13. mars 2020 13:00