Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2020 10:39 Gunnar Valdimarsson verður næstu 14 daga heima með börnunum tveimur en þau eru öll smituð af kórónuveirunni. „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19,“ segir tónlistarmaðurinn og flúrarinn Gunnar Valdimarsson sem er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviði húðflúrunar. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta en staðið utan við sviðsljósið. Í gær kom í ljós að hann og börnin hans tvö höfðu öll verið greind með kórónusmit sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. „Svo fréttum við það að það er bara bekkur sonar okkar sem er í sóttkví. Svo menn hafa greinilega ekki alveg hugsað dæmið til enda því að þetta var kennari og enginn af kaffistofunni var settur í sóttkví. Því var brugðið á það ráð að loka skólanum. Svo var öllum skólum lokað hér í Ósló degi eða tveimur seinna,“ segir Gunnar sem var heima með börnunum sínum tveimur í gær og fór hann að taka eftir því að dóttir hans og barnsmóður hans var orðin nokkuð slöpp. „Sonur minn er til skiptis hjá mér og móður sinni. Svo fer ég að taka eftir því að dóttir mín er orðið slöpp og komin með hita. Hún hefur þá smitast af syni mínum sem er einkennalaus. Ég fer svo í framhaldinu að finna fyrir smá slappleika, hita og þurrka í hálsi. Það hefur ekki verið meira hjá mér og þetta kemur bara í ljós með tímanum. En ég held að þetta verði nú allt í góðu. Auðvitað skilur maður að fólk sé hrætt sem á við heilsufarsbresti að stríða en við erum öll hraust og ekkert að óttast í raun.“ Fær allt í einu bætur Hann segir að reglurnar í Noregi séu þannig að ef maður er greindur þá þarf maður að vera heima í 14 daga. „Ef maður verður mikið veikur er maður sóttur á sjúkrabíl. Það er ekki nóg pláss til að taka við þeim sem minna veikir eru, enda engin ástæða til. Það fyndna við þetta er að ríkisstjórnin var búin að loka á alla þjónustu þar sem snerting fer fram. Þar sem það er frekar erfitt að gera húðflúr án þess að snerta kúnnann þá þurftum við að loka í 14 daga. Það voru komnar einhverjar fréttir með að fólk sem er sjálfstætt starfandi, eins og ég og svo margir aðrir, fengju litlar bætur. Það voru allavega fyrstu fréttir. Sem mér fannst nú helvíti súrt. Svo greinist ég með veiruna og þá allt í einu á ég rétt á bótum. Ég og barnsmóðir mín erum afar róleg yfir þessu. En við tökum þessu samt alvarlega. Hittum ekki neitt fólk að sjálfsögðu og viljum ekki vera valdur af því að einhver með slæma heilsu veikist.“ Í október 2017 féll móðir hans frá eftir baráttu við krabbamein. „Móðir mín var slöpp í lungum þau síðustu ár sem hún lifði og hún hefði nú sennilega ekki komist í gengum þetta nema með herkjum. Þannig að maður skilur að fólk sé hrætt.“ Saga Gunnars Valdimarssonar er þyrnum stráð og litast af áföllum sem á hann hafa dunið. Hann hefur misst báða foreldra sína og fór í gegnum skilnað sem tók verulega á. Gunnar var gestur í Einkalífinu á dögunum og fór yfir harmrænt lífshlaup sitt í þættinum sem sjá má hér að neðan. Eftir alla erfiðleikana stofnaði hann hljómsveitina Gunnar The Fifth og semur hann tónlist til að koma sér í gegnum erfiða tíma. Einkalífið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Gerðu lag og myndband í sóttkví 16. mars 2020 15:32 Upplifði gríðarlega mikla skömm eftir skilnaðinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið 3. mars 2020 14:30 Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19,“ segir tónlistarmaðurinn og flúrarinn Gunnar Valdimarsson sem er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviði húðflúrunar. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta en staðið utan við sviðsljósið. Í gær kom í ljós að hann og börnin hans tvö höfðu öll verið greind með kórónusmit sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. „Svo fréttum við það að það er bara bekkur sonar okkar sem er í sóttkví. Svo menn hafa greinilega ekki alveg hugsað dæmið til enda því að þetta var kennari og enginn af kaffistofunni var settur í sóttkví. Því var brugðið á það ráð að loka skólanum. Svo var öllum skólum lokað hér í Ósló degi eða tveimur seinna,“ segir Gunnar sem var heima með börnunum sínum tveimur í gær og fór hann að taka eftir því að dóttir hans og barnsmóður hans var orðin nokkuð slöpp. „Sonur minn er til skiptis hjá mér og móður sinni. Svo fer ég að taka eftir því að dóttir mín er orðið slöpp og komin með hita. Hún hefur þá smitast af syni mínum sem er einkennalaus. Ég fer svo í framhaldinu að finna fyrir smá slappleika, hita og þurrka í hálsi. Það hefur ekki verið meira hjá mér og þetta kemur bara í ljós með tímanum. En ég held að þetta verði nú allt í góðu. Auðvitað skilur maður að fólk sé hrætt sem á við heilsufarsbresti að stríða en við erum öll hraust og ekkert að óttast í raun.“ Fær allt í einu bætur Hann segir að reglurnar í Noregi séu þannig að ef maður er greindur þá þarf maður að vera heima í 14 daga. „Ef maður verður mikið veikur er maður sóttur á sjúkrabíl. Það er ekki nóg pláss til að taka við þeim sem minna veikir eru, enda engin ástæða til. Það fyndna við þetta er að ríkisstjórnin var búin að loka á alla þjónustu þar sem snerting fer fram. Þar sem það er frekar erfitt að gera húðflúr án þess að snerta kúnnann þá þurftum við að loka í 14 daga. Það voru komnar einhverjar fréttir með að fólk sem er sjálfstætt starfandi, eins og ég og svo margir aðrir, fengju litlar bætur. Það voru allavega fyrstu fréttir. Sem mér fannst nú helvíti súrt. Svo greinist ég með veiruna og þá allt í einu á ég rétt á bótum. Ég og barnsmóðir mín erum afar róleg yfir þessu. En við tökum þessu samt alvarlega. Hittum ekki neitt fólk að sjálfsögðu og viljum ekki vera valdur af því að einhver með slæma heilsu veikist.“ Í október 2017 féll móðir hans frá eftir baráttu við krabbamein. „Móðir mín var slöpp í lungum þau síðustu ár sem hún lifði og hún hefði nú sennilega ekki komist í gengum þetta nema með herkjum. Þannig að maður skilur að fólk sé hrætt.“ Saga Gunnars Valdimarssonar er þyrnum stráð og litast af áföllum sem á hann hafa dunið. Hann hefur misst báða foreldra sína og fór í gegnum skilnað sem tók verulega á. Gunnar var gestur í Einkalífinu á dögunum og fór yfir harmrænt lífshlaup sitt í þættinum sem sjá má hér að neðan. Eftir alla erfiðleikana stofnaði hann hljómsveitina Gunnar The Fifth og semur hann tónlist til að koma sér í gegnum erfiða tíma.
Einkalífið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Gerðu lag og myndband í sóttkví 16. mars 2020 15:32 Upplifði gríðarlega mikla skömm eftir skilnaðinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið 3. mars 2020 14:30 Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Upplifði gríðarlega mikla skömm eftir skilnaðinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið 3. mars 2020 14:30
Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00