Hafa áhyggjur af fólkinu í neyðarskýlunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. mars 2020 21:00 Gistiskýlið á Lindargötu. Stöð 2 Deildarstjóri hjá veðferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af húsnæðislausu fólki sem nýtir neyðarskýli borgarinnar, vegna kórónuveirunnar. Sjö manns eru skilgreindir íáhættuhópi og er hluti hópsins langveikt fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Rúmlega þrjátíu manns, sem eru húsnæðislausir, nýta neyðarskýlin sem starfrækt eru í Reykjavík. Um er að ræða gistiskýlið á Lindargötu, Konukot og neyðarskýlið úti á Granda fyrir unga karlmenn. Vegna kórónuveirunnar verður opið allan sólarhringinn í Konukoti og gistiskýlinu á Lindargötu fyrir þá sem eru í áhættuhópi en venjulega er lokað á milli tíu og fimm á daginn. „Eins og staðan er núna erum við með sjö manns á Lindargötu sem eru í áhættuhóp og fjórir af þeim eru með miklar hjúkrunarþarfir og eru langveikir,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, deildarstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hún segist hafa miklar áhyggjur af þessum hópi sem er einnig með alvarlegan vímuefnavanda. Þeir hafi hingað til ekki fengið húsnæði með hjúkrunarþjónustu sem hentar þeirra þörfum, en ef þeir sýkist af veirunni sé gríðarlega mikilvægt að þeir fái innlögn á sjúkrastofnun með skaðaminnkandi þjónustu. Þá séu einangrunarherbergi að verða klár fyrir aðra sem gætu smitast og hjúkrunarfræðingur í skýlinu meti aðstæður frá degi til dags. Enginn er skilgreindur í áhættuhópi í neyðarskýlinu úti á Granda þar sem tólf til fimmtán manns dvelja hverja nótt. Unnið er að því að finna nýtt húsnæði ef upp kemur smit. Í konukoti eru tvær til þrjár konur taldar vera í áhættuhópi en staðan er endurmetin daglega. „Við óskuðum efir aukafjármagni, þannig að þær gætu haft sólarhrings opnun líka," segir Hrafnhildur og bætir við að starfsmenn hvetji nú fólkið til að halda sig að mestu innandyra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Félagsmál Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Deildarstjóri hjá veðferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af húsnæðislausu fólki sem nýtir neyðarskýli borgarinnar, vegna kórónuveirunnar. Sjö manns eru skilgreindir íáhættuhópi og er hluti hópsins langveikt fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Rúmlega þrjátíu manns, sem eru húsnæðislausir, nýta neyðarskýlin sem starfrækt eru í Reykjavík. Um er að ræða gistiskýlið á Lindargötu, Konukot og neyðarskýlið úti á Granda fyrir unga karlmenn. Vegna kórónuveirunnar verður opið allan sólarhringinn í Konukoti og gistiskýlinu á Lindargötu fyrir þá sem eru í áhættuhópi en venjulega er lokað á milli tíu og fimm á daginn. „Eins og staðan er núna erum við með sjö manns á Lindargötu sem eru í áhættuhóp og fjórir af þeim eru með miklar hjúkrunarþarfir og eru langveikir,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, deildarstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hún segist hafa miklar áhyggjur af þessum hópi sem er einnig með alvarlegan vímuefnavanda. Þeir hafi hingað til ekki fengið húsnæði með hjúkrunarþjónustu sem hentar þeirra þörfum, en ef þeir sýkist af veirunni sé gríðarlega mikilvægt að þeir fái innlögn á sjúkrastofnun með skaðaminnkandi þjónustu. Þá séu einangrunarherbergi að verða klár fyrir aðra sem gætu smitast og hjúkrunarfræðingur í skýlinu meti aðstæður frá degi til dags. Enginn er skilgreindur í áhættuhópi í neyðarskýlinu úti á Granda þar sem tólf til fimmtán manns dvelja hverja nótt. Unnið er að því að finna nýtt húsnæði ef upp kemur smit. Í konukoti eru tvær til þrjár konur taldar vera í áhættuhópi en staðan er endurmetin daglega. „Við óskuðum efir aukafjármagni, þannig að þær gætu haft sólarhrings opnun líka," segir Hrafnhildur og bætir við að starfsmenn hvetji nú fólkið til að halda sig að mestu innandyra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Félagsmál Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira