Tíu ár frá því Fulham skellti Juventus eftirminnilega | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2020 14:30 Clint Dempsey fagnar eftir að hafa skorað stórkostlegt mark gegn Juventus. vísir/getty Í dag, 18. mars, eru nákvæmlega tíu ár síðan Fulham vann afar óvæntan 4-1 sigur á ítalska stórliðinu Juventus á Craven Cottage í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Juventus var í góðri stöðu eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum á Delle Alpi en Fulham, sem var þá undir stjórn Roys Hodgson, átti eftirminnilega endurkomu í seinni leiknum. Fulham komst alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar tímabilið 2009-10. Það er langbesti árangur sem liðið hefur nokkurn tímann náð í Evrópukeppni. Fulham endaði í 2. sæti E-riðils og sló Shakhtar Donetsk, sem vann Evrópudeildina tímabilið á undan, út í 32-liða úrslitunum, 3-2 samanlagt. Byrjunarlið Fulham í seinni leiknum gegn Juventus.vísir/getty Í 16-liða úrslitunum dróst Fulham svo gegn Juventus. Gamla konan var ekki beint á blómaskeiði sínu á þessum tíma en í liðinu voru samt leikmenn á borð við David Trezeguet, Fabio Cannavaro, Mauro Camaronesi og Alessandro Del Piero. Gianluigi Buffon var hins vegar fjarri góðu gamni og munaði um minna. Eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum benti fátt til annars en Juventus færi áfram í 8-liða úrslitin. Og veik von Fulham virtist að engu orðin þegar Trezeguet kom Juventus yfir eftir aðeins tvær mínútur í seinni leiknum. Bobby Zamora jafnaði fyrir Fulham sjö mínútum síðar og á 26. mínútu fékk Cannavaro svo rautt spjald fyrir brot á Zoltan Gera. Rauða spjaldið sem Fabio Cannavaro fékk gaf Fulham von.vísir/getty Fulham hafði átt tvö skot í tréverkið áður en Gera kom Fulham yfir sex mínútum fyrir hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Ungverjinn svo annað mark sitt úr vítaspyrnu og jafnaði metin í einvíginu, 4-4 samanlagt. Á 71. mínútu setti Hodgson Clint Dempsey inn á fyrir bakvörðinn Stephen Kelly. Dempsey var ekki lengi að láta að sér kveða og var hársbreidd frá því að koma Fulham í 4-1 með sinni fyrstu snertingu en hinn háaldraði Antonio Chimenti varði. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Dempsey skoraði með glæslegri vippu á 82. mínútu. Clint Dempsey skorar sigurmark Fulham gegn Juventus með glæsilegri vippu yfir Antonio Chimenti.vísir/getty Það reyndist sigurmarkið í einvíginu og Fulham henti því tuttuguogsjöföldum Ítalíumeisturum Juventus úr keppni. Enska liðið vann einvígið, 5-4 samanlagt. Mörkin úr því má sjá hér fyrir neðan. Í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar vann Fulham Þýskalandsmeistara Wolfsburg, 3-1 samanlagt, og lagði svo annað þýskt lið, Hamburg, í undanúrslitunum, 2-1 samanlagt. Fulham tapaði svo naumlega fyrir Atlético Madrid, 2-1, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Diego Forlán skoraði bæði mörk Atlético, það síðara fjórum mínútum fyrir lok framlengingar. Juventus og Fulham hafa farið ólíkar leiðir á síðustu árum. Juventus hefur orðið ítalskur meistari átta sinnum í röð á meðan Fulham er í B-deildinni. En stuðningsmenn liðsins geta alltaf ornað sér við minningarnar frá leiknum 18. mars 2010. Evrópudeild UEFA Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira
Í dag, 18. mars, eru nákvæmlega tíu ár síðan Fulham vann afar óvæntan 4-1 sigur á ítalska stórliðinu Juventus á Craven Cottage í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Juventus var í góðri stöðu eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum á Delle Alpi en Fulham, sem var þá undir stjórn Roys Hodgson, átti eftirminnilega endurkomu í seinni leiknum. Fulham komst alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar tímabilið 2009-10. Það er langbesti árangur sem liðið hefur nokkurn tímann náð í Evrópukeppni. Fulham endaði í 2. sæti E-riðils og sló Shakhtar Donetsk, sem vann Evrópudeildina tímabilið á undan, út í 32-liða úrslitunum, 3-2 samanlagt. Byrjunarlið Fulham í seinni leiknum gegn Juventus.vísir/getty Í 16-liða úrslitunum dróst Fulham svo gegn Juventus. Gamla konan var ekki beint á blómaskeiði sínu á þessum tíma en í liðinu voru samt leikmenn á borð við David Trezeguet, Fabio Cannavaro, Mauro Camaronesi og Alessandro Del Piero. Gianluigi Buffon var hins vegar fjarri góðu gamni og munaði um minna. Eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum benti fátt til annars en Juventus færi áfram í 8-liða úrslitin. Og veik von Fulham virtist að engu orðin þegar Trezeguet kom Juventus yfir eftir aðeins tvær mínútur í seinni leiknum. Bobby Zamora jafnaði fyrir Fulham sjö mínútum síðar og á 26. mínútu fékk Cannavaro svo rautt spjald fyrir brot á Zoltan Gera. Rauða spjaldið sem Fabio Cannavaro fékk gaf Fulham von.vísir/getty Fulham hafði átt tvö skot í tréverkið áður en Gera kom Fulham yfir sex mínútum fyrir hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Ungverjinn svo annað mark sitt úr vítaspyrnu og jafnaði metin í einvíginu, 4-4 samanlagt. Á 71. mínútu setti Hodgson Clint Dempsey inn á fyrir bakvörðinn Stephen Kelly. Dempsey var ekki lengi að láta að sér kveða og var hársbreidd frá því að koma Fulham í 4-1 með sinni fyrstu snertingu en hinn háaldraði Antonio Chimenti varði. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Dempsey skoraði með glæslegri vippu á 82. mínútu. Clint Dempsey skorar sigurmark Fulham gegn Juventus með glæsilegri vippu yfir Antonio Chimenti.vísir/getty Það reyndist sigurmarkið í einvíginu og Fulham henti því tuttuguogsjöföldum Ítalíumeisturum Juventus úr keppni. Enska liðið vann einvígið, 5-4 samanlagt. Mörkin úr því má sjá hér fyrir neðan. Í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar vann Fulham Þýskalandsmeistara Wolfsburg, 3-1 samanlagt, og lagði svo annað þýskt lið, Hamburg, í undanúrslitunum, 2-1 samanlagt. Fulham tapaði svo naumlega fyrir Atlético Madrid, 2-1, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Diego Forlán skoraði bæði mörk Atlético, það síðara fjórum mínútum fyrir lok framlengingar. Juventus og Fulham hafa farið ólíkar leiðir á síðustu árum. Juventus hefur orðið ítalskur meistari átta sinnum í röð á meðan Fulham er í B-deildinni. En stuðningsmenn liðsins geta alltaf ornað sér við minningarnar frá leiknum 18. mars 2010.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira