Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2020 14:57 Frá upplýsingafundinum í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er annar frá vinstri. Lögreglan Fimm liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19-sjúkdóminn. Þar af eru tveir á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Þá er sterkur grunur um Covid-19-sýkingu hjá einum til viðbótar sem liggur inni á sjúkrahúsinu, að sögn Þórólfs. Í öllum tilfellum er um að ræða eldra fólk, á sextugs- og sjötugsaldri. Níu einstaklingar hafa jafnframt náð sér af veirunni, þ.e. hún greinist ekki í þeim lengur. Kórónuveirusmit hefur nú verið staðfest í sex landshlutum og í öllum landshlutum eru einstaklingar í sóttkví. Þórólfur sagði að greinilegt væri að veiran væri í samfélaginu þótt hún væri ekki mjög útbreidd. Gera mætti ráð fyrir aukningu í útbreiðslu á næstunni. Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að starfsmenn spítalans í einangrun vegna kórónuveirunnar séu nú alls 17. Þá er 151 starfsmaður spítalans í sóttkví. Einnig segir að útskrifaðir sjúklingar vegna veirunnar séu samtals þrír. Alls hafa 250 kórónuveirusmit nú verið staðfest á Íslandi. Þórólfur sagði að tæplega helmingur þeirra sem greinst hafa með veiruna hafi greinst í sóttkví. Það væru góðar fréttir. Alls eru 2422 í sóttkví og um 6500 sýni hafa verið tekin. Á fimmta hundrað hefur lokið sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þróunin þurfi ekki að koma á óvart 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 18. mars 2020 13:31 Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Allir sem koma heim til Íslands þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum og sóttvarnalækni en um er að ræða útvíkkun á hááhættusvæðum vegna kórónuveirunnar. 18. mars 2020 11:36 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Fimm liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19-sjúkdóminn. Þar af eru tveir á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Þá er sterkur grunur um Covid-19-sýkingu hjá einum til viðbótar sem liggur inni á sjúkrahúsinu, að sögn Þórólfs. Í öllum tilfellum er um að ræða eldra fólk, á sextugs- og sjötugsaldri. Níu einstaklingar hafa jafnframt náð sér af veirunni, þ.e. hún greinist ekki í þeim lengur. Kórónuveirusmit hefur nú verið staðfest í sex landshlutum og í öllum landshlutum eru einstaklingar í sóttkví. Þórólfur sagði að greinilegt væri að veiran væri í samfélaginu þótt hún væri ekki mjög útbreidd. Gera mætti ráð fyrir aukningu í útbreiðslu á næstunni. Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að starfsmenn spítalans í einangrun vegna kórónuveirunnar séu nú alls 17. Þá er 151 starfsmaður spítalans í sóttkví. Einnig segir að útskrifaðir sjúklingar vegna veirunnar séu samtals þrír. Alls hafa 250 kórónuveirusmit nú verið staðfest á Íslandi. Þórólfur sagði að tæplega helmingur þeirra sem greinst hafa með veiruna hafi greinst í sóttkví. Það væru góðar fréttir. Alls eru 2422 í sóttkví og um 6500 sýni hafa verið tekin. Á fimmta hundrað hefur lokið sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þróunin þurfi ekki að koma á óvart 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 18. mars 2020 13:31 Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Allir sem koma heim til Íslands þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum og sóttvarnalækni en um er að ræða útvíkkun á hááhættusvæðum vegna kórónuveirunnar. 18. mars 2020 11:36 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Þróunin þurfi ekki að koma á óvart 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 18. mars 2020 13:31
Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05
Allir sem koma heim til Íslands þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum og sóttvarnalækni en um er að ræða útvíkkun á hááhættusvæðum vegna kórónuveirunnar. 18. mars 2020 11:36