Misvísandi að segja launakostnað flugmanna stóran þátt í rekstrarvanda Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 16:23 Félagið segir laun flugmanna Icelandair ekki vera hærri en á hinum alþjóðlega markaði. Vísir/Vilhelm Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir misvísandi að ýja að því að launakostnaður flugmanna Icelandair sé stór þáttur í rekstrarvanda félagsins. Í gær var greint frá því að reynt yrði að endursemja við flugmenn og flugliða þar sem launakostnaður væri afar hár. Sjá einnig: Til greina komi að skera flotann niður um helming Félagið segir laun flugmanna Icelandair ekki vera hærri en á hinum alþjóðlega markaði. Launin séu fyllilega sambærileg launum hjá öðrum flugfélögum víða um heim. Þá sé ekki rétt að flugmenn WOW air hafi verið með mun lægri laun en flugmenn Icelandair heldur hafi þau verið sambærileg. „Nýting flugmanna gæti verið betri hjá Icelandair, en hluta vandans má að stærstu leiti rekja til kyrrsetningar B 737 Max flugvéla félagsins. Breytingar á leiðarkerfi höfðu einnig neikvæð áhrif á nýtingu ásamt innra skipulagi og einstökum ákvörðunum stjórnenda,“ segir í tilkynningu félagsins. Kjarasamningar komi ekki í veg fyrir að starfskraftar þeirra séu nýttir til jafns við það sem best gerist erlendis. Flugmenn hafi sjálfir haft frumkvæði að því að bæta nýtingu og hafi jafnframt lagt fram fullmótaðar tillögur þess efnis í öllum kjaraviðræðum frá árinu 2011. „Vert er að geta þeirra breytinga sem gerðar voru á kjarasamningi árið 2018 til að auka nýtingu flugmanna og efla markaðssókn félagsins til muna. Vegna kyrrsetningar B737 Max véla Icelandair á sú hagræðing enn eftir að skila sér að fullu þegar betur árar.“ Flugmenn munu hjálpa félaginu Í tilkynningunni segir að flugmenn muni leggja sitt af mörkum til þess að létta fyrirtækinu róðurinn. Þeir hafi sýnt viljann í verki með því að fresta umsömdum launahækkunum á síðasta ári, framlengja kjarasamninga án launahækkana og tóku á sig 50% launaskerðingu í apríl og maí. „Nú þegar hefur 23% flugmanna Icelandair verið sagt upp störfum og fleiri uppsagnir hafa því miður verið boðaðar. FÍA hefur ekki upplýsingar um hvert endanlegt umfang þeirra uppsagna kann að verða.“ Félagið segir jafnframt að það sé bæði ósanngjarnt og villandi að velta ábyrgðinni á framtíð félagsins yfir á starfsfólk. Rekstrarvandi félagsins sé flóknari en það. „Rekstrarvandi Icelandair er flókið samspil ytri og innri þátta og flugmenn ætla að taka þátt í að leysa úr þeim vanda með fyrirtækinu á næstu mánuðum.“ Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fleiri uppsagnir um mánaðamótin Forstjóri Icelandair segir óhjákvæmilegt að grípa til frekari uppsagna á næstu vikum. Ráðist verður í hlutafjárútboð á næstunni 17. apríl 2020 19:57 Leggja Icelandair ekki til fé nema launamálin séu skýr Eðlilegt að fjárfestar setji ekki fé í Icelandair Group meðan launamálin eru í lausu lofti að sögn forstjórans. 17. apríl 2020 11:38 Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir misvísandi að ýja að því að launakostnaður flugmanna Icelandair sé stór þáttur í rekstrarvanda félagsins. Í gær var greint frá því að reynt yrði að endursemja við flugmenn og flugliða þar sem launakostnaður væri afar hár. Sjá einnig: Til greina komi að skera flotann niður um helming Félagið segir laun flugmanna Icelandair ekki vera hærri en á hinum alþjóðlega markaði. Launin séu fyllilega sambærileg launum hjá öðrum flugfélögum víða um heim. Þá sé ekki rétt að flugmenn WOW air hafi verið með mun lægri laun en flugmenn Icelandair heldur hafi þau verið sambærileg. „Nýting flugmanna gæti verið betri hjá Icelandair, en hluta vandans má að stærstu leiti rekja til kyrrsetningar B 737 Max flugvéla félagsins. Breytingar á leiðarkerfi höfðu einnig neikvæð áhrif á nýtingu ásamt innra skipulagi og einstökum ákvörðunum stjórnenda,“ segir í tilkynningu félagsins. Kjarasamningar komi ekki í veg fyrir að starfskraftar þeirra séu nýttir til jafns við það sem best gerist erlendis. Flugmenn hafi sjálfir haft frumkvæði að því að bæta nýtingu og hafi jafnframt lagt fram fullmótaðar tillögur þess efnis í öllum kjaraviðræðum frá árinu 2011. „Vert er að geta þeirra breytinga sem gerðar voru á kjarasamningi árið 2018 til að auka nýtingu flugmanna og efla markaðssókn félagsins til muna. Vegna kyrrsetningar B737 Max véla Icelandair á sú hagræðing enn eftir að skila sér að fullu þegar betur árar.“ Flugmenn munu hjálpa félaginu Í tilkynningunni segir að flugmenn muni leggja sitt af mörkum til þess að létta fyrirtækinu róðurinn. Þeir hafi sýnt viljann í verki með því að fresta umsömdum launahækkunum á síðasta ári, framlengja kjarasamninga án launahækkana og tóku á sig 50% launaskerðingu í apríl og maí. „Nú þegar hefur 23% flugmanna Icelandair verið sagt upp störfum og fleiri uppsagnir hafa því miður verið boðaðar. FÍA hefur ekki upplýsingar um hvert endanlegt umfang þeirra uppsagna kann að verða.“ Félagið segir jafnframt að það sé bæði ósanngjarnt og villandi að velta ábyrgðinni á framtíð félagsins yfir á starfsfólk. Rekstrarvandi félagsins sé flóknari en það. „Rekstrarvandi Icelandair er flókið samspil ytri og innri þátta og flugmenn ætla að taka þátt í að leysa úr þeim vanda með fyrirtækinu á næstu mánuðum.“
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fleiri uppsagnir um mánaðamótin Forstjóri Icelandair segir óhjákvæmilegt að grípa til frekari uppsagna á næstu vikum. Ráðist verður í hlutafjárútboð á næstunni 17. apríl 2020 19:57 Leggja Icelandair ekki til fé nema launamálin séu skýr Eðlilegt að fjárfestar setji ekki fé í Icelandair Group meðan launamálin eru í lausu lofti að sögn forstjórans. 17. apríl 2020 11:38 Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
Fleiri uppsagnir um mánaðamótin Forstjóri Icelandair segir óhjákvæmilegt að grípa til frekari uppsagna á næstu vikum. Ráðist verður í hlutafjárútboð á næstunni 17. apríl 2020 19:57
Leggja Icelandair ekki til fé nema launamálin séu skýr Eðlilegt að fjárfestar setji ekki fé í Icelandair Group meðan launamálin eru í lausu lofti að sögn forstjórans. 17. apríl 2020 11:38
Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15