Á dagskrá í dag: Heimildaþættir og körfuboltaveisla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. mars 2020 06:00 Auðunn Blöndal og Katrín Tanja verða á skjánum í dag. Stöð 2 Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Meðal efnis á Stöð 2 Sport í dag eru sumir af bestu leikjum tímabilsins í Olís-deild karla, ensku bikarkeppninnar og ítölsku úrvalsdeildarinnar sem og þáttur Péturs Ormslev í þáttaröðinni um Goðsagnir efstu deildar karla í fótbolta. Stöð 2 Sport 2 - Atvinnumenn og landsliðshetjur Dagurinn á Stöð 2 Sport 2 hefst á því að sýna þætti síðustu þáttaraðar Atvinnumannanna okkar, þar sem Auðunn Blöndal heimsótti margt okkar besta íþróttafólk. Að þeim loknum verða þættirnir Fyrir Ísland á dagskrá, en þar er fjallað um undirbúning íslensku landsliðsmannanna fyrir HM í Rússlandi sem fór fram 2018. Klukkan 17.55 er sýndur þáttur um heimsókn kvennalandsliðs Íslands í fótbolta til Kína, þar sem það tók þátt í æfingamóti. Stöð 2 Sport 3 - Körfuboltaveisla Heimildamyndirnar Ölli, Bestir í boltanum: Brooklyn, Hólmurinn heillaði og Martin - saga úr Vesturbæ eru allar sýndar á Stöð 2 Sport 3 í dag en stöðin verður að stærstum hluta undirlögð körfubolta. Að þeim loknum verða vel valdir þættir af Domino's Körfuboltakvöldi sýndir. Stöð 2 Golf - Stórmótadagur Síðustu tveir keppnisdagarnir af Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, verða sýndir á Stöð 2 Golf í dag ásamt samantektarþáttum um tímabilið á bæði PGA-mótaröðinni og Champions-mótaröðinni. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is. Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Ítalski boltinn Golf Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Meðal efnis á Stöð 2 Sport í dag eru sumir af bestu leikjum tímabilsins í Olís-deild karla, ensku bikarkeppninnar og ítölsku úrvalsdeildarinnar sem og þáttur Péturs Ormslev í þáttaröðinni um Goðsagnir efstu deildar karla í fótbolta. Stöð 2 Sport 2 - Atvinnumenn og landsliðshetjur Dagurinn á Stöð 2 Sport 2 hefst á því að sýna þætti síðustu þáttaraðar Atvinnumannanna okkar, þar sem Auðunn Blöndal heimsótti margt okkar besta íþróttafólk. Að þeim loknum verða þættirnir Fyrir Ísland á dagskrá, en þar er fjallað um undirbúning íslensku landsliðsmannanna fyrir HM í Rússlandi sem fór fram 2018. Klukkan 17.55 er sýndur þáttur um heimsókn kvennalandsliðs Íslands í fótbolta til Kína, þar sem það tók þátt í æfingamóti. Stöð 2 Sport 3 - Körfuboltaveisla Heimildamyndirnar Ölli, Bestir í boltanum: Brooklyn, Hólmurinn heillaði og Martin - saga úr Vesturbæ eru allar sýndar á Stöð 2 Sport 3 í dag en stöðin verður að stærstum hluta undirlögð körfubolta. Að þeim loknum verða vel valdir þættir af Domino's Körfuboltakvöldi sýndir. Stöð 2 Golf - Stórmótadagur Síðustu tveir keppnisdagarnir af Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, verða sýndir á Stöð 2 Golf í dag ásamt samantektarþáttum um tímabilið á bæði PGA-mótaröðinni og Champions-mótaröðinni. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is.
Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Ítalski boltinn Golf Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira